20.6.2011 | 00:10
1397 - Sæmundur Sigfússon
Þetta er Bakkasel á Öxnadalsheiði. Á þessum tíma var þrefað um þann bæ fram og aftur á alþingi og hann öðlaðist talsverða frægð fyrir vikið.
Í þjóðsögum er nafni minn Sigfússon oft nefndur. Engin furða er það því hann hefur áreiðanlega verið fyrirferðarmikill í íslensku þjóðlífi á sínum tíma. Um slíka menn myndast gjarnan þjóðsögur.
Tveimur sögum um hann ætla ég að tæpa á hér.
Sæmundur var eins og flestum er kunnugt sagður vera galdramaður mikill. Í vinnu hjá honum var líka sagt að væru galdarkindur ýmiss konar. Einhverntíma á heyskapartíð var mikið hey flatt í Odda og leit út fyrir rigningu. Vinnumenn hömuðust við að setja heyið í sátur og kerling ein gekk um og snerti sáturnar með stafpriki sínu og sagði um leið: Upp í garð til Sæmundar. Og ekki er að orðlengja það að sáturnar tókust á loft og svifu heim í hlöðu (sem kannski hefur ekki verið merkileg hlaða) til Sæmundar þar sem hann hamaðist við að koma þeim fyrir. Hann sá fljótlega að hann mundi alls ekki hafa við og kallaði því á Kölska og lét hann ásamt árum sínum hjálpa sér. Þannig bjargaðist heyið.
Hin sagan er þannig að einhvern tíma er sagt að Sæmundur hafi komið heim frá gegninum og í baðstofu hafi verið vinnukonur margar við tóvinnu. Sæmundur sagði um leið og hann snaraðist inn að nú væri óskastund og þær gætu óskað sér einhvers ef þær væru nógu fljótar. Þá gall við í einni:
Eina vildi ég eiga mér
óskina svo góða.
Að ég ætti synina sjö
með Sæmundi hinum fróða.
Og dæir þegar þú eignaðist þann sjöunda. Bætti Sæmundur við. Allt er þetta sagt hafa ræst eins og venjulegast er í munnmælum að þessu tagi. Meira að segja er til saga um að allir þessir synir hafi orðið prestar en hana kann ég ekki.
Mér finnst ekkert óeðlilegt við að skipta fólki í flokka eða hópa sér til hægðarauka. Mér finnst flokkaskiptingin Íslendingar vs. útlendingar eða hvítt fólk vs. litað þó vera óeðlileg skipting. Sjálfur skipti ég fólki oft með sjálfum mér þannig í hópa:
Karlar vs. konur.
hægri vs. vinstri.
opingáttarfólk vs. einangrunarsinnar.
frakkamenn vs. úlpumenn.
hundafólk vs. kattafólk.
o.s.frv. Þannig væri hægt að halda lengi áfram.
Þessi skipting finnst mér alveg eðlileg en ef ég ætti að útskýra út hörgul hvað þessi skipting þýðir og hvernig hún hefur komist á þá mundi það taka langan tíma og alls ekki er víst að allir yrðu sammála mér. Dilkadráttur af þessu tagi er alltaf vafasamur því auk alls annars þá er sífelldur þeytingur á fólki milli flokka.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Óttaleg ótugt hefur karlskarfurinn verið, að unna þessari barnsmóður sinni ekki lífs að sjöunda syninum fæddum.
Þar fyrir utan: Heim í GARÐ til Sæmundar sagði kerlingin, ekki heim í HLÖÐU. Enda voru á þessum tímaekki komnar hlöður heldur stóð heygarður við húsin, lágur torfgarður og aðeins á þrjá vegu, að mér skilst, svo ekki stæði uppi í honum bleyta. Í heygarðinum var hlaðið upp svokallað útihey, stór galti sem síðan var gefið úr yfir veturinn, borið í skepnurnar í meysum (laupum) eða pokum (sekkjum).
Sigurður Hreiðar, 23.6.2011 kl. 11:43
Ég skrifaði einmitt "Upp í garð til Sæmundar," með það í huga sem þú nefnir. Það er alveg rétt hjá þér að ekki er fallegt að óska barnsmóður sinni dauða. Þegar sex synir voru fæddir hefði hann kannski átt að láta staðar numið. Annars var Sæmundur giftur dóttur Noregskonugs og ekki trúi ég að þetta hafi verið hún. Líklega engin.
Sæmundur Bjarnason, 23.6.2011 kl. 16:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.