28.2.2011 | 00:32
1284 - Að jónasast og hannesa
Sagnir eru stundum kenndar við ákveðna menn. Þannig talaði ég um daginn um að jónasast. Varla hefur það farið framhjá mörgum hvaða Jónas ég átti við. Sögnin að hannesa var líka talsvert kunn fyrir nokkru en sennilega eru flestir hættir að nota hana. Sagnir sem svona eru myndaðar held ég að eigi yfirleitt ekki langt líf fyrir höndum. Þó gæti ég trúað að sögnin að jesúsast eða jesúa sig sé alls ekki nýtilkomin.
Sverrir Agnarsson sem eitt sinn vann með mér á Stöð 2 sagði í silfri Egils í dag að enn væri á lífi Líbýumaðurinn sem sleppt var úr skosku fangelsi vegna þess að hann var sagður eiga mjög fáar vikur eftir ólifaðar. Þetta var eini maðurinn að ég held sem nokkru sinni hefur setið inni fyrir Lockerbie-hryðjuverkið. Annars var margt af því sem Sverrir sagði um Gaddafi og Líbýu athyglisvert í meira lagi.
Tvennt finnst mér mest einkennandi eftir að aldurinn fór svolítið að færast yfir mig. Annað er það hve hlutirnir ganga hægt allir saman. Ég hreyfi mig hægar, hugsa jafnvel svolítið hægar og svo mætti lengi telja. Hitt er að ég er áberandi lengur að jafna mig á byltum og hvers kyns skrokkskjóðum en áður fyrr. Þetta veldur því að maður hlífir sér fremur, við allt mögulegt, því ef illa fer geta afleiðingarnar orðið miklu verri en áður var.
Hvað sem sagt verður um húsið sjálft þá eru hurðirnar fínar og það er númer tuttugu.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Nei, Íslendingar eiga aldrei að samþykkja ríkisábyrgð á IceSave. Þá er það sagt.
Það er ein ritvilla hjá þér, Sæmundur: Atkvæðagreiðslan fer ekki fram 9. marz, heldur 9. apríl.
Varðandi Lockerbie sprengjumanninn, þá kemur það engum á óvart, að hann sé á lífi, enda var þessi saga með krabbameinið einskær blekking. Hann var látinn laus eftir að ríkisstjórn Gordons Brown gerði samkomulag við Gaddafi fyrir hönd BP, sem hefur olíuborunarsamning við Líbýu og framlenging á þeim samningi var háð því að Lockerbie-hryðjuverkamaðurinn yrði sleppt úr fangelsi. Þetta með krabbameinið var bara fyrirsláttur. Svona eru stjórnmálamenn: Viðskipti ofar mannslífum.
Vendetta, 28.2.2011 kl. 01:37
Leiðrétting á málfræðivillu: "... að Lockerbie-hryðjuverkamanninum yrði sleppt úr fangelsi".
Vendetta, 28.2.2011 kl. 01:39
Auðvitað er þetta rétt hjá þér Vendetta með mánuðinn. Skil ekkert í sjálfum mér. Man núna að þetta með Lockerbie-lygina hefur svosem komið fram áður þó ég væri búinn að gleyma því.
Sæmundur Bjarnason, 28.2.2011 kl. 08:17
Ég mun ekki samþykkja þessar drápsklyfjar á börnin mín og barnabörn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2011 kl. 12:45
Hvað er fólk að tala um drápsklifjar? Þetta Icesave er bara skiptimint.
Emil Hannes Valgeirsson, 28.2.2011 kl. 17:10
Drápsklyfjar eða ekki drápsklyfjar. Það er verst að við vitum það ekki. Þingmennirnir okkar hafa velt þessu máli mikið fyrir sér og komist að niðurstöðu. Við getur ekki alltaf vantreyst þeim til alls.
Sæmundur Bjarnason, 28.2.2011 kl. 18:57
"Þingmennirnir okkar hafa velt þessu máli mikið fyrir sér og komist að niðurstöðu. Við getur ekki alltaf vantreyst þeim til alls."
Þeim er treystandi.
Vendetta, 28.2.2011 kl. 21:42
Leiðrétting: Það átti auðvitað að standa: "Þeim er ekki treystandi!". Ekki-takkinn á lyklaborðinu bilaði.
Vendetta, 28.2.2011 kl. 21:44
Já, en Vendetta. Þeir eru ekki alvitlausir þó því sé oft haldið fram. Auðvitað er þeim ekki treystandi alltaf en stundum má maður til. Sérstaklega þegar maður getur sætt sig við skoðanir þeirra.
Sæmundur Bjarnason, 28.2.2011 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.