1396 - Óskiljanlegt

002Gamla myndin.
Hér eru Guðjón Guðjónsson frá Gufudal, Ragnar Christiansen og Siggi í Fagrahvammi. Ekki veit ég á hvaða ferðalagi við höfum verið þarna en myndin er áreiðanlega ekki tekin í Hveragerði.

Því skyldi ég vera að rembast við að blogga eitthvað á hverjum degi. Veðrið er svo gott þessa dagana að það er óttalegur spandans að vera að svonalöguðu. En ég er með tilbúnar myndir sem ég þarf endilega að koma frá mér.

Talsverðar umræður spunnust í athugasemdakerfinu við bloggið mitt í gær um sundlaugar og lengd þeirra. Þetta byrjaði allt saman með því að....... Æ, ég nenni þessu ekki. Brennið þið vitar, brennið. Ef þið nennið.

Ögmundur sonur Einars
ef að ég til þín fer.
Alfræðiorðbókin
opin er fyrir mér.

Þetta er úr Ecce homo. Kannski á ég þá bók einhvers staðar. Gæti verið þess virði að skanna 50 ára gamlar teikningar eftir Hörð Haraldsson og fleiri. Þar var mynd af hverjum og einum útskriftarnemanda. Af einhverjum ástæðum er þetta eina vísan sem ég man. Man að Hörður var svolítið að hasast upp á að teikna myndir af öllum nemendunum. Jafnvel var rætt um að hætta útgáfu ritsins. Samkomulag varð þó um að Hörður teiknaði andlit fólks en aðrir sæu svo um afganginn. Einhverjir úr hópi nemenda sáu um það. Einnig gerð vísnanna. 

Margt er mannanna bölið
og misjafnt drukkið ölið.

Svona minnir mig að eitthvert heimsósómakvæði frá sautjándu öld eða svo byrji.

Meðan Eiríkur Jónsson og Jakob Bjarnar rembast við að vera fyndnir á sínum Eyjubloggum og Harpa Hreins rembist við að salla Sögu Akraness niður þá rembist ég við að skrifa sem mest á hverjum degi. Nei annars, kannski er best að hætta núna strax. Ég er ekki í stuði. Bæ, bæ, eins og Tinna segir jafnan þegar hún fer, þó hún segi fátt annað sem skiljanlegt er venjulegu fólki.

IMG 5787Hreinsidagur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður einhver að afhjúpa þessa vitleysu (sagnaritun Akurnesinga)! Nema Skagamenn sætti sig almennt við að halda uppi með stæl atvinnulausum Reykvíkingi næstu fjórtán árin í viðbót og fá í staðinn bull á glanspappír ;)

Harpa Hreinsdóttir 19.6.2011 kl. 08:06

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, Harpa mér finnst sumt benda til þess að Akurnesingar ætli að sætta sig við þessu ósköp. Það er alls ekki vegna þess að ég vilji gagnrýna það sem þú hefur verið að gera sem ég tek svona til orða og það eru áreiðanlega margir sem eru í hjarta sínu sammála þér þó það heyrist ekki mikið frá þeim.

Sæmundur Bjarnason, 19.6.2011 kl. 08:26

3 identicon

Sko á meðan þjóðin sættir sig við gamla hjátrú og draugasögu sem hornstein og þjóðtrú íslands, pungum út milljörðum árlega í hana, þá er þetta nú ekkert tiltökumál að fá eitthvað rugl sem sögu bæjarfélags

DoctorE 19.6.2011 kl. 09:34

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, og svo er bókin falleg skilst mér og jafnvel eitthvað að marka sumt sem þar stendur. Allt er relativt og hver og einn ákveður með sjálfum sér hvernig hann metur hlutina.

Sæmundur Bjarnason, 19.6.2011 kl. 09:55

5 identicon

Kærar þakkir Sæmundur.

Þessi mynd mátti svo sannarlega koma fram. Er þetta ekki Christiansens jeppi? Ekki man ég númerið en Gufudalsjeppi hefur sennilega haft lægra númer.

Jóhannes F Skaftason 19.6.2011 kl. 13:32

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Jú, Jóhannes ég gæti vel trúað því. Raggi er talsvert bílstjóralegur þarna. Líklega væri vel hægt að fletta því upp fyrst númerið sést svona vel.

Sæmundur Bjarnason, 19.6.2011 kl. 13:40

7 identicon

Kortin í Sögu Akraness eru gullfalleg og ljósmyndir Friðþjófs Helgasonar líka. Hins vegar finnst mér almennt útlit frekar ljótt: Þegar ægir saman mismunandi stafagerð (einu sinni kallað "fontafyllerí") og myndum innan um hver úr sinni áttinni verður útkoman smekklaus hrærigrautur. Því miður. Örugglega er eitthvað af því sem í bókinni stendur satt enda hafa báðar aðaluppgötvanir sagnaritarans margoft komið fram áður ;)

Harpa Hreinsdóttir 19.6.2011 kl. 15:51

8 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Harpa og þið öll. Mikið er ég ánægður að einhverjum skuli finnast taka því að kommenta á mín blogg. Mér finnst einhvern vegin eins og svona komment séu varanlegri en það sem fer á fésbókina. Sennilega er það vitleysa og ég viðurkenni alveg að vilji maður ná til sem flestra á stuttum tíma hentar hún ágætlega. Þar eru allir og næstum vandalaust að skilgreina hverja maður vill sjá. Svo eru sumir eins og ég að festast í einhverju eins og Moggablogginu. Get bara ekki að því gert.

Sæmundur Bjarnason, 19.6.2011 kl. 18:01

9 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Tek undir gagnrýni á fésbókina. Mér finnst hún barnaleg. Þetta sem þar kallast statusar eru yfirleitt ómarkvissar glefsur í símskeytastíl og koma engan veginn í staðinn fyrir eðlileg samskipti fólks. Mér finnst taka því að gera athugasemdir við blogg ef eitthvað í þeim gefur tilefni til annað hvort andmæla eða styrkingar við það sem þar kemur fram. -- Stundum getur blogg verið ágætt þó maður finni enga hvöt til að gera vart við sig þar -- þá er það yfirleitt annað hvort lítið afgerandi eða umræðuefnið ekki áhugavert að mati mögulegs skrifara athugasemda. -- En nú er forvitni mín vakin að skoða sögu Akraness -- staðar sem mér hefur hingað til þótt sneyddur flestu áhugaverðu.

Sigurður Hreiðar, 19.6.2011 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband