15.3.2011 | 00:14
1299 - Sannfæring um Icesave og ESB
Þeir sem eru að deila við mig í kommentakerfinu um Icesave og skyld mál hljóta að vera að reyna að sannfæra mig eða hugsanlega aðra sem lesa kommentin. En gera það margir af þeim sem þó líta inn? Kannski þau fyrstu en síðan hlýtur þeim að fara fækkandi. Ég les þó alltaf allar athugasemdir sem koma í kommentakerfið mitt og aldrei hefur það valdið mér neinum vandræðum. Kannski er þessum andstæðingum mínum bara illa við að ég sé að halda fram andstæðum skoðunum við þeirra sannfæringu.
Sannfæring margra virðist vera afar sterk þegar kemur að málum af þessu tagi. Í mínum huga eru peningar samt alltaf bara peningar. Á margan hátt er það einungis framtíðin sem skiptir máli. Nútíðin hefur samt spilað alltof stóra rullu undanfarin ár meðal okkar Íslendinga. Þó margir hafi áhuga fyrir fortíðinni þarf það engan vegin að þýða að samanburður milli tíða sé alltaf fortíðinni í hag. Mannskepnan breytist sem betur fer og ég er alls ekki frá því að framfarir séu á fleiri sviðum en afturför.
Sá siður virðist vera að verða landlægur á landi hér að kenna útlendingum um flest sem aflaga fer. Upp og ofan eru útlendingar auðvitað alls ekkert verri en við. Bara öðruvísi. Margir skilgreina sjálfa sig eftir trúnni ef ekki dugar að gera það eftir þjóðerni. Þannig eru múslimar úthrópaðir víðast hvar í vesturheimi og yfirleitt dregið fram það versta í trú þeirra og heimfært á alla sem trúna játa. Ekki dettur mér í hug að samsinna því fráleitasta í kristinni trú þó mér þyki hampaminna að játa henni en vera að hamast við að finna einhverja nýja. Trúmál eru einkamál", er setning sem mér finnst að taka beri alvarlega.
Sumir geta að vísu varla skrifað um annað en trúmál og við því er ekkert að segja. Auðvitað skipta þau máli. En það er hægt að ræða um hvað sem vera skal og vera sammála (eða ósammála) um það án þess að það komi trúmálum nokkuð við. Sú er að minnsta kosti mín skoðun. Aðrir sjá allt í ljósi þess sem þeir hafa sérstakan áhuga á og það er bara ágætt.
Einræða sú sem bloggið óneitanlega er fellur mér ágætlega. Hér get ég vaðið elginn á hverjum degi og skrifað um það sem mér dettur í hug. Lesendur eru líka furðu margir ef marka má teljarann. Sennilega er ég einkum að þessu til að troða mínum skoðunum upp á þá sem þetta lesa. Ekki get ég með öllu neitað því ef ég skoða hug minn vel. Líklega liði mér best ef allir hugsuðu eins og ég.
Það sem þingmenn kalla við hátíðleg tækifæri óundirbúinn fyrirspurnartíma ætti að heita undirbúinn áróðurstími eða bara hálftími hálfvitanna eins og Jónas kallar þetta.
Grillaðar og girnilegar sardínur.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Gúmmoren Sæmundur.
Ég er vissulega alfarið í hina áttina miðað við þig bæði varðandi Icesave og ESB en reyni nú samt ekki mikið að snúa skoðunum þínum þótt ég lesi bloggið þitt reglulega. Icesave snýst samt ekki um peninga hjá mér nema óbeint. Mín afstaða mótast af minni réttlætiskennd og hugmyndafræði, og sama líklega hjá þér.
Annars legg ég það ekki mikið í vana minn að reyna að snúa skoðunum fólks á þeirra eigin bloggsíðu. Hún er þeirra vettvangur til að halda fram sinni eigin skoðun - rétt eins og mín er fyrir mína skoðun.
Hefur ekki líka verið sagt að það sé erfitt að kenna gömlum hundi að sitja?
Axel Þór Kolbeinsson, 15.3.2011 kl. 08:33
Daginn Axel.
Talandi um gömul komment. Þú ættir einmitt að lesa kommentin við "Síðastaleik". Stundum eru það einmitt síðbúnu kommentin sem eru þau merkustu. Þeir sem þau skrifa eru bara að tala við eigandann og þá sem kommentað hafa seint. Það finnst mér a.m.k.
Jú, það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Einkum sæ-hundi.
Já, ég les bloggið þitt alltof sjaldan.
Sæmundur Bjarnason, 15.3.2011 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.