18.6.2011 | 00:03
1395 - Gamlar myndir
Þessi mynd er líklega tekin á sjómannadaginn hér í Laugardalnum. Þetta var á sínum tíma kallað stakkasund og var nokkuð vinsælt.
Já, það er talsverð fyrirhöfn að skanna myndir. Hef samt skannað nokkrar gamlar myndir og ætti ekki að verða uppiskroppa á næstunni. Sumar af myndunum hef ég áreiðanlega tekið sjálfur en ekki allar. Eitthvað hef ég líka birt áður á blogginu mínu af gömlum myndum. Þær ættu að vera aðgengilegar í albúmunum hér á Moggablogginu. Nýlegu myndirnar er auðvitað líka nokkur fyrirhöfn að undirbúa fyrir birtingu hér á blogginu en ég er orðinn svo vanur því að mig munar lítið um það. Að birta eina gamla mynd og eina nýja á hverjum degi er samt talsverður handleggur.
Þau tvö dómsmál sem hæst ber um þessar mundir eru tvímælalaust málaferlin gegn Geir Hilmari Haarde fyrir landsdómi og kæra Gunnlaugs M. Sigmundssonar gegn Teiti Atlasyni útaf umfjöllun hans um Kögunarmálið svokallaða. Ég ætla að fjalla svolítið um bæði þessi mál. Þ.e. hvernig þau horfa við mér.
Mér finnst Geir Haarde vera sekur um það sem hann er sakaður um. Vel má halda því fram að óheppilegt sé að hann skuli einn vera fyrir landsdómi. Það á þó ekki að hafa áhrif á niðurstöðu dómsins. Hvað málalok snertir skiptir í raun engu hvort aðrir eru ákærðir jafnframt. Sekt eða sakleysi hans er nákvæmlega jafnmikil hvort heldur sem er. Málshöfðunin er að því leyti pólitísk að alþingi ákærir í málinu. Ekki er hægt að halda því fram að niðurstaða landsdómsins verði pólitísk af því einu. Engin ástæða er til að ætla að dómarar þeir sem skipa landsdóminn láti annað en lögin ákveða sekt eða sýknu.
Kem ég þá að Kögunarmálinu. Mér er með öllu óskiljanlegt hvers vegna Gunnlaugur kærir í því máli. Upprifjunin á málsatvikum er öll Gunnlaugi í óhag. Þetta er ljótt mál og mér er í fersku minni þegar það var sem mest í umfjöllun fjölmiðla. Hlutur Gunnlaugs hefur fremur versnað en hitt með árunum. Þó hann hafi sloppið við refsingu á sínum tíma er nær öruggt að mál þetta mundi fá aðra meðferð ef það kæmi til meðferðar dómstóla nú. Reyndar er óljóst hvað það er nákvæmlega sem Gunnlaugur kærir Teit fyrir og málsaðilar virðast hafa lítinn áhuga á að ræða það. Eftir stendur að ómögulegt er að Gunnlaugur græði annað á þessu máli en mögulega að valda Teiti umtalsverðum útgjöldum og fyrirhöfn.
Rætt er um hundabann í sambandi við hátíðahöld. Ég er frekar á móti hundum en með köttum. Þetta er bara eitthvað sem fólki er meðfætt held ég. Auðvitað fara engir með köttinn sinn niður í bæ á 17. júní enda vilja kettir ekki vera í bandi. Hundaeigendur flestir halda að sinn hundur geri aldrei flugu mein. En hver á að dæma um hvort hundur er hættulegur eða ekki? Ég vil láta þá sem hræddir eru við hunda gera það.
Allt er vænt sem vel er grænt.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Athyglisverð pæling hjá þér um réttarhöld, eðli þeirra tilgang og afleiðingar. Ég hygg um sumt líkt á komið með réttarhöldum yfir Teiti og Geir; verði þeir sekir fundnir er eini áþreifanlegi árangurinn sá að þeim hefur verið valdið talsverðum útlátum og fyrirhöfn. Gunnlaugur græðir ekkert og þjóðin ekki heldur.
Sigurður Hreiðar, 18.6.2011 kl. 11:28
Ekki held ég að það sé hægt að setja þjóðina alla undir einn hatt að þessu leyti. Hvort meiri hluti þjóðarinnar sættir sig við (telur sig græða á því) að Geir Haarde verði sekur fundinn getur hæglega orðið pólitísk spurning.
Sæmundur Bjarnason, 18.6.2011 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.