13.6.2011 | 00:05
1390 - Biskupsfórn
Þetta er greinilega sundlaugin í Laugaskarði.
Já, ég hef trú á að hann segi af sér núna. Biskupinn meina ég. Það er ekki margt annað hægt að gera. Hann er ónýtur sem kennimaður. Þar með er ekki sagt að þeir sem öllu ráða á landinu séu hættir að stjórna. Ríkisstjórnin ræður litlu. Ríkidæmið og hefðirnar ráða mestu eins og allir vita.
Enn einn frídagurinn er framundan. Ég verð einhvernvegin að hafa ofan af fyrir mínum lesendum. Þetta er víst hámark gorgeirsins og sjálfhverfunnar! Jæja, sama er mér. Eitthvað verð ég að skrifa. Hvort sem það verður mikið eða lítið. Ég er búinn að venja mig á þetta.
Það má ekki minna vera en ég bloggi svolítið um stjórnlagaráðið. Sé ekki betur en endirinn verði sá að þau komi sér saman um ágætan texta. Kannski verða svona tvær aukaspurningar sem ekki verður ráðið fram úr. T.d. um trúmál og framsal fullveldis.
Það þýðir væntanlega að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði þreföld. Í fyrsta lagi um stjórnarskrána sjálfa. Þvínæst um hvort kristni yrði áfram ríkistrú og að lokum um inngönguna í ESB.
En koma þarf tillögum stjórnlagaráðs í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar kemur pólitíkin í spilið. Ekki er samt útilokað að það takist. Sú atkvæðagreiðsla gæti hugsanlega orðið í lok þessa árs eða svo.
Á margan hátt má segja að lífeyrissjóðirnir stjórni ríkisstjórninni og séu þar með valdamestu aðilarnir á landinu. Eiga einhverjir peninga aðrir en lífeyrissjóðirnir? Settu ekki útrásarvíkingarnir landið á hausinn með peningum? Nú, eða peningaleysi? Eiga bankarnir sig sjálfir? Hvar er séstakur og hvað er hann að gera?
En hverjir stjórna lífeyrissjóðunum? Eru það atvinnurekendur eða verkalýðsrekendur? Er það kannski leyndarmál einsog flest annað hér á landi? Er það leyndarmáladeild tölvunefndar sem ákveður hvað skuli vera leyndarmál? Hver er leyndarmálaráðherra þar? Svona mætti halda endalaust áfram.
Bíð eftir frekari fréttum að gagnaflutningsmálum. Ef málið er að lækka verðið á gagnaflutningum ber að gera það ekki seinna en strax. Einhverja hagsmuni er verið að vernda með þessu Farice-máli. Við viljum fá allt uppá borðið nú þegar. Jóhannes er að gera góða hluti í Kastljósinu. Ég treysti honum betur en mörgum öðrum.
Þegar ég kom heim áðan sá ég að athugasemdir voru óvenju margar við bloggið mitt. Út af þeim má leggja og verður kannski gert seinna. Ég er samt alveg hættur við að fara til Kína. Hef svosem ekki ráðgert það, en langaði. Þakka ykkur fyrir athugasemdirnar. Þó ég geti ekki allra sérstaklega þá eru þær þegnar með þökkum. Fer ekki ofan af því að kommentin eru sál bloggsins en það sem sagt er á fésbókinni fer í glatkistuna gaflalausu. Gat ekki stillt mig um að hnýta í hana.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Gaman að sjá þessa gömlu mynd, Sæmi.
Það var einmitt Laugarskarð sem gerði mig að "vatnssjúklingi", það eina sem ég verulega sakna frá Íslandi eru allar þessar frá bæru sundlaugar og heitu pottarnir.
Ekkert í heimi kemst á hálfkvist við íslensk laugarböð.
Karl Johannsson 13.6.2011 kl. 12:16
Já, Kalli ég man vel eftir því að ég sótti sundlaugina mikið á sínum tíma. Þótti alls ekki neitt mikið að fara tvisvar til þrisvar á dag í laugina.
Sæmundur Bjarnason, 13.6.2011 kl. 12:48
tek heilshugar undir með Karli.. það EINA sem ég sakna frá íslandi eru sundlaugarnar..
Óskar Þorkelsson, 13.6.2011 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.