1272 - Þórbergur Þórðarson

Er ekki aumingjaskapur Þórbergs Þórðarsonar í byrjun tuttugustu aldarinnar í Reykjavík líkur sulti Knut Hamsuns í Kristjaníu? Mér finnst það. Máttleysi þeirra er yfirþyrmandi. Þurfa þá öll skáld og rithöfundar að vera sem mest svöng og úrkula allrar vonar? Efast um það. Halldór Guðjónsson frá Laxnesi þurfti t.d. aldrei að dýfa einum fingri í kalt vatn metamorphically speaking. Geta þá allir orðið skáld? Jafnvel þó þeir borði rjómaís og ruslfæði? Já, það held ég. Meðan lífsandi noprar í einum skáldkroppi þá er von til þess að listaverkin komist útúr því fangelsi.

Er ég þá skáld? Það er aftur meira spursmál. Sumir hafa þetta bara í sér og það kemur í ljós við réttar aðstæður. Hvort þær aðstæður eru sultur og vosbúð eða ruslfæði og rjómi er ekki hægt að sjá fyrirfram. Er einhver vandi að blogga fjandann ráðalausan? Líklega ekki fyrst ég get það. En er bloggið einhvers virði? Kannski. Öll skrif eru einhvers virði jafnvel þó léleg séu. Í versta falli leiða þau í ljós mikið og viðvarandi hæfileikaleysi.

Já, ég verð að vekja athygli á mínum hæfileikum. Ekki gera aðrir það. Er ég ekki bara nokkuð góður bloggari? Mér finnst það. Ef ég get teygt lopann á aðra blaðsíðu er Björninn unninn. Hvaða Björn? Bara einhver björn. Af hverju er það? Nú, ég hef bara ákveðið það. Hæfileg blogglengd er ein word-blaðsíða ef miðað er við Times New Roman og 14 punkta. Minna er aumingjaskapur og meira er skvaldur og bull.

Er þá ekki bara hægt að hafa greinaskilin sem flest og orðin milli þeirra sem allra fæst? Jú, auðvitað. Samtöl með gæsalöppum og öllu er auðveldast að skrifa. Það hef ég sannreynt. En öllu má samt ofgera. Ekki get ég haft öll blogg þannig. Hver segir að þú þurfir að blogga daglega? Nú, ég sjálfur. Ekki eru aðrir að biðja um þetta. Fréttahugleiðingar eru fásinna. Nær er manns eigið tilfinningalíf. Hver hefur gaman af að lesa um sömu fréttina átján sinnum? Þá er meira gaman að fá að vita hvers vegna Þórbergur var alltaf svona svangur.

Já, ég er að lesa um þessar mundir bókina sem Pétur skrifaði um ÞÞ í fátæktarlandi. Tvennt er það sem hefur alla tíð heillað mig varðandi ÞÞ og það eru lífsreglurnar og frásögnin af því þegar hann fór að gera hitt í kirkjugarðinum. Ef Þórbergur hefði ekki verið svona hjátrúarfullur og haft einsýni Gunnars Gunnarssonar og peningana Kiljans hefði hann orðið enn frægari. Mælingaráráttan og dellutímabilin hefðu bara verið til bóta.

Hvernig á að halda athygli lesandans þannig að hann haldi áfram að lesa allt til enda. Í fyrsta lagi með því að hafa skrifin stutt og líka þarf að hafa þau áhugaverð. Það fyrra er auðvelt en hið seinna ekki og þar liggur hundurinn grafinn.

Gallinn við bloggreglur varðandi fontastærð og lengd er sá að þær geta verið hamlandi. Svo mikið getur stuðið verið að hægt væri að halda áfram endalaust ef plássið leyfði. Á hinn bóginn getur maður líka lent í því að geta ekki látið sér neitt markvert detta í hug. Teygt lopann semsagt þangað til hann slitnar. Það eru eiginlega verri örlög en hitt.

 Ekki er lengur friður fyrir helvítis Nígeríubréfunum á fésbókinni. Hingað til hafa Topplistinn og Gassi verið helstu spellvirkjarnir í fésbókarpóstinum mínum en nú er því víst lokið. Þetta bréf barst mér nýlega:

Usman Morgan 15. febrúar kl. 15:57 Tilkynna

Dear Sæmundur Bjarnason,

I would like you to indicate your interest for a bank transfer of $8.5 Million dollars left behind by my late client Engr. K. H. Bjarnason, with a bank here in my country Lome-Togo West Africa. So I need this fund to be release and transferred into your bank account.

Our sharing ratio stands 40% for you and 60% for me. So, kindly contact me at (usman.morgan@hotmail.com) for full details.

If you are interested kindly call me through my private telephone number below for an oral clarification....00228-852-68-05.

So, kindly forward your e-mail address and telephone number to me at (usman.morgan@hotmail.com) to enable me to send the full details to you via your e-mail box for your better understanding.

Forward your E- mail address......... and Mobile number..........to me at (usman.morgan@hotmail.com)

Waiting to hear from you urgently.

Regards.

Barrister. Usman Morgan Esq.
00228-852-68-05

Netfangið mitt á Snerpu hefur lengi verið undirlagt þessum ósköpum með þeim afleiðingum að ég nenni ekki að fara þangað nema öðru hvoru til að skoða póstinn minn. Þá byrja ég jafnan á því að henda Nígeríubréfum og öðrum ófögnuði út. Nú er þetta semsagt komið á fésbókina og kannski verð ég að fara að stytta veru mína þar. Þessir Nígeríubarristerar væru vísir til að athugasemdast hér á Moggablogginu mínu ef þeir gætu það.

Nú er ég búinn að brjóta allar mínar reglur um blogglengd en við því er lítið að gera. Ég er löngu hættur að geyma þangað til seinna það sem mér finnst eiga erindi á bloggið því mér leggst alltaf eitthvað til og auðvitað væri best að hafa bloggin ekki svona óralöng.

IMG 4298Þessi mynd er frá Masca-þorpi á Tenerife. Já, göturnar þar eru brattar og leiðin þangað engu lík. Íbúar þar föttuðu ekki fyrr en eftir þrjátíu ár að Spánverjar voru búnir að leggja Kanaríeyjar undir sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Nú komstu mér á óvart, Sæmundur, með sögn sem ég hef aldrei fyrr heyrt eða séð. Orðabók Marðar frá 2002 ekki heldur. Nopra? Var þetta kannski sláttuvilla? Meintirðu norpa?

Þá gef ég lítið fyrir vangaveltur þínar um blogglengd. Blogg eiga, að minni hyggju, að vera löng eða stutt í samræmi við það sem manni liggur á hjarta hverju sinni. Og helst engin, ef manni liggur ekkert á hjarta.

Já, Mascadalurinn er magnaður. Einhvern tíma vonast ég til að geta klöngrast frá þorpinu til sjávar, þá einu leið sem var sæmilega fær úr dalnum og til baka þessa áratugi sem Mascverjar vissu ekki að þeir væru orðnir Spánverjar.

Sigurður Hreiðar, 16.2.2011 kl. 10:26

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já Sigurður, ég meinti norpa. Ég nota púkann aldrei en ætti kannski að gera það.

Þetta með blogglengdina er líklega alveg rétt hjá þér en samt þarf að hafa það í huga að menn geta misst þolinmæðina og farið að hugsa um eitthvað annað. Um að gera að forðast það.

Mascadalurinn er magnaður og leiðin þangað ekki síður. Og svo finnst mönnum Kambarnir vera brattir og margar beygjur þar.

Sæmundur Bjarnason, 16.2.2011 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband