1311 - Jón Sigurđsson

Bara (eđa a.m.k. ađallega) vegna ţess ađ fyrirsögnin hjá mér í fyrradag var nafn (ađ vísu nokkuđ frćgt) fékk ég mun fleiri heimsóknir en vanalega. Ég er ađ hugsa um ađ láta ţetta blogg heita Jón Sigurđsson.

Sumir bloggarar hamast viđ ađ svarthvítta allt sem ţeir skrifa um og sjá hlutina sjaldan í réttu ljósi. Međ ţví ađ segja viđ alla (sjálfa sig líka) ađ annađhvort verđi ađ gera hlutina svona eđa hinsegin lenda ţeir fljótlega í tómu tjóni. Flest mál hafa nefnilega margar hliđar en stundum verđur samt ađ velja á milli tveggja möguleika.

Icesave-andstćđingar hafa t.d. alls ekki rangt fyrir sér ađ öllu leyti. Ekki verđur ţó hjá ţví komist ađ segja annađ hvort já eđa nei í ţjóđaratkvćđagreiđslunni sem nálgast nú óđfluga. Aumingjalegt verđur ađ sitja ţá heima eđa gera atkvćđi sitt ógilt.

Annars dettur mér í hug ađ Bjarni Benediktsson tapi líklega meiru í ţessari ţjóđaratkvćđagreiđslu en margir stjórnmálamenn ađrir hvernig sem hún fer. Skođanakannanir benda nefnilega til ađ fleiri sjálfstćđismenn fylgi Davíđ en Bjarna í Icesave-málinu. Auđvitađ setur ríkisstjórnin talsvert ofan ef nei-menn sigra. Á samt ekki von á ađ hún segi af sér ef svo fer.

Hundleiđist ađ skrifa um stjórnmál. Ţađ er samt mjög auđvelt ţví ţau eru svo síbreytileg. Auđvitađ gćti ég svosem skrifađ um Líbýu-máliđ eđa ástandiđ í Miđausturlöndum yfirleitt en ţori varla ađ hćtta mér í slíkt ţví ekki er ađ vita nema Villi í Köben rjúki upp. Hann ţykist allt vita og sérstaklega ţó um Ísraelsmenn og Miđausturlönd. Annars virđast Ísraelsmenn hafa veriđ fremur spakir ađ undanförnu og vinstri menn hafa lítiđ á ţá minnst. En mér leiđast fréttablogg líka. Um hvern ţremilinn á ég ţá ađ skrifa? Sennilega skrifa ég alltof mikiđ og alltof oft. Stundum finnst mér samt ađ ég skrifi of lítiđ.  

Um ţessar mundir er ég ađ lesa bókina „Sál og mál" sem er safn greina eftir Ţorstein Gylfason. Ţorsteinn hefur veriđ afar skarpur penni. Hann minnist međal annars á bókina „Mannbćtur" eftir Steingrím Arason. Ég man ađ ţá bók sá ég einhvers stađar á bókasafni fyrir margt löngu. Nú er hún eflaust raritet mikiđ og lesin af fáum. Nasistarnir í Ţýskalandi komu miklu óorđi á ţađ sem ţar er rćtt um.

Víđa um lönd tíđkuđust ţó vananir og afkynjanir hverskonar um og fyrir miđbik síđustu aldar. Flestir skammast sín auđvitađ fyrir slíkt núna. Ţorsteinn telur ađ ţćr mannlegu kynbćtur sem rćtt var um og reynt ađ framfylgja víđa og mćlingarárátta  sú sem einkenni greindarvísitölustagliđ og raunar öll félagsvísindi og sérstaklega sálfrćđi valdi međal annars ţjóđrembu ţeirri og kynţáttafordómum sem tröllríđa öllu uppeldisstarfi. Börnin séu nefnilega varnarlaus gagnvart okkur fullorđna fólkinu.

Fésbókin er ruslasöfnunartćki. Hef tekiđ eftir ţví ađ fésbókartakkar birtast núorđiđ út um allt. Varast ber ađ ýta á slík tól. Mér sýnist ađ ţau valdi ţví ađ heilu greinarnar (eđa linkar á ţćr), myndir og allt mögulegt fari rakleiđis á fésbókina (hvađ eftir annađ ţessvegna) eins og nóg sé ekki af slíku ţar fyrir.

Fésbókin er reyndar lík blogginu ađ mörgu leyti og virđist hafa tekiđ viđ hlutverki ţess. Býđur líka upp á mun fleiri möguleika og sumir nýta sér ţá en ađrir eru greinilega međ öllu hćttir ađ fara á fésbókina. Augljós galli er ađ eiga marga fésbókarvini ţví ţeir virđast ekki mega hreyfa sig án ţess ađ ţú fáir tilkynningu um ţađ. Ef ţú ferđ svo sjálfur ađ tjá ţig međ eigin veggjaskrifum eđa athugasemdum viđ annarra ţá er fjandinn laus.

Steini Briem aka* Oliver Twist virđist hafa veriđ međ fyrstu mönnum hér á landi til ađ átta sig á hinu raunverulega eđli fésbókarinnar. Hann á nćrri 5000 fésbókarvini og klikkar greinilega á alla fésbókartakka sem hann sér en nennir ekkert ađ blogga núna ţó hann sé undrabarn. Athugasemdast kannski einhvers stađar en ekki hjá mér. Jónas Kristjánsson er duglegur viđ ađ vísa á sitt blogg á fésbókinni en takmarkar sig ađ mestu viđ ţađ og ţau umrćđuefni sem ţar eru.

Eitt sinn las ég frásögn úr frelsisstríđi Bandaríkjanna (frekar en ţrćlastríđinu) ţar sem andstćđir herir höfđu komiđ sér fyrir á sitthvorum enda allstórrar grasflatar í undirbúningi bardaga. Áhorfendur komu sér fyrir til hliđar og svo hófst bardaginn og menn voru drepnir međ miklum tilţrifum.

Sjálfur horfi ég oft ţessa dagana á útsendingar frá Líbýustríđinu á Sky News eđa CNN og fć óneitanlega oft ţá tilfinningu ađ ég sé áhorfandi af sama tagi og ţeir sem komu sér vel fyrir viđ grasflötina í Bandaríkjunum undir lok átjándu aldar. Ógeđ er eina orđiđ sem getur lýst ţessu.

*aka = also known as

IMG 5021Leiktćki.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Ţór Kolbeinsson

Höfum viđ ekki rétt fyrir okkur ađ mestu leyti?

Annars er ţađ rétt ađ Sjálfstćđisflokkurinn kemur líklega illa laskađur undan ţessari ţjóđaratkvćđagreiđslu sama hvernig fer.  Hvernig óánćgjan ţar innanbúđar kemur fram verđur áhugavert ađ sjá.

Stjórnin á eftir ađ reyna ađ sitja áfram ef Nei-iđ verđur ofaná, en viđ skulum sjá til hve lengi ţađ hefst.  Ţađ kćmi mér ekki á óvart ađ krafa um afsögn stjórnarinnar yrđi hávćr.  Sjálfur tel ég ađ stjórnin í heild sinni ţurfi ekki ađ fara frá, en flutningsmađur frumvarpsins, sem er fjármálaráđherra, ćtti hinsvegar ađ segja af sér, ţó ekki vćri nema ráđherramennsku.  Hann hefđi átt ađ gera ţađ strax í fyrra.  En pólitísk ábyrgđ er ţví miđur eitthvađ sem ţekkist ekki hér á landi.

Axel Ţór Kolbeinsson, 27.3.2011 kl. 18:01

2 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Ţú gengur útfrá ţví ađ Nei-iđ verđi ofaná. Jafnvel ţó svo verđi er líklegt ađ ţađ verđi meira undir stjórninni sjálfri komiđ hvort hún segir af sér en andstćđingum hennar. VG í heild  mun samt líklega ganga úr skaftinu áđur en til ESB-ađildar kemur og hugsanlega koma innanflokksátök sjálfstćđisflokksins ţar viđ sögu. En áhugavert verđur ţetta allt saman.

Sćmundur Bjarnason, 27.3.2011 kl. 18:25

3 Smámynd: Axel Ţór Kolbeinsson

Ég hallast helst ađ ţví ađ ţađ eigi eftir ađ molna meira út úr VG ţótt stćrsti hluti ţingflokksins verđi eftir og í stjórn.  Á svipuđum tíma muni kvarnast úr Framsókn og Sjálfstćđisflokk fólk sem muni verja stjórnina vantrausti.

Ef enginn utanađkomandi ţrýstingur verđur á stjórnvöld mun stjórnin sitja út kjörtímabiliđ.

Axel Ţór Kolbeinsson, 27.3.2011 kl. 18:38

4 identicon

Ţú kallar ţenna pistil ţinn "Jón Sigurđsson" sem minnir mig á ađ Jón Sigurđsson fyrrum ţetta og hitt ţ.m.t. Seđlabankastjóri og form. Framsóknarflokksins var ađ skrifa grein í Fréttablađiđ í vikunni. Jón ţessi skrifar greinar annađ slagiđ og ţá helst ef hann virđist telja sig geta komiđ í bakiđ á núverandi forystu síns gamla flokks. Óskup finnst mér alltaf rislítiđ ţegar menn geta ekki sćtt sig viđ ađ hafa dottiđ út úr pólitík og fara ađ skeita skapi sínu á eftirmönnum sínum. Steingrímur Hermannsson gerđi ţetta sama gagnvart Halldóri Ásgrímssyni og Davíđ gagnvart Geir og Ingibjörg gagnvart Jóhönnu. Munurinn er sá ađ ţau Davíđ og ISG hafa eitthvađ til málanna ađ leggja en ţessi Jón Sigurđsson virđist alveg uppţornađur ( var ţađ reyndar sennilega áđur en hann fór í pólitíkina :-)  )

HH 27.3.2011 kl. 20:12

5 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Axel, ég held ađ VG allur slíti ríkisstjórnarsamstarfinu áđur en kjörtímabilinu lýkur og ţá verđi efnt til kosninga (sumariđ 2012 líklega). Ţćr kosningar munu ađallega snúast um ESB. Hvernig stjórnarskármáliđ á eftir ađ ţróast veit ég ekki, en ţađ gćti lognast alveg útaf.

HH, mér ţykir ţú dálítiđ framsókarlegur. Jónar Sigurđssynir eru og hafa margir veriđ til. Davíđ og ISG virđast bćđi halda ađ ţau eigi afturkvćmt í stjórnmál. Mér fannst eiginlega mest til Steingríms Hermannssonar koma af ţeim sem ţú nefnir. Og 

Sćmundur Bjarnason, 27.3.2011 kl. 22:42

6 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Skrítiđ. Ég gat ekki haldi áfram međ mitt síđasta innlegg. Og-inu er ofaukiđ. Mig minnir ađ ég hafi ćtlađ ađ segja í lokin ađ Guđmundur sonur hans minnti mig svolítiđ á kallinn.

Sćmundur Bjarnason, 27.3.2011 kl. 22:45

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband