23.6.2011 | 00:11
1400 - Já, ég er í vandrćđum međ fyrirsögnina
Ţessi mynd er frá Bifröst. Ţessir tveir, ţeir Jón Illugason og Guđvarđur Kjartansson eru úr skólahljómsveitinni.
Á Stokkseyri í gćr (ţriđjudag) var helst ađ sjá ađ eitthvađ sérstakt stćđi til. Veit ţó ekki hvađ, en danski fáninn og sá grćnleski blöktu ţar í góđa veđrinu. Ţetta leiddi mig til samanburđar á menningu okkar Íslendinga annarsvegar og Grćnlendinga hinsvegar.
Segja má ađ okkur Íslendingum hafi tekist ţađ sem Grćnlendingum hefur ekki tekist ađ öllu leyti. Ţađ er ađ byggja upp nútímaţjóđfélag ađ vestrćnum hćtti. En er ţađ nútímasamfélag sem okkur hefur tekist ađ byggja upp eftirsóknarvert?
Já, mér finnst svo vera ađ flestu leyti. Einkum hvađ snertir heilbrigđi, menntun og lífskjör öll. Viđ Íslendingar viljum einnig gjarnan líta á okkur sem fyrirmyndir á sem flestum sviđum, en erum ţađ ţví miđur ekki. Ţćr tölur sem viđ hömpum mest og sýna eiga yfirburđi okkar yfir ađra, eru nćstum alltaf handvaldar af okkur sjálfum.
Um ţetta langar mig ekki ađ deila og set ţví sem flesta fyrirvara um ţessa skođun. Hún hefur t.d. ekkert međ ESB eđa mögulega inngöngu okkar ţangađ ađ gera. Heldur ekki um stöđu okkar í hernađabandalögum og almennar stjórnmálaskođanir. Hún er bara ţarna og getur ekki annađ.
Var ađ enda viđ ađ lesa síđustu bloggfćrslu Hörpu Hreinsdóttur (sjá link hér til vinstri) um Sögu Akraness og verđ ađ viđurkenna ađ ég er impónerađur og bíđ eftir yfirlitsfćrslu hennar um ţetta mál. Bókina sjálfa (eđa einstök bindi hennar) kaupi ég hinsvegar áreiđanlega ekki, en rekist ég á hana á bókasafninu mun ég íhuga ađ taka hana ađ láni ef ég treysti mér til ađ bera hana.
Ađ Harpa skuli hafa lagt allt ţađ á sig, varđandi ţetta mál, sem hún hefur augljóslega gert, er til fyrirmyndar. Áhrif alls ţessa á nćstu bćjarstjórnarkosningar á Akranesi hljóta ađ verđa einhver. Hvet alla til ađ fylgjast međ ţessu máli.
Svei mér ef ég er ekki kominn á topp 50 vinsćldalista Moggabloggsins til ađ vera. (Eins og sagt er). Nú er ég nývaknađur og strax eru komnir yfir 50 lesendur á mína síđu. Auđvitađ ber ţetta líka vott um ţverrandi vinsćldir Moggabloggsins, en samt..... Jú, auđvitađ fylgist ég međ svonalöguđu. Kann ţó ekki (eđa nenni ekki) ađ athuga hvađan allir ţessir lesendur koma. Svona er ţetta bara.
Svartagallsrausiđ er útum allt. Ţađ má varla opna fyrir útvarp til ađ hlusta á fréttir eđa neitt. Neikvćđnin er alla ađ drepa. Ef ekki er um ţindarlaust músíkpopp og blađur um ţađ ađ rćđa ţá á mađur helst von á fréttum af atvinnulausum aumingjum eđa fyrirtćkjum á hausnum. Er ekkert annađ ađ frétta? Ef mađur vill hlusta á erlendar fréttir er ástandiđ lítiđ skárra. Gjaldţrot Grikkja eđa loftárásir á Líbýu. Ţetta er a.m.k. ekkert fyrir ţunglyndissjúklinga.
Ţegar hćgri sinnuđ ríkisstjórn hrćrir vinstri hugmyndum saman viđ frjálshyggjuna, eins og hér gerđist og ef til vill hefur gerst í Grikklandi líka (og jafnvel á Írlandi), verđur útkoman banvćnn kokkteill. Okkur tókst međ harđfylgi ađ forđast ţjóđargjaldţrot og kannski tekst Grikkjum ţađ líka. Stađa ţjóđanna er ţó alls ekki sambćrileg og hagfrćđingar munu á nćstunni reyna ađ útskýra ţetta allt.
Mér er ţó efst í huga ađ hagfrćđin er ekki nein nákvćm vísindagrein heldur snýst alltof oft um vafasamar eftiráskýringar.
Les oft fréttaskýringarnar í bloggi Jónasar Kristjánssonar fyrrum ritstjóra. Margt er skynsamlegt ţar en honum hćttir til ađ flýta sér um of. Ţessvegna verđa fréttaskýringar hans oft hvatvísinni ađ bráđ og minna ađ marka ţćr en ćskilegt vćri. Líka er auđvitađ slćmt ađ bíđa of lengi. Ţeir sem fréttir lesa og fréttaskýringar eru óţolinmóđir. Međalhófiđ er vandratađ ţarna sem annarsstađar.
Einhver hefur platađ Pál Magnússon illilega. Nema hann hafi trúađ ţví sjálfur ađ Íslendingar mundu sigra á EM < 21. Ađ henda út fréttum til ţess ađ koma ţýđingarlausum knattspyrnuleikjum ađ í beinni útsendingu eru afglöp sem sannarlega mundu réttlćta brottvikningu.
Athugasemdir
Sćmundur ! Hvađa ár/vetur varst ţú á Bifröst ?
Hörđur B Hjartarson, 23.6.2011 kl. 00:34
´59-´61 , varst ţú ţá ekki međ Palla - Páli Pálssyni , hann var ´43 módeliđ , ég myndi halda ađ hann hafi veriđ ´60-´62?
Hörđur B Hjartarson, 23.6.2011 kl. 00:39
Ţú svarar ţér sjálfur. Já, ég var einmitt 1959 til 1961. Kannast auđvitađ best viđ mín bekkjarsystkini. Ţar á eftir viđ ţau sem voru í bekknum á undan. Af einhverjum ástćđum minna viđ ţau sem voru áriđ eftir. Páll Pálsson kann vel ađ hafa veriđ í bekknum á eftir mínum en ég man ţá eflaust betur eftir honum undir öđru nafni. Rámar ţó í nafniđ. Prófađu fésbókina. Minnir ađ Guđbrandur Ţorkell Guđbrandsson hafi veriđ í ţessum bekk og hann er örugglega ţar.
Sćmundur Bjarnason, 23.6.2011 kl. 06:02
Hann var međ Óla Herđi Ţórđarsyni og formanni lýfeyrissjóđanna ţ.e. sukksjóđanna , man ekki í svipinn hvađ hann heitir , en Magnússon held ég hann sé .
Hörđur B Hjartarson, 23.6.2011 kl. 20:10
Bćđi Óli Hörđur Ţórđarson og Hrafn Magnússon útskrifuđust frá Bifröst 1964 og Páll Pálsson líka ađ ég held. Guđbrandur sem ég minntist á fyrr útskrifađist áriđ 1962. Árbćkur nemendasambandsins sem ég hef veriđ ađ glugga í upplýsa ţetta.
Sćmundur Bjarnason, 23.6.2011 kl. 20:49
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.