18.7.2011 | 00:16
1421 - ESB-ið áfram
Bebba og Ingibjörg sitjandi á tröppum gamla garðyrkjuskólans.
Lagt er til að fólk sniðgangi lambakjöt. Ekki hef ég hugsað mér að gera það. Kannski kaupi ég minna af því næstu dagana, en ég sniðgeng ekki lambakjöt ef það er á boðstólum. A.m.k. ét ég það ekki síður en annað kjöt. Frekar að ég sniðgangi það sem sniðugt er. Fúllyndi er flestu betra. Gott skap er engin leið að bæta.
Af hverju ætti ég að vera að þessu sífellda bloggi. Það taka fáir mark á því hvort eð er. Nær væri að sleikja sólskinið og reyna að njóta útiverunnar þessa örfáu daga með sæmilegum hita, sem gefast árlega hér á landinu.
Svo leggjast menn bara í híði ef andað er á þá. Bæjarstjórinn á Akranesi er t.d. skriðinn undir rúm og svarar ekki þegar yrt er á hann. Páll Baldvin svarar engu og Harpa er í úttlandinu. Ekkert fjör. Ég sem var búinn að hlakka svo til að fylgjast með Akranesbardaganum mikla. Bíð eftir að Páll Baldvin láti heyra frá sér.
Er eitthvað fánýtara en fésbókarþruglið? Jú, ég veit um eitt. Það er að vera sífellt að ergja sig á ruglinu. Af hverju er ég þá alltaf að því? Veit það ekki.
Sumir ESB-andstæðingar láta svo lítið að svara því sem ég skrifa um ESB. Held að þeim þyki lakara að ég er ekki eins orðljótur og sumir aðrir. Finnst út í hött að gera ráð fyrir að ESB-andstæðingar séu eitthvað verr gefnir en aðrir. Þegar umræðan er komin á það stig að farið er að ræða andlegt atgervi einstaklinga þá eru málefnin týnd og tröllum gefin.
Nú er komið sunnudagskvöld og búið að vera mikið að gera hér í allan dag svo þetta blogg er í styttra lagi. En það gerir ekkert til.
Já, og útsýnið er til sölu líka.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:17 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ég mun leita eftir íslensku lambakjöti, hvort sem það er fyrir inngöngu, eða eftir.
Ólafur Sveinsson 18.7.2011 kl. 00:38
Ekki mun ég sniðganga lambakjötið, enda þekktur fyrir flest annað en láta að stjórn mistækra manna.
Þessi sögufölsun á Akranesi stefnir í að verða ekki minna mál en þegar bóndinn á Rein var dæmdur og sendur á Brimarhólm fyrir snærisþjófnað. Nú sést hvort vegur þyngra fúið snæri eða höfundarréttur.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.7.2011 kl. 00:48
Já, Ólafur. Svínakjöt er sæmilegt, lambakjöt er gott og nautakjöt (lundir) er frábært.
Sæmundur Bjarnason, 18.7.2011 kl. 02:09
Þetta með Sögu Akraness getur orðið spennandi mál. Mál af þessu tagi koðna þó oft niður og verða að engu.
Sæmundur Bjarnason, 18.7.2011 kl. 02:10
Nokkur málefni er eiginlega ómögulegt að rökræða við Íslendinga. Ég nefni af handahófi mál eins og lúpínu, ESB og hnattræna hlýnun sem dæmi. Mér hefur fundist í gegn um tíðina - er orðinn gamall, mig minnir að ég sé tveimur árum eldri en þú, Sæmundur - að landinn geti eiginlega ekki rökrætt á þann hátt sem t.d. kolabretinn getur gert. Fólk virðist hafa tilhneigingu til að festast í klisjum og upphrópunum, láta misskynsamlegar tilfinningar ráða afstöðu sinni frekar en rök.
Ellismellur 18.7.2011 kl. 06:05
Já, Ellismellur. Það er líka oft eins og fólk eigi erfitt með að sætta sig við að aðrir geti líka haft skoðanir. Grípa þá stundum til einhverra fáránlegra ráða til að kaffæra andstæðinginn. Ég hef stundum skilgreint þetta þannig að Íslendingar séu meira fyrir kappræðu en rökræðu og það hef ég séð fleiri gera.
Sæmundur Bjarnason, 18.7.2011 kl. 09:22
Það er bara Pizza Margarita og svo kannski smá lambakjöt á jólum. Hugsanlega falsað lambakjöt ;)
doctore 18.7.2011 kl. 09:45
Nú eða spam. Mér sýnist spammið vera að yfirtaka allt en ekki hægt að kenna íslenskum bændum eða ESB um það.
Sæmundur Bjarnason, 18.7.2011 kl. 11:15
Sæll Sæmundur.
Nei það máttu alveg eiga að þó þú sért svagur eða hálfvolgur fyrir ESB veikinni þá ertu samt alltaf málefnalegur og kurteis.
Enda held ég að þú uppskerir þannig að við ESB andstæðingar svörum þér málefnalega og með svipuðum hætti.
En það er annað en hægt er að segja um marga þessa æstustu ESB trúboða svo sem eins og þessa háskólagutta sem ráðast hér að mér prsónulega með níði og menntahroka svo að ég sýni þér dæmi frá í gær hjá aðilum sem kalla sig "Sleggjan Þruman og Hvellurinn".
Hér kemur ósmekklegt comment þeirra um mig;
"Gunnlaugur.
Það sýn alveg í gegn að þú stígur ekki í vitið.
Enda ómenntaður sígarettustubb-innflytjandi sem býr í ESB landi en finnur því allt til foráttu.
Mér er alveg sama hvað Þórólfur, Gylfi eða Jóhanna hefur sagt. Staðreyndin er sú að höfnun á Icesave samningum hefur skaða land og þjóð. Ég studdi alldrei þessa "kúba norðursins" kenningu. Ég einfaldlega sagði og segji ennþá að það er kostnaðarasamara og áhættusamara að hafna samningum.
Þessi höfnun á samningi og skaðinn sem því fylgir á ennþá eftir að koma í ljós. Og þetta dómsmál er bara einn angi af því. Eitthvað sem þið NEI-sinnar sögðu að aldrei mundi koma til".
Þetta er bara aðeins lítið dæmi um hrokann og persónuníðið. En oftlega hef ég og margir aðrir verið kallaðir: "Bjánar, hálfvitar, fábjánar, einangrunarsinnar, fasistar og nasistar" af þekktum aðilum í þessu sama ESB trúboði !
Slík er heiftin og brjálæðið í þessari umræðu.
Svo það er ekki að furða að ég telji að þessi ESB umsókn hafi aðeins gert þjóðinni illt verra og klofið Stjórn og Alþingi og þjóðfélagið illilega. Best væri að þessu myndi linna sem fyrst með því að menn sættust á að setja þessa ESB umsókn í salt og einhenda sér í það sameiginlega rífa þjóðina upp !
Gunnlaugur I., 18.7.2011 kl. 17:21
ESB-umsóknin sem slík var samþykkt af alþingi og það er ekkert meiri ástæða til að hunsa hana en annað sem alþingi hefur gert. Alþingi hefur gefið okkur þessa ríkisstjórn líka og það er engin ástæða til að hunsa það. Leikreglur verðum við að hafa. Ég held að þjóðaratkvæðagreiðslur geti hreinsað andrúmsloftið. Verkefnið núna varðandi Icesave er auðvitað að láta hlutina ganga.
Sæmundur Bjarnason, 18.7.2011 kl. 19:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.