22.6.2011 | 00:04
1399 - Runólfur Ólafsson (ekki minnst á hann hér)

Þetta er Hörður Haraldsson sem kenndi okkur þýsku og hagfræði á Bifröst. Þar að auki var hann landsfrægur spretthlaupari. Myndin er líklega tekin í gönguferð á Baulu.
Sko, það er fremur auðvelt að næla sér í fáein komment. Ekki þurfti annað en að skíra færsluna í gær dálítið kryptísku nafni. Auðvitað hefði ég getað sett það í færsluna sjálfa að það væri mynd af Jóni Sigurðssyni sem væri á fimmhundruðkallinum. Hitt er svo enn kryptískara með bílinn í lok færslunnar og litinn á honum. Hann lenti samt þarna fyrir eintóma tilviljun. Væri ég nægilega hjátrúarfullur héldi ég auðvitað að Jón Sigurðsson hefði sjálfur staðið fyrir þeirri tilviljun.
Því er stundum haldið fram að Ísland sé á mörkum hins byggilega heims. Þetta er alveg rétt og sjaldan sér maður það betur en þegar sólin er álíka hátt á lofti þegar maður vaknar eins og þegar maður fer að sofa. Skín bara úr svolítið annarri átt. Líka má auðvitað sjá þetta í svartasta skammdeginu þegar varla birtir um hádaginn. Annars er mér sléttsama um allt sólskin, eða það finnst mér. Mætti samt að skaðlausu vera svolítið hlýrra. Finn það vel þegar ég fer illa klæddur út að ganga á morgnana hvað það væri miklu betra. Annars er aðalmunurinn á göngustígunum hér og á Tenerife að þar eru allskonar aumingjar en hér aðallega hundaviðrunarfólk og skokkarar.
Að mörgu leyti er stjórnlagaráðið að taka hér völdin. Vinsældir þess aukast stöðugt. Ríkisstjórnin er trausti rúin. Varla að stjórnarandstaðan þori að anda á stjórnlagaráðið. Takist þeim að koma saman einhverju boðlegu eru mestar líkur á að það verði samþykkt. Hvort það breytir svo einhverju varðandi pólitíkina á eftir að koma í ljós. Pólitíkusarnir einbeita sér þessa dagana að kvótanum og í gegnum SA og ASÍ telur stjórnarandstaðan sig hafa náð einhverju taki á ríkisstjórninni útaf vegamálum. Svo er þó ekki. Ömmi og félagar eru afsleppari en svo.
Sagt er að dragi úr bensínsölu. Þessu get ég vel trúað. Sjálfur er ég farinn að keyra minna en ég gerði. Auðveldasti sparnaður í heimi er að minnka svolítið óþarfa akstur og keyra ögn sparlegar en áður. Þ.e. gefa heldur minna inn þegar farið er af stað eða hraðinn aukinn. Horfa jafnvel meira á snúningshraðamælinn en hraðamælinn sjálfan. Ef bensínverðið er nógu hátt verður sparnaðurinn þeim mun meiri. O.K., ég veit að þetta síðasta er vafasöm hagfræði en gat bara ekki stillt mig.
Mesta spennan þessa dagana er um það hvenær næsta þjóðaratkvæðagreiðsla eða almennu kosningar verða. Samkvæmt Guðs og manna lögum (eða réttara sagt gömlu stjórnarskránni) ættu næstu alþingiskosningar að verða árið 2013. Ætli það verði samt ekki næsta spenna í þessu sambandi að vita hvort Ólafur ætli að bjóða sig fram einu sinni enn til forseta eða ekki og hvort einhver þorir á móti honum ef hann býður sig fram. Svo má auðvitað búast við þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs og ESB er einhvers staðar út við sjóndeildarhringinn. Semsagt nóg að gera á næstunni en þó verður eitthvert hlé í sumar. Best að njóta þess og vera ekki að þessu eilífa sífri sem einkennir stjórnmálaumræðuna í dag.
Nú, mega þá ekki einu sinni fatlaðir leggja hér?
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Man vel eftir þeim Herði og Clausens bræðrum. Frábærir. Byrjaði að stunda Melavöllinn 1950. Oft ferlega skemmtilegt.
Ólafur Sveinsson 22.6.2011 kl. 00:29
Gaman að sjá þessa mynd af lærimeistara okkkar, Herði H. Blessuð sé minning hans. Sammála þér með stjórnlagaráðið, Þorvaldur Gylfason mun setja samfélaginu umferðarreglur til næstu áratuga. Ekki viss um að það sé slæmt per se, hinsvegar sýnist manni að nýja stjórnarskráin markist um of af stjórnlyndi, þ.e. hún verði alltof ítarleg og miðuð við þau vandamál, sem þjóðin hefur lent í upp á síðkastið. Annars verður náttúrulega að miða hana við heildarreglur Evrópusambandsins.
Ellismellur 22.6.2011 kl. 05:18
Takk, Ellismellur og Ólafur. Hef ekki miklar áhyggjur af að nýja stjórnarskráin verði of ítarleg, en meiri af því að áhrif hennar verði ekki eins mikil og margir virðast álíta. Held ekki að hún leysi nein sérstök og sértæk vandamál.
Já, Melavöllurinn var merkilegt fyrirbrigði. Ég kynntist honum þó ekki mikið.
Sæmundur Bjarnason, 22.6.2011 kl. 08:38
Þetta með stjórnarskránna. Ég er hræddur um að í henni mun lítið standa um gegnumsæi bankakerfisins, í framtíðinni. Virðist lítið rætt á þinginu. Hvort að menn vilji eða geti ekki tekið á þessu bráðnauðsynlega máli. Það brennur á okkur öllum að tekið verði á þessu.
Ólafur Sveinsson 22.6.2011 kl. 12:56
Ólafur, það er þetta með bankaleyndina og tjáningarfrelsið. Ég er hræddur um ráðinu finnist erfitt að taka á þessu í stjórnarskránni. Þessi mál kunna vel að hafa fleiri hliðar en sjást í fljótu bragði.
Sæmundur Bjarnason, 22.6.2011 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.