1332 - Ýmsar pælingar

skolaskemmtunGamla myndin
er líklega tekin á skólaskemmtun í hótelinu í apríl 1958. Mér sýnast vera á henni: Þórhallur Hróðmarsson (hálfur), Jónas Ingimundarson, ?? (kannski Hróðmarsson líka) Heiðdís Gunnarsdóttir og Margrét Sverrisdóttir.  

Einn af þeim leikjum sem við krakkarnir fórum stundum í var nefndur „fallin spýtan". Spýturæksni var látið standa upp við húsvegg. Sá sem var hann grúfði sig hjá spýtunni og taldi upp að einhverju ákveðnu en hinir földu sig á meðan. Síðan átti viðkomandi að leita að öllum. Fyndi hann einhvern átti hann að reyna að vera á undan honum að spýtunni og segja eitthvað sem ég man ekki hvað var. Hinn átti að sjálfsögðu að reyna að fella spýtuna áður en sá sem var hann komst að henni. Fremur sjaldan var farið í þennan leik og ég man ekki nákvæmlega reglurnar.

Allskonar boltaleikir voru algengir. Ef fáir voru til staðar var algengt (einkum hjá stelpum) að henda bolta í vegg með ýmsu móti (t.d. yfirhandar eða undirhandar, með því að fara með hendina aftur fyrir bak, undir fótinn eða eitthvað) og grípa síðan afur. Fyrst átti að henda einu sinni, síðan tvisvar o.s.frv. Mistækist að grípa tók sá næsti við.

fossGríðarlegur fjöldi mynda er settur á fésbókina þessa dagana. Mest gaman finnst mér að skoða gamlar myndir, einkum ef þær eru af einhverjum sem maður þekkir. En hvað með gamlar landslagsmyndir? Eins og þessa hérna. Ég er viss um að hún er tekin fyrir 1960 (apríl 1959 líklega) en er hún eitthvað merkilegri fyrir það? Ekki finnst mér það vera.

Af hverju er fólk að þreyta sig á þessu pólitíska jagi? Það er ekkert allt að fara til fjandans. Auðvitað var það vanhugsað frumhlaup hjá Bjarna að flytja þessa vantraustsstillögu. Það er auðvelt að sjá það eftirá. Ríkisstjórnin veikist þó jafnt og þétt. Þau skötuhjúin Jóhanna og Steingrímur þurfa að fara að grípa til einhverra ráða. Mér finnst skrýtið að fólk sem komið er til vits og ára átti sig ekki á raunverulegu eðli Sjálfstæðisflokksins.

IMG 5131Mislitar flöskur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

gman að lesa þessar upprifjanir á leikjum frá ígamla daga.. þessa leiki lék maður líka á árunum 1967-1975.

Óskar Þorkelsson, 16.4.2011 kl. 07:55

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, en þó manni finnist leikirnir ómerkilegir núna er kannski fróðlegt að bera þá saman við leikina sem tíðkast í dag. Einhverjir gera það.

Sæmundur Bjarnason, 16.4.2011 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband