16.7.2011 | 00:08
1419 - Áfram Akranes
Gamla myndin.
Plantađ út salati uppi á Reykjum. Ábyggilega er myndin tekin fyrir 1960. Gćti veriđ ég sem er ađ henda plöntunum á sinn stađ og Gústi langi sem er ađ bogra viđ ađ planta ţeim.
Sá eini sem andmćlt hefur ţví sem ég hef skrifađ um Sögu Akraness er Jón Valur Jensson og hann vísar allsekki neitt í bókina heldur eingöngu í kynni sín af höfundinum. Gagnrýni mín hefur ekki beinst ađ höfundinum heldur einkum ađ bćjarstjórninni og ritnefndinni. Harpa Hreinsdóttir hefur aftur á móti í umfjöllun sinni um verkiđ gagnrýnt höfundinn fyrir skort á fagmennsku m.a.
Samkvćmt Pressunni eru Gunnlaugur Haraldsson og Páll Baldvin Baldvinsson víst báđir sannir vesturbćingar. Hćttir ađ berjast međ trésverđum og farnir ađ segja urrdan bíttann viđ lögguna. Hvar endar ţetta eiginlega? Verđur slagur?
Í Skessuhorni er nú nýlega birt bréf frá tveimur kennurum viđ Brekkubćjarskóla og Sveinn Kristinsson gagnrýndur sérstaklega. Svo vill til ađ ég ţekki Svein persónulega síđan hann var skólastjóri viđ Laugargerđisskóla á Snćfellsnesi. Í pólitík veit ég ađ hann er talsvert vinstrisinnađur og ef til vill hefur ţađ áhrif á skođanir mínar á bréfi kennaranna. Ég get nefnilega ekki ađ ţví gert ađ mér finnst gagnrýni ţeirra á Svein heldur lítilvćg og bréfiđ alls ekki nógu vel skrifađ og fullt af allskyns getsökum. Ég veit ekki hvernig ţetta mál fer en reikna međ ađ Sveinn hafi sitt fram.
Ţađ var Harpa Hreinsdóttir sem vísađi mér á bréf kennaranna (á fésbókinni ađ sjálfsögđu) og ég held ađ hún sé ţeim sammála og hefur e.t.v. meiri ţekkingu á ţví sem ţarna er um rćtt en ég. Ţađ er alls ekki svo ađ eđlilegt sé ađ launţegar hafi ávallt allan rétt sín megin, en vinnuveitendur engan. Ţarna ţarf ađ vera jafnvćgi á og á endanum er ţađ almenningsálitiđ sem rćđur og ákveđur hvađ er eđlilegt og sanngjarnt.
Ţađ mál sem kennararnir tveir rćđa í bréfinu í Skessuhorni ţekki ég alls ekki nógu vel. Er ţó hrćddur um ađ pólitík spili ţarna inn í og spilli málum ásamt ýmsu sem ekki er sagt frá.
Lögreglan á fésbókinni. DV segir ađ lögreglan hafi keypt ellefu ipad tölvur og sendi upplýsingar sem óđast á fésbókina. DV hneykslast svolítiđ á ţessu en vel getur ţetta orđiđ til ţess ađ upplýsingar komist hrađar og betur til almennings. Eflaust er líka hćgt ađ misnota ţetta og vonandi fylgist DV vel međ ţví.
Í bloggi er oft rćtt um tjáningarfrelsi, ţöggun, dómsmorđ, ţrćlahald og margt fleira. Ţarna eru álitamálin mörg og flestir kjósa ađ einbeita sér ađ ákveđnum málum. Fjölmiđlar gera ţađ sama og reyna einkum ađ hafa áhrif á hugsanir fólks. Almennar skođanakannanir eru yfirleitt besta ráđiđ til ađ komast ađ ţví hvernig almenningur hugsar. Margt má ađ sjálfsögđu um skođanakannanir segja. Ţó er undarlegt hve oft ţćr dćma hlutina rétt. Í stjórnmálum er ţetta afar viđkvćmt mál og flokkarnir reyna eftir mćtti ađ hafa áhrif á hugsanir fólks í stjórnmálalegum efnum.
Nú er Sćvar Ciesielski farinn yfir móđuna miklu og Geirfinnsmáliđ verđur eflaust rifjađ upp í öllu sínu veldi. Um ţađ má frćđast nokkuđ á síđunni mal214.com og krafan um endurupptöku er komin fram og verđur jafnvel fylgt eftir. Yfirvöld bćđi ţá og nú hafa mikla tilhneigingu til ađ sópa óţćgilegum málum undir teppiđ sé ţess nokkur kostur.
Kommur eru leiđinlegar. Sigurđur Hreiđar ráđlagđi mér einu sinni ađ setja frekar punkt ef í vafa. Ţađ geri ég nú orđiđ. Svikalaust.
Margir eru fréttasjúkir og horfa sér til óbóta á fréttatíma ljósvakamiđlanna. Oftast má gera ráđ fyrir ađ ţar sé sagt satt. Samt er ţagađ yfir mörgu.
Gaman er ađ afbaka málshćtti og talvenjur ýmiss konar. Hér eru nokkur sýnishorn sem ég fann í gömlu bloggskjali. Kannski hef ég birt ţetta allt áđur.
Hann kom eins og ţjófur úr heiđskíru lofti.
Hann lenti milli steins og steggja.
Róm var ekki byggđ á einni nóttu.
Ţađ er ekki hundur í hćttunni.
Betra er ađ hafa vađiđ fyrir ofan sig.
Ţar kom horn úr hljóđi.
Ţegar í harđfenniđ slćr.
Ţetta er nú ekkert til ađ hlaupa húrra yfir.
Ţiđ eruđ eitthvađ svo spćnskir á svipinn.
Ekki fyrr en eftir djúpan disk.
Láttu ekki slá um ţig. Ţú gćtir forskalast.
Hann steig ekki feilnótu í leiknum.
Ţađ ţýđir ekkert ađ efna og efna, en lofa svo aldrei neinu.
Ađ hellast úr lestinni.
Svo lengist lćriđ sem lífiđ.
Ađ bera í blindfullan lćkinn.
Ađ slá tvö högg međ einni flugu.
Hann sendi mér augnatotur.
Sjaldan launar kálfur ofbeldiđ.
Ađ slá sjö flugur í sama höfuđiđ.
Fyrir neđan allan ţjófabálk.
Illt er ađ kenna gömlum hundi ađ skíta.
Punktur og pasta.
Fátt er svo međ öllu illt ađ ekki geti versnađ.
Ađ hafa vađiđ fyrir neđan nefiđ.
Ţađ verđur ađ taka ţetta međ almennilegum vettlingatökum.
Ţađ er ekki hćgt ađ koma ţessum ketti í nös.
Stađur konunnar er á bak viđ eldavélina.
Ađ láta ekki deigiđ síga.
Oft má saltkjöt liggja.
Nú er komiđ annađ hljóđ í skrokkinn.
Öl er annar mađur.
Gera býflugu úr úlvalda.
Ég er ekkert ađ tvítóla viđ ţetta.
Ađ hlaupa upp milli handa og fóta
Hann birtist eins og skrattinn úr sauđalćknum.
Samvinnuháskólinn hefur ćtiđ veriđ í takt viđ tímas tönn.
Jakki er ekki frakki nema síđur sé.
Stúlka bađ mann ađ vera sér innan fótar.
Sjá sína sćng útbreidda.
Mjúkt er meyjarbróstiđ, nema harđbrjósta sé.
Eftir limnum dansa karlarnir
Ţetta er alveg út í Hróa Hött.
Ţegar ein báran rís er önnur stök.
Hríđin var svo dimm ađ ţađ sást ekki milli augna.
Talađu viđ mig milli tveggja augna.
Hann gekk á milli Pontíusar og Pílatusar
Ađ berjast í bönkum.
Ađ skjóta stelk í bringu.
Árunni kennir illur rćđari.
Fyrr má nú rota en skjóta.
Margir fara yfir strikiđ í Kaupmannahöfn.
Oft slettist uppá vínskápinn,
Konur geta veriđ ísmeygilegar árennilegar og áferđarfallegar.
Já, ég var ađ taka til og lćt margt flakka, en nú er ég hćttur.
Tvö ljón gćta mikilfenglegrar byggingar.
Athugasemdir
Ţetta međ kommuna er gott ráđ. hjá Sigurđi Hreiđari.
Ólafur Sveinsson 16.7.2011 kl. 00:24
Er ţetta Kvistaland ţarna á myndinni eđa ćtli ţađ hafi veriđ kvistur í blýanti arkitektsins?
Svei mér ef ţetta er ekki ofkvistađ.
Guđmundur Bjarnason 16.7.2011 kl. 14:02
Ţessi bygging minnir mig ađ standi viđ Kársnesveg (nr. 9). Ađ mörgu leyti ţótti mér meira til ljónanna koma og ég hugsa ađ ţađ hafi veriđ meira ţeirra vegna sem ég tók myndina.
Sćmundur Bjarnason, 16.7.2011 kl. 17:29
Ţađ er rétt hjá ţér, Sćmundur, ađ ađgerđir Sveins Kristinssonar eru miklu grófari en virđist af bréfi kennaranna. Sveinn er forseti bćjarstjórnar. Yfirmađur kennaranna er skólastjóri Brekkubćjarskóla, sem braut stjórnsýslulög sl. vor í mannaráđningum. Nćsti toppur ţar fyrir ofan er Helga Gunnarsdóttir, framkv.stjóri Fjölskyldustofu en undir ţá stofnun heyra skólamál. Hún og Sveinn eru systkinabörn.
Harpa Hreinsdóttir 17.7.2011 kl. 20:38
Harpa Hreinsdóttir 17.7.2011 kl. 20:49
Fyndist fólki eđlilegt ađ Dagur Eggertsson tćki kennara í Austurbćjarskóla á teppiđ fyrir ađ hafa tekiđ út of stóran skerf af sínum veikindadögum? Eđa segđi slíkum kennara ađ ónefnt fólk úr 107 hefđi hringt í sig og sagt ađ kennarinn talađi illa um skólann?
Harpa Hreinsdóttir 17.7.2011 kl. 20:49
Sá Sveinn sem ţú eitt sinn ţekktir er líklega ólíkur ţeim heimaríka Sveini Kristinssyni sem hefur setiđ í bćjarstjórn Akraness frá 1994 og veriđ heimaríkur forseti ţeirrar bćjarstjórnar alltof lengi. Menn breytast.
Harpa Hreinsdóttir 17.7.2011 kl. 20:51
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.