20.3.2011 | 00:09
1304 - Sælgæti, sígarettur, vindlar
Varðandi Gaddafi og Japan hafa svo margir sagt það sem ég ætlaði að segja að ég sleppi því bara. Ýmislegt ófínt á sér stað þessa dagana sem hægt væri að slá pólitískar keilur með. Hvað mig snertir eru keilurnar í sjónum bara orðnar svo fáar að ég nenni ekki að leita að þeim.
Auglýsingakeilur finn ég þó öðru hvoru. Hagkaupsveldið auglýsir stórt í Fréttatímanum" sem út kom á föstudaginn. Bregður jafnvel fyrir sig dönsku og segir danske dager" með risaletri. Mín Andrésar Andar dönskukunnátta segir mér að errinu sé ofaukið en fínar auglýsingastofur eru víst á öðru máli.
Líklega er ég að komast á Sigurðarstigið því mér finnst fátt skipta máli nema veðrið. Gluggarnir hér eru líka svo vel heppnaðir að oftast er meira gaman að horfa útum þá en að bloggast hér allur í keng.
Athugasemdirnar í gær voru fremur margar. Laugardagsbloggin eru góð segja sumir. Sunnudagsbloggin ættu að vera enn betri en eru það bara ekki. Þeir sem illa eru haldnir af bloggsótt ættu því að lesa laugardagsblogg alla daga vikunnar.
Nú er ég að hugsa um að fara út að hjóla á hjólum atvinnulífsins. Merkilegt hvað allt er yfirleitt meira eða minna en gert var ráð fyrir. Á þessu er hægt að tönnlast fram og aftur í hverjum fréttatímanum eftir annan. Ég er orðinn hundleiður á þessu og þegar vorið kemur þá ætla ég að taka það og henda því í næsta fréttamann.
Ég er sískrifandi áskrifandi og gegnherílandi. Segi bara svona. Nú er ég í orðastuði enda er veðrið gott og ég búinn að fara í bað og þvo af mér Icesave-skítinn. Hugsa ekki meira um það mál. Kannski hverfur það bara.
Það er lítill eða enginn vafi á því í mínum huga að Jón Bjarnason er tekinn fyrir af unnendum ESB vegna þess að hann gefur höggstað á sér. Mér finnst hann mega vara sig á að ganga ekki of langt. Svo getur farið að hann vinni bændum landsins meira tjón en gagn. Ríkisstjórnin hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu og mér finnst það ganga illa upp að einn ráðherrann sé sífellt á móti hinum í öllum málum sem sambandið snerta og spilli jafnvel fyrir í málum sem snerta önnur ráðuneyti. Þetta er bara minn pólitíski fimmeyringur í dag.
Sælgæti, sígrettur, vindlar," söngluðu strákarnir á Melavellinum í eina tíð. Skelfing er maður orðinn gamall að muna eftir svonalöguðu. En svona er þetta. Sumt man maður hindrunarlaust og annað ekki.
Snjórinn situr á bekkjunum og hefur það gott.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ég sönglaði ekki bara sælgæti, súkkulaði og vindlar. Það fylgi alltaf á eftir - KR svindlar og manni leið vel þegar manni hafði hreitt seinna erindinu út úr sér.
Litlu var vöggur feginn. Þessir dönsku dagar voru algjört rán. Lét eftir mér að kaupa óbarinn harðfisk, sem minnir mig athugasemdir afa míns, sagðar í tíma og ótíma.
Enginn verður óbarinn biskup. Skelfing var ég orðinn leiður á þessu að lokum.
Ólafur Sveinsson 21.3.2011 kl. 00:23
Allir með strætó
allir með strætó.
Enginn með Steindóri
því hann er soddan svindlari.
Man líka eftir þessu. Var ekki Reykvíkingur og þess vegna ekki eins heltekinn af KR-sýkinni. Hafði ekki efni á harðfiski á þeim árum.
Sæmundur Bjarnason, 21.3.2011 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.