8.5.2011 | 00:05
1354 - Lygasaga
er frá Kalla Jóhanns og er af honum við veiðar. Ekki er að fullu upplýst hvar þetta er.
Þetta er óviðunandi. Það er langt liðið á laugardaginn og ég er hvorki búinn að né byrjaður á að semja blogg morgundagsins.
Mér finnst helvíti hart að ég skuli ekki geta skrifað smá sögukorn til að setja á bloggið mitt. Reyni aftur. Í þetta skipti er ég að hugsa um að fara í ferðalag til Vestfjarða. Nánar tiltekið á Hornstrandir. Þangað hef ég tvisvar komið. Þessi frásögn á samt ekki að vera um það. Heldur er um fullkomlega ímyndað ferðalag að ræða.
Mér hefur alltaf þótt mikið til fáránleikans koma. Þess vegna verður þessi frásögn svolítið fáránleg.
Það var komið fram desember og við biðum kvölds til að geta notið myrkursins á leiðinni. Við vorum staddir á Ísafirði að kaupa gull. En eins og allir vita hefur mikið fundist af gulli þar um slóðir. Búið var að loka öllum helstu gullbúðunum og ekki hægt að gera ráð fyrir að þær yrðu opnaðar aftur fyrr en að nokkrum dögum liðnum. Þess vegna ákváðum við að skreppa til Hornvíkur því frést hafði að þar hefðu sést fljúgandi kanínur.
Talið var víst að kanínur þessar væru með gervitennur úr gulli. Auðvitað hefðum við getað látið flugvél flytja okkur í Hornvíkina en okkur þótti meiri stæll á því að fara þangað á galdraprikum.
Þess vegna var það sem við brenndum niður að höfn því þar var galdraprikasala ríkisins til húsa. Gústi var eilítið á undan mér á loft en ekki munaði miklu og þrátt fyrir snjókomuna sá ég alltaf til hans. Við flýttum okkur nú sem mest við máttum til Hornvíkur.
Þegar þangað kom voru kanínurnar farnar að sofa sem eðlilegt var. Við urðum því að bíða birtingar því kanínurnar vildu ekki láta vekja sig og voru ákveðnar í að sofa framundir hádegi.
Þegar til kom vildu þær svo ekki láta gullið. Við fórum þess vegna áfram til Furufjarðar því þar hafði frést af silfri hafsins sem eins og allir vita er útbíað í silfri. Þegar við komum þangað hafði síldin öll gengið á land svo við þurftum ekki annað en að skafa silfrið af hreistrinu.
Settum það svo í poka sem við höfðum meðferðis og snerum aftur til Ísafjarðar. En af því að silfrið sem við þurftum að taka með okkur til að græða nóg á ferðinni var svo þungt urðum við að skríða með jörð næstum alla leiðina til baka. Rétt gátum lyft okkur yfir Skorarheiðina og fórum svo út allt djúpið fáeina metra yfir sjó. Þannig varð þessi ferð eftirminnilegri en annars hefði orðið.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Við dreymum báðir sem Salvator Dali.
Ólafur Sveinsson 8.5.2011 kl. 00:23
Já, það eru margar myndir eftir hann skemmtilegar.
Sæmundur Bjarnason, 8.5.2011 kl. 08:06
„Við dreymum báðir“?
Hvað ætli þetta þýði? Ætli maðurinn hafi ætlað að skrifa: „Okkur dreymir báða…“?
Spyr bara af því ég dreymi aldrei neitt. Mig bara dreymir.
Sigurður Hreiðar, 8.5.2011 kl. 11:51
Sá þetta um leið og það fór. Óþarfa athugasemd.
Ólafur Sveinsson 8.5.2011 kl. 13:42
Óþörf var hún ekki, úr því þú hirtir ekki um að leiðrétta hana strax sjálfur.
Sigurður Hreiðar, 8.5.2011 kl. 15:11
Ég hélt að það væri einkaréttur Sæmundar að hirta menn, á síðu sinni?
Ólafur Sveinsson 10.5.2011 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.