22.4.2011 | 00:17
1338 - Góði Frjádagur
Gamla myndin
er af Bjössa þar sem hann lætur eins og hann hafi einn og sjálfur mokað snjóinn af tröppunum.
Nú þarf ég að grafa dýpra. Skannaði einhverjar síður úr gamla myndaalbúminu mínu um daginn og síðan er ég búinn að vera að skera þær myndir og laga aðeins til. Eitthvað er eftir en þegar ég er búinn að birta þær hendi ég þeim en læt þær vera í Moggabloggsalbúminu og frumritsalbúminu. Samþykkt? Það þýðir ekkert fyrir neinn að mótmæla.
Bráðum verður hætt að bera út póst til mín. Það er mjög gott. Yfirpóstkallinn sagði í fréttum að öllum hefði verið sent bréf um að merkja með nafni bréfarifur og póstkassa. Ekki hef ég fengið slíkt bréf. Ef haldið verður áfram að bera út ómerkta ruslpóstinn finnst mér verið að gera ruslpóstframleiðendum hærra undir höfði en okkur pöplinum en líklega mun ég sætta mig við þetta eins og flest annað.
Ég er ekkert ónæmur fyrir fréttum sem rata í blessað sjónvarpið eða á netið þó ég sé sífellt að hnýta í fréttaskýringarblogg. Sá einhvers staðar í fréttum að verið er að safna undirskriftum um að biðja ÓRG að skrifa ekki undir fjölmiðlafrumvarpið nýja. Fór á vefsetrið þar sem þeim undirskriftum er safnað en skrifaði ekki undir enda eru svo fáir búnir að því. Skoðaði líka lista yfir þá fjölmiðla sem að þessu standa. Þar brilleruðu Mogginn og DV með fjarveru sinni og svo ætlaði ég að skoða eitthvað lögin sjálf en fékk þá yfir 300 blaðsíðna pdf-skjal svo ég gafst upp.
Munurinn á mér og Hallgrími Helgasyni er sá að þó mér detti oft ýmsir orðaleikir og útúrsnúningar í hug þá næ ég ekki nema stundum að skrifa þá niður. Ef ég geri það rata þeir stundum í bloggið mitt seinna meir. Jú, og einn annar smámunur er á okkur, hann er rithöfundur og málari en ég er hvorugt. Bara vesæll bloggari.
Nú er Gísli hlaupari hættur lénstandi sínu og skrifar bara á málbeinid.wordpress.com en ekki lengur á malbein.net eins og hann gerði. Mun samt halda áfram að fylgjast með skrifum hans og ráðlegg öðrum það líka að sjálfsögðu. Þegar ég verð rekinn af Moggablogginu ætla ég að taka mér hann til fyrirmyndar og fara á Wordpress.com.
Þegar ég skoða bloggið mitt sýnist mér að ekki sé hægt að skrifa athugasemdir nema einhvern ákveðinn tíma við bloggskrifin en endalaust við myndirnar. Þetta sýnir bara hver mikill Moggabloggari ég er. Alltaf er ég eitthvað að stússa þar en þori þó ekki að breyta útlitinu á blogginu mínu. Þetta er mín saga. Ég er íhaldssamari á sumt en góðu hófi gegnir en samt finnst mér sjálfum að ég sé með afbrigðum frjálslyndur. Líklega er ég það á sumt.
Nú er föstudagurinn langi byrjaður í öllu sínu veldi þegar þú lest þetta. Í tilefni af því hef ég kappkostað að hafa þetta blogg bæði langt og leiðinlegt. Þannig eiga hlutirnir að vera á þessum degi. Aðalspurningin hjá mörgum er hvort óhætt sé að byrja á páskaegginu. Sumir segjast líka reikna með að fá mörg og þess vegna veiti ekki af að byrja í tæka tíð.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
gleðilega páska
Óskar Þorkelsson, 22.4.2011 kl. 08:37
Sömuleiðis, Óskar og þið önnur sem eigið eftir að rekast hingað inn.
Sæmundur Bjarnason, 22.4.2011 kl. 09:25
Nothæfur NH3 kútur. Gleðilega frídaga.
Ólafur Sveinsson 22.4.2011 kl. 13:52
Þó að það þýði ekkert ætla ég samt að mótmæla kæri frændi. Maður hendir ekki gömlum myndum enda taka þær ekkert pláss en líst vel á að fá þær á vefinn. -b.
Bjarni Harðarson, 22.4.2011 kl. 14:37
Ég meinti þetta alls ekki þannig Bjarni. Ég meinti að ég henti því sem ég skannaði því bæði má búast við að það verði betur gert síðar og e.t.v. betri forrit. Frumritin geymi ég að sjálfsögðu. Skönnuðu myndirnar sem ég set á Moggabloggið minnka ég ekki neitt og þessvegna eru þær a.m.k. jafngóðar þar og þær sem ég hendi. Hendingarnar eru einkum til að ég ruglist ekki í hvað er búið að setja upp.
Sæmundur Bjarnason, 22.4.2011 kl. 15:08
Ólafur, Hvað er NH3 kútur? Ég er ekkert sérstaklega vel að mér í efnafræði og ef til vill ekki aðrir lesendur heldur. Gleðileg páska.
Sæmundur Bjarnason, 22.4.2011 kl. 15:12
Kúturinn er hluti af frystikerfi, sem notar NH3 (ammoníak).
Ólafur Sveinsson 22.4.2011 kl. 15:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.