17.2.2011 | 00:06
1273 - Hálftími hálfvitanna
Hálftími hálfvitanna. Jónas Kristjánsson hefur kallað upphaf þingfunda þessu nafni og það á vel við. Mér finnst að forseti þingsins ætti að slá þingmennina í hausinn með fundarhamrinum frekar en að dangla bara í bjölluna þegar þeir eru með öllu ómálefnalegir og tala um eitthvað allt annað en þeir þykjast vera að tala um. Einkennilegt að þeir skuli aldrei vitkast.
Landsbyggðarmenn eru ekkert endilega samkvæmari sjálfum sér en þeir sem á höfuðborgarsvæðinu búa. Oft er sagt að það komi fleirum við en Reykvíkingum hvar Reykjavíkurflugvöllur sé og er það orð að sönnu. En kemur íbúum höfuðborgarsvæðisins ekkert við þó Blönduósbúar lengi hringveginn um fjórtán kílómetra að óþörfu?
Að því leyti er verra að ganga um stígana hér í Kópavogi en sunnar á hnettinum að hér er oft mun hálla. Datt um daginn á gangstétt hérna og uppgötvaði nokkru seinna að húslyklarnir og síminn voru ekki lengur í vasa mínum. Sneri við og þá lá þetta allt á gangstéttinni og beið eftir að verða tekið til handargagns. Þegar snjór er yfir öllu er líka stundum fátt um myndefni. Það er samt allt í lagi því ég tók mikið af myndum á Tenerife og mun demba þeim yfir þá sem asnast hingað inn.
Fyrirsögnina má misskilja en ef einhver er hálftíma að lesa bloggið mitt þá er hann ansi stirðlæs. Man eftir að hafa lesið eitthvert blað til enda á lestrarprófi í barnaskóla og þar var umsögnin sú að ég væri að verða læs. Vissi vel að ég var fluglæs og ekki jók þessi augljósa villa álit mitt á lestrar-hraða-prófunum sem þá tíðkuðust.
Þó sífellt sé verið að fullyrða annað þá held ég að hjól atvinnulífsins snúist þessa dagana. Loðnubræðsluhjólin halda a.m.k. áfram að snúast. Finn til með bræðslumannagreyunum sem neyddust til að hætta við verkfallið sitt þó þeir hefður ekkert upp úr því. Næst reyna þeir vonandi að ná betri samstöðu. Held nefnilega að það hafi verið hún sem bilaði. Það er tilgangslaust að fara í verkfall ef ekki gera það allir.
Er sammála Jónasi Kristjánssyni um dóminn yfir níumenningunum. Hann er dálítið úti á túni. Svona mælingar hjá dómstólum til að reyna að friða bæði sækjendur og verjendur eru stundum skelfing asnalegar. Þó ekki séu neinir arfavitlausir útaf þessu eru heldur engir ánægðir.
Santiago del Teide. Þar borðuðum við og heststyttan sú arna var helsta kennileitið.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Þú ert greinilega ekki að velta fyrir þér hversu mikill falsari ég er. Hálftími hálfvitana verður í mínum huga ótengt þinginu eftir daginn í dag.
Annars þakka ég þér fyrir að fá mig til að brosa fyrir svefninn.
Axel Þór Kolbeinsson, 17.2.2011 kl. 00:34
Axel, hvaða hálftíma eða stofnun finnst þér þetta þá tengjast?
Sæmundur Bjarnason, 17.2.2011 kl. 06:59
Vona að þú hafir sloppið ómeiddur frá byltunni. En hún sannar einu sinni enn hið fornkveðna að best er að kanna bæli sitt þá burt frá því skal hverfa.
Karlinn í matstofunni þarna á Santiago del Teide er hreinast listakokkur. Eða starfsliðið hans. Þrátt fyrir hestinn sem stendur í næsta garði er það ekkert hrossaket sem hann ber á borð.
Sigurður Hreiðar, 17.2.2011 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.