13.7.2011 | 00:09
1416 - Saga Akraness

Guðmundur Bjarnason, Örn Jóhannsson og Kristinn Antonsson. Engir smá töffarar.
Páll Baldvin Baldvinsson dæmir bókina Sögu Akraness hart. Mjög hart. Ég hef á tilfinningunni að hann hafi a.m.k. litið yfir það sem Harpa Hreinsdóttir hefur skrifað um bókina og tilurð hennar. Kannski treystir hann á alla þá rýnivinnu sem hún hefur framkvæmt. Fyrir mér er þetta alltsaman nokkuð dæmigert fyrir það að óhæf nefnd (í skjóli bæjarstjórnar) sér eftir þeim peningum sem búið er að henda í ákveðið verk og ákveður að henda meiri peningum í það í þeirri von að vanhæfi þeirra blasi ekki eins við. Bókin er misheppnuð mjög og dýr þar að auki.
Las dóm Páls Baldvins og fyrir utan öll stóryrðin tók ég eftir því að hann fullyrti að enginn ritstjóri hafi verið að verkinu. Það er kannski helsti gallinn. Úr kenningum Gunnlaugs og efni því sem hann virðist hafa haft undir höndum hefði verið hægt að gera eina snotra bók í skikkanlegu bandi. Stór hluti bókarinnar held ég að eigi ekkert erindi á prent. Sú ákvörðun að hafa bókina svona stóra og þunga og prentaða á svona vandaðan pappír er líklega til þess að geta afsakað betur allt það fé sem hent hefur verið í þessa hít.
Sko, á föstudaginn fór ég að vinna eftir hádegið og síðan beint til Akureyrar og hef verið í algjöru netfríi síðan þangað til núna rétt áðan. Þ.e.a.s. um klukkan 22 á þriðjudagskvöldi. Ýmislegt hefur á mína daga drifið á þeim tíma og ekki síður á daga bloggsins míns. Ég er víst búinn að tapa flestum bréfskákunum mínum á tíma en það gerir lítið til. Sé að ég hef verið byrjaður á bloggi á föstudaginn og það fer hér með á Moggabloggið, en ekki mikið annað.
Athugasemdirnar við mitt síðasta blogg, sem ég setti upp eftir miðnætti á fimmtudagskvöldið síðasta, eru nokkuð góðar og ég var að burðast við svara einhverjum þeirra áðan.
Af því fésbókin var ekki nærri nógu flókin er nú búið að finna upp eitthvað sem heitir Netlog. Ég er mestu hættur að botna nokkuð í fésbókinni svo ég reikna ekki með að fara þangað nema öðru hvoru framvegis og þá aðallega til að tékka ég bréfskákunum. Hinsvegar á ég von á að halda áfram að blogga á Moggablogginu, fái ég það.
Háskólinn í Reykjavík, einu sinni enn.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Mars 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | 31 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ertu búinn að lesa bækurnar, Sæmundur?
Fáir hafa verið níddir sem Gunnlaugur að undanförnu. Sjálfur hef ég ekki lesið verkið, en þekki Gunnlaug að góðu einu, þetta er fjarri því að vera latur verkmaður, hann er þvert á móti með afkastamestu rithöfundum og hefur skilað frá sér glæsilegum verkum, m.a. MA-stúdentum í fjórum þykkum bindum, læknatalinu nýja (4 bindi) og Guðfræðingatali í tveimur bindum.
Þeir ættu að reyna að standa sig betur en hann, þeir sem ata hann auri.
Og vitaskuld fóru ekki 100 milljónir í hans vasa. Prentkostnaður er dýr og öflun og verkun mynda o.s.frv.
Jón Valur Jensson, 13.7.2011 kl. 02:14
Nei, Jón Valur ég er bara búinn að lesa seinna bindið og það ekki vandlega. Ég tel mig ekki þurfa að lesa allt verkið til að mynda mér skoðun á því. Ég er búinn að lesa talsvert UM málið, bæði lof og last. Man ekki eftir að ég hafi látið nein ummæli falla um fagmennsku Gunnlaugs né að milljónirnar (sem ég hélt reyndar að væru um 120 á núvirði) hefðu allar farið til hans.
Sæmundur Bjarnason, 13.7.2011 kl. 07:38
Hér er tilvísun í blogg Hörpu hrreinsdóttur;"Kostnaður við Akranes. Frá landnámi til 1885 var, eins og sagði í síðustu færslu, rétt rúmlega 15 milljónir og 223 þúsund á núvirði, fyrir utan laun ritnefndar.1 Heildarkostnaður Akraneskaupstaðar við ritun Sögu Akraness frá 1987 til dagsins í dag er á núvirði 120.065.065 kr. Fyrir þessa upphæð fáum við bæjarbúar tvöfalda útgáfu af sögu svæðisins frá landnámi til 1800, þ.e. útgáfu Jóns Böðvarssonar og útgáfu Gunnlaugs Haraldssonar. Virðist ævintýrinu hvergi nærri lokið því á fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árin 2012 og 2013 er gert ráð fyrir 4,2 milljónum hvort ár í söguritunina endalausu"
Sem sagt; heildarkostnaður við ritun verksins er 124 milljónir á núvirði.
Hrafn Arnarson 13.7.2011 kl. 08:15
Ég leyfi mér að efast um að Mr. JVJ sé dómbær á bækur, hvað þá sannleiksgildi þeirra :)
doctore 13.7.2011 kl. 10:23
Þakka þér svarið, Sæmundur. Það er alveg ljóst, að til að leggja mat á kostnaðinn og verklaun Gunnlaugs þurfum við sundurliðaðar tölur, m.a. um pappírs- og prentkostnað. Hvergi hef ég mælt með neinu bruðli í slík verkefni, en dómstóll götunnar á Eyjunni og víðar hafði í raun enga forsendu til að dæma um þetta.
Jón Valur Jensson, 13.7.2011 kl. 11:11
Mér finnst "dómstóll götunnar" á Akranesi skipta mestu máli í þessu sambandi. Þar hefur þetta mál verið lengi umtalað og til viðbótar við það sem áður er sagt hefur þetta verkefni tekið óhóflega langan tíma. Bæjarstjórnin þar mun áreiðanlega þurfa að svara fyrir þessar tölur (sundurliðaðar eftir þörfum) í næstu kosningum.
Sæmundur Bjarnason, 13.7.2011 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.