30.3.2011 | 00:04
1314 - Icesave og leikfimi
Sé ekki að Bjarni Benediktsson slái sér upp á því að tala um Líbýu. Aðkoma Íslands að því sem þar gerist er ekki á neinn hátt lík aðkomu Íslands að Íraksstríðinu. Í fyrsta lagi er það í gegnum Nato en ekki þjónkun við Bandaríkin. Í öðru lagi er það einnig í samræmi við samþykkt Öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna og í þriðja lagi eru Íslendingar bara örþjóð og ráða engu um alþjóðastjórnmál.
Nei, ég held að Bjarna væri nær að einbeita sér að Icesave. Á margan hátt er hann búinn að koma sér í þá stöðu að hann tapar manna mest á nei-i. Bjarni segir samt heldur fátt þessa dagana um málið.
Hlusta stundum á Útvarp Sögu. Einkum á Pétur Gunnlaugsson. Hann er vel að sér um marga hluti. Mjög áheyrilegur þó hann sé með mikla Glistrup komplexa og telji sjálfum sér trú um að Útvarp Saga sé mjög áhrifamikil. Verst að það skuli næstum alltaf vera þeir sömu sem hringja í hann og sumir þeirra eru hálfleiðinlegir. Reyndar hefur Útvarpi Sögu farið fram að undanförnu og eflaust hlusta margir frekar á hana en tónlistarsíbyljuna.
Stjórnlagaráðið virðist ætla að fara vel af stað. Að ekki skuli fleiri hafa gengið úr skaftinu er til bóta. Vonandi tekst þeim að koma með eitthvað bitastætt.
Pólitísku þrefi lokið.
Las í gær frásögn Hörpu Hreinsdóttur um leikfimikennslu á Laugarvatni. Upplifum mín af leikfimikennslu þónokkru fyrr (líklega 1953 - 1957) var á margan hátt svipuð. Þó var Hjörtur leikfimikennari skemmtilegur og kenndi ýmislegt annað en leikfimi og sund og fórst það vel úr hendi. Leikfimitímarnir voru samt næstum eintóm þjáning.
Ef okkur gekk vel að komast í gegnum æfingarnar fengum við stundum að fara í leiki síðari hluta tímans. Aðallega höfðingjaleik svokallaðan sem mér skilst að sé líkur því sem kallað er brennó núna.
Smíðin var líka óttalega leiðinleg. Mest vegna þess að ég koma aldrei neinu í verk. Benedikt Elvar kenndi a.m.k. einn vetur. Hann var dálítið drykkfelldur minnir mig. Einhvertíma bundu strákarnir hann víst við hefilbekkinn. Annars var talsvert af vélum í smíðasalnum, sem reyndar var beint undir leikfimisalnum og jafnstór. Þann vetur sem Benedikt Elvar var notaði ég aðallega til að saga út hjól sem við (Ásgeir Jónsson og fleiri) notuðum á bílana okkar.
Þó mér leiddist í leikfimi og væri lélegur þar var sundið miklu betra. Eiginlega bara alveg ágætt. Enda var ég þar með þeim bestu. Kunni vel að synda og þurfti lítið sem ekkert að fara í gegnum allar þessar heimskulegu æfingar með sundtökin. Man ekki eftir að hafa verið kennt neitt að taka þau. Buslaði bara einhvern vegin og mest í kafi til að byrja með, en komst fljótlega uppá lag með að láta mig fljóta við yfirborðið. Gat samt vel synt í kafi ef því var að skipta.
Hér er sérstakur útbúnaður fyrir þá sem vilja kasta sér í sjóinn. Eins og sjá má er búið að fjarlægja björgunarhringinn. Lokað á kvöldin.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.