13.3.2011 | 00:09
1297 - Síðastaleikur
Andstæðingar Icesave og ESB eru farnir að láta mig heyra það í athugasemdakerfinu. Ekki hefur það áhrif á mig. Sýnir mér bara að það sem ég skrifa er lesið. Einhverjir hljóta að hafa aðrar skoðanir en ég. Ekki bara í þessum málum heldur í flestum öðrum líka. Það er bara sanngjarnt og eðlilegt. Það gæti vel verið að ég skipti um skoðun. Kannski eru þeir líka að hugsa um lesendurna. Alveg eins og ég.
Þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave minnir mig að sé 9. apríl. Langt er þangað til en samt hefur Jónas Kristjánsson áhyggjur af því að stuðningsmenn samkomulagsins mæti ekki á kjörstað. Ég hef engar áhyggjur af því. Ef þeir mæta ekki þá er sannfæring þeirra um að samkomulag sé betra en ósamkomulag ekki nógu sterk og þá verður bara að taka því.
Um daginn skrifaði ég um kjöt í pottinn" og lýsti þeim leik nokkuð. Sá leikur er eflaust algengur og gengur sjálfsagt undir ýmsum nöfnum. Minntist líka á leikinn yfir" og nú ætla ég að reyna að lýsa honum svolítið. Í grunninn var hann þannig að skipt var í tvö lið sem komu sér fyrir sitt hvoru megin við hús það sem nota átti. Síðan var bolta hent yfir húsið og ef einhver greip boltann átti hann að hlaupa í kringum húsið með hann. Þegar hann kom þangað sem hitt liðið var átti hann að reyna að kasta í einhvern úr því og þá þurfti sá sami að skipta um lið. Af einhverjum ástæðum voru reglur í þessum leik alltaf tilefni til deilna. Þær voru alls ekki eins fastmótaðar og sjálfsagðar og í flestum öðrum leikjum.
Til dæmis þurfti fyrst að finna hentugt hús. Svo þurfti að ákveða hvort einhver mætti vera á útkikki og vara hina við. Hvort henda mætti boltanum oft eða ekki. Hvað teldist að grípa boltann. Hvað ætti að gera ef hann væri ekki gripinn o.s.frv. , o.s.frv.
Síðastaleikur" var líklega mest stundaður allra leikja og þurfti engan sérstakan undirbúning og hægt var að fara í hann hvar og hvenær sem var. Hann var einfaldlega þannig að einhver ákvað skyndilega að vera hann, klukkaði næsta mann og sagði síðasti". Sá var þar með orðinn hann og þurfti að klukka einhvern annan og segja það sama. Allir reyndu að sjálfsögðu að hlaupa í burtu en sá sem var hann þurfti að ná einhverjum og síðasta hann. Þannig gat þetta gengið lengi og stundum varð skemmtilegur eltingaleikur úr þessu þegar reynt var að síðasta þá sem fljótir voru að hlaupa.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæll Sæmundur, hér er viðtal við mann sem ég treysti afar vel, Gunnar Tómasson, hann hefur meðal annars starfað fyrir Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og veit mikið um alþjóðamál. http://www.inntv.is/Horfa_á_þætti/Nei$1299628860 Í ljósi þess sem komið hefur fram um að okkur beri ekki að greiða Icesave, langar mig til að spyrja þig af hverju þig langar svo að borga eitthvað sem þú þarft ekki, og það verður reyndar ekki þú sem borgar heldur börnin þín og barnabörn? Ég er löngu hætt að botna í þeim íslendingum sem vilja óðir borga þessa kröfu, því þetta er krafa en ekki skuld.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2011 kl. 10:54
"Af hverju langar þig að borga það sem þú þarft ekki að borga?" er rangt orðuð spurning og afskaplega leiðandi. Það eru margir fleiri en ég sem eru þeirrar skoðunar að hagstæðara sé að semja um Icesave en að bíða bara eftir því aðrir krefji okkur um það sem þeir telja sig eiga inni hjá okkur. Það eru ekki föðurlandssvik að álíta þá hafa nokkuð til síns máls.
Sæmundur Bjarnason, 13.3.2011 kl. 21:25
Já Blessaður Sæmundur veðsettu börn þín og barnabörn,og komandi kynslóðir.
Þú lætur hræðsluáróður áróðursdeildar Samfylkingarinnar hræða þig.
Númi 14.3.2011 kl. 00:02
Hræðsla við samninga er ekkert betri en önnur hræðsla. Eiginlega bara minnimáttarkennd.
Sæmundur Bjarnason, 14.3.2011 kl. 00:27
Okkur ber ekki skylda til að borga þessa kröfu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2011 kl. 10:14
Ég er svo hræddur við allt og alla að ég vil meina að mönnum beri "skylda" til að semja um hlutina ef það er hægt frekar en að slást.
Sæmundur Bjarnason, 15.3.2011 kl. 00:18
Líka skuldir sem þú varst aldrei spurður um? Bankinn var í einkaeigu og ekkert viðkomandi þjóðinni. Það sem menn vilja gera núna er að fólkið í landinu taki á sig ábyrgð sem hún var aldrei spurð út í. Ríkisábyrgð er það sem þessar þjóðir sækjast eftir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2011 kl. 08:43
Ég hef bara þessa skoðun Ásthildur. Þú hefur aðra. Þessi skoðun mín hefur ekkert með hræðslu við ríkisstjórnina eða Samfylkinguna að gera. Ekki frekar en þín hefur með þjóðrembu eða einangrunarhyggju að gera. Þú ert að reyna að styrkja þína skoðun með því að tala um ríkisábyrgð. Það er ekki hún sem skiptir mestu máli.
Sæmundur Bjarnason, 15.3.2011 kl. 09:22
Já auðvitað höfum við okkar skoðanir. Hér er til dæmis ein ástæða til að hugsa sig um. http://kjosum.is/greinar/3-greinar/34-breytt-krofurod-i-trotabu-landsbankans-leysir-icesave-deiluna
Eigðu annars góðan dag minn kæri.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2011 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.