1274 - Icesave í síðasta sinn

Alþingi Íslendinga setur sífellt ofan. Framkoma þess í garð níumenninganna er fyrir neðan allar hellur. Líklegt er að forseti landsins sendi Icesave-málið enn einu sinni í dóm fólksins í landinu. Ekki er trúlegt að úrslit málsins verði jafn afgerandi og fyrir ári síðan. Þó eru allar líkur á að lögin verði felld. 

Vel getur verið að stuðningsmenn laganna reynist hafa rétt fyrir sér og í framtíðinni komi í ljós að betra hefði verið að samþykkja þann samning sem fyrir liggur. Við því er samt ekkert að gera. Illa hefur verið haldið á þessu máli frá upphafi og umfjöllun Alþingis hefur orðið til ills eins. Punkturinn yfir i-ið verður síðan settur ef Alþingi tekst að koma í veg fyrir (með aðstoð hæstaréttar) að stjórnlagaþing verði haldið.

Mun meira loft er yfirleitt í þeim mönnum sem litlir eru vexti en þeim sem stærri eru. Maður einn lítill sem búsettur er á Selfossi stundar það að senda fólki illskiljanlegar tilkynningar og hneykslast svo alveg niður í tær ef þær eru ekki skildar á þann hátt sem honum líkar best.

Ef fólk skilur t.d. ekki undireins og hindrunarlaust að skammstöfunin EHL GÞ (með pínulitlum stöfum úti í horni) þýðir „Eignarhluti gerðarþola," er því ekki viðbjargandi að áliti Lilla.

Einhverjir krakkar gefa út tískublaðið „Nude". Blaðið er vel gert tækilega og af talsverðum metnaði. Íslenskt er það þó nafnið á því bendi alls ekki til þess.

Auglýsing var frá þessu blaði á mbl.is um daginn og ég klikkaði á hana af rælni. Annars mundi ég alls ekki vita að þetta blað væri til.

Furðulegt er að blað sem þetta skuli ekki geta fundið betra nafn. Vel hefði verið hægt að finna alþjóðlegt nafn sem bæði hefði skilist á ensku og íslensku.

En enskt skal það umfram allt vera. Ég skil bara ekki svona lagað. Heldur fólk virkilega að enskumælandi fólk fari að læra íslensku bara til að geta lesið blaðið. Mér finnst næstum skiljanlegt að búðareigendur skuli gjarnan vilja nota ensk nöfn á búðirnar sínar. Þar skiptir tungumálið e.t.v. ekki miklu máli.

IMG 4331Útsýnið af svölunum hjá okkur á Tropical Playa. Ekkert sérstakt en sjórinn sést þó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef samningurinn fer í þjóðaratvæði, þá efast ég um að hann verði feldur.
Ef íslendskir pókerspilarar veðja á að samningurinn fari í dóm, sem er ca 50 á móti 650 milljörðum, þá er illt  í efni.

Ef hann verður feldur,verður Jóhanna að segja af sér.

Ólafur Sveinsson 18.2.2011 kl. 10:33

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég held að Jóhanna muni ekkert segja af sér þó hann verði felldur.

Sæmundur Bjarnason, 18.2.2011 kl. 12:07

3 identicon

Ég tel að icesave verði fellt, ef hann fer í þjóðaratkvæði... hefur ekkert með póker að gera. Allt með leit að réttlæti

doctore 18.2.2011 kl. 12:23

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Held líka að Icesave-samningurinn verði felldur fari hann í þjóðaratkvæði. Aðalspurningin er hvort svo verði. Tel ívið meiri líkur á því.

Sæmundur Bjarnason, 18.2.2011 kl. 17:37

5 identicon

Hefur ekkert með póker að gera.

Hefur með réttlæti og sjálfsvirðingu að gera.

Fyrir utan svo hagsmuni alls venjulegs fólks á Íslandi sem annað hvort nýtur samfélagsþjónustu eða greiðir skatta.

Forseti Íslands getur einn í heiminum unnið gegn skemmdarverkjum alþjóða bankakerfisins og pólitískrar elítu með því að hlusta á alla þá sem skrifað hafa undir...

jonasgeir 18.2.2011 kl. 19:33

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Af Icesave í síðasta sinn
Sæmundi vöknaði um kinn
Ég von hans í færslunni finn
að fagni hér þjóðar viljinn

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.2.2011 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband