6.5.2011 | 00:06
1352 - Myndir og fleira
Gamla myndin.
Hér er Kiddi Antons í öllum herklæðum. Myndina tók ég sennilega árið 1957 og það er barnaskólinn sem er í baksýn.
Eins og flestir sem lesa bloggið mitt hafa eflaust tekið eftir þá leiðist mér fésbókin skelfilega. Mest hugsa ég að það sé vegna frekjunnar í henni. Allan fjandann vill hún vita og er sífellt að spyrja um leyfi til að gera þetta eða hitt. (Samþykki aldrei neitt) Svo skil ég hana ósköp illa. Fatta ekki einusinni hvernig einföldustu aðgerðir koma út. Það getur verið að fleiri séu líkir mér að þessu leyti því flest þarna virðist vera afskaplega tilviljanakennt. Þar að auki virðist hún dreifa vírusum alveg villivekk.
Gallinn við mína bloggstarfsemi er að fréttbloggsáráttan er aldrei langt undan. Mér finnst að bæði Bin Laden og Bangsi Bangsason séu að trufla mig núna. Gaddafi hefur að vísu næstum þagnað en það er sennilega blessuðum fréttamiðlunum að þakka. Svo er meira að segja verið að reyna að vekja áhuga minn á kjaraviðræðum og jafnvel pólitík. Svei því öllu saman.
Þegar ég skoða gamlar myndir sé ég að ævi mín hefur verið ansi kaflaskipt. Eftir að náminu lauk við Miðskólann í Hveragerði var ég í litlu sambandi við skólafélaga mína þar. Þá var líka ekkert blogg og engin fésbók. Hvað sem segja má um þessi nútímafyrirbrigði þá auðvelda þau mjög öll samskipti. Síðan rofnuðu samskiptin við alla (eða flesta) sem ég hafði kynnst á Bifröst. Svo hætti ég að heyra nokkuð frá þeim sem ég kynntist á Snæfellsnesi, svo í Borgarnesi o.s.frv. Líklega er þetta bara eðlilegt og ber engan vott um að ég sé eitthvað skrýtinn.
Fékk eitt sinn ljósmyndadellu þegar ég var unglingur. Þessvegna er dálítið einkennilegt að ég skuli ekki eiga fleiri myndir frá þessum tíma. Man að ég keypti mér græjur til að geta framkallað og kopierað sjálfur. Paterson var tegundin og ég keypti þetta dót hjá Hans Petersen. Meira að segja stækkara líka seinna meir og vel getur verið að ég eigi einhvers staðar í drasli eitthvað frá þessum tíma.
Eins og sjá má af athugasemdum með síðasta eða næstsíðasta bloggi mínu eru sumir (sem ekki eru Moggabloggarar) í vandræðum með að athugasemdast hjá yfirstéttinni. Þetta er ekki nógu gott og þyrfti að athuga betur. Sumir komast reyndar yfir þessa fötlun með tímanum en samt sem áður er þetta vandamál.
Sumir (jafnvel Moggabloggarar líka) nærast nefnilega á því að fá sem flestar athugasemdir. Auðvitað er ég ekki svona, en samt...
Betra er að setja vísurnar sínar í blogg en týna þeim alveg. Sérstaklega ef manni finnst þær sæmilegar.
Bældur er bíllaus maður
og brotið hans sjálfsálit.
Aldrei hann gerist glaður
því gamanið hans er strit.
Þetta vísukorn setti ég saman í morgun af engu sérstöku tilefni. Spakmælið Blindur er bóklaus maður" kom bara til mín svona óforvarendis og ég sneri því svolítið á haus og prjónaði við það.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Best að líta á Facebook sem nútímaljóð: "A Poem should not mean / but be". Borgar sig ekki að reyna að skilja FB. Bara nota hana. Og aldrei aldrei aldrei að smella á neina "sniðuga" könnun eða álíka link frá FB-vinum!
Í og með er ég að athuga hvort ég fæ nýja táknmynd með nýrri IP-tölu :) En færslan er fín og ég er mjög hrifin af gömlu myndunum sem þú ert að birta nú um stundir, sem og öllum æviminningum (held ég hafi nefnt það áður). Og svo bara almennt og yfirleitt áreynslulausum og yfirlætislausum bloggstíl.
Harpa Hreinsdóttir 6.5.2011 kl. 12:01
Takk, Harpa. Ég sé ekki betur en þú sért komin með þína eigin táknmynd hérna. Verst að hún skuli vera blá. Við það verður samt að una. Þetta er greinilega sama myndin og síðast. Hef bara aldrei spekúlerað í þessu fyrr. Nú fer ég semsagt að gera það. Man að Ólafur Gíslason er alltaf grænn. Eða það minnir mig.
Sæmundur Bjarnason, 6.5.2011 kl. 15:40
Meinti víst að Ólafur Sveinsson er alltaf grængulur. Annars er þetta merkilegt. Sennilega sérstakt rannsóknarefni.
Sæmundur Bjarnason, 6.5.2011 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.