15.2.2011 | 00:07
1271 - Avatar
Finnst alltaf dálítið vitlaust þegar verið er að jamla um að ekki megi gefa Afríkubúum neitt sem mögulega eyðileggur business" fátækra landa þeirra. Þetta er í raun sama röksemdin og hljómplötuframleiðendur nota þegar þeir eru að reikna út hve miklu þeir tapa vegna sjóræningjaútgáfu í heiminum. Er nokkur vissa fyrir því að sveltandi Afríkubúar kaupi úlpu eða bol af fátækum frænda sínum þó þeim standi það til boða? Hjálparstarfsmennirnir sem selja skyrturnar á markaðinn í Addis Ababa hafa þó einhvern ávinning af gjöfunum.
Egill Bjarnason (Austurlandaegill) frændi minn er á ferð um Senegal þessa dagana. Gaman að fylgjast með blogginu hans.
Egill sparar orðin
enda nokkuð dýr.
Um Afríku ég elti hann.
Eyði samt ekki neinu
og ekki er keyrt á hjólið mitt.
Ég bara ét og sef.
Yfirleitt er ég ekkert feiminn við að vera öðruvísi en aðrir. Eins og margir bloggarar er ég undir þá sök seldur að fullyrða oft um hluti sem ég hef lítið vit á. Eitt slíkt er hjálparstarf í Afríku. Á því hef ég litla þekkingu og hef aldrei til þeirrar heimsálfu komið. Samt hef ég skoðanir á öllu mögulegu. Læt þær ekkert endilega í ljós en þær eru þarna að veltast um í heilagrautnum.
Af hverju ættu vandalausir að leggja það á sig að lesa bloggið mitt? Ég er ekkert að ætlast til þess en svo virðist sem einhverjir hafi vanið sig á þessi ósköp. Þeim er ekki viðbjargandi og mér auðvitað ekki heldur.
Það er tungunni tamast sem er hjartanu kærast. Þegar ég yrki er það gjarnan um Facebook.
Fésbókin er ferlegt raus
og fáránlega snúið.
Orðin standa öll á haus
og alltof mikið búið.
Horfði á kvikmyndina Avatar" um daginn. Satt að segja fannst mér hún fyrst og fremst asnaleg. Jú jú, hún er um margt ágætlega tekin og vel gerð að mörgu leyti en með ólíkindum einfeldningsleg. Minnisstæð verður hún ekki. Oddmjóu eyrun, halarnir og ljósálfarnir eru skelfilega ofnotaðir áhersluþættir í myndum af þessu tagi. Undarlegt hve mikið lof hún hefur fengið. Get vel fallist á að ef vel tekst til og allar listgreinar leggja saman getur vel gerð kvikmynd orðið eftirminnileg. Þessi kvikmynd hefði vel getað orðið það því mörg atriði voru í ágætu lagi þó önnur væru hrikalega misheppnuð.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Takk fyrir að vera sammála mér um Avatar.
Billi bilaði, 15.2.2011 kl. 00:14
Sæll Sæmi.
Hvar eru Kanaríeyjar?
Gudmundur Bjarnason 15.2.2011 kl. 06:27
Já Billi, mér finnst Avatar stórgölluð mynd. Minnir mig um margt á Jurassic Park.
Sæmundur Bjarnason, 15.2.2011 kl. 07:22
Guðmundur, ég held að Kanaríeyjar séu vestan við Afríku norðanverða. Tilheyra samt Evrópu og eru undir stjórn Spánverja.
Sæmundur Bjarnason, 15.2.2011 kl. 07:23
Það eina sem "bjargaði" Avatar var þetta 3D dæmi, að sjá slíkt í fyrsta skipti.
Í 2D er myndin alveg hræðileg klisja, manni verður flökurt, fer hjá sér og ég veit ekki hvað og hvað.
DoctorE 15.2.2011 kl. 07:58
Mér finnst að við ættum að taka upp samninga við Spánverja um að skipta á sléttu. Spánverjar fengju Ísland en við Kanaríeyjar. Síðan gætum við lifað góðu lífi á að leigja ESB kvótann okkar
e.s Avatar er eina myndin sem hefur haldið mér vakandi. Mér fannst hún meira að segja það góð að ég horfði tvisvar á hana og hvorugt skiptið í 3D! Svona er smekkurinn misjafn. Hins vegar hef ég aldrei skilið þessa hrifningu á myndinni Inception. Það er nú ljóta þvælan
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.2.2011 kl. 09:46
Hér er góð umsögn um Avatar
1
http://www.youtube.com/watch?v=uJarz7BYnHA
2
http://www.youtube.com/watch?v=dLzKwTcGO_0
doctore 15.2.2011 kl. 10:13
Jóhannes. Ég er bara ekkert viss um að Kanaríeyjar séu á lausu. Hver segir að Spánverjar vilji skipta? Og hvað með Kanaríeyjinga sjálfa? Skipta þeir engu máli? Þeir eru a.m.k. mun fleiri en við Íslendingar.
Sæmundur Bjarnason, 15.2.2011 kl. 11:50
Ekki grunti mig að Avatar væri svona heitt umræðuefni. Er samt sammála Jóhannesi um að myndin var nógu góð til að horfa á hana til enda. En að horfa á hana tvisvar finnst mér nú of mikið. Hef ekki ennþá horft á Inception og kannski hætti ég bara við það. Kings speach er myndin sem ég hugsa mest um núna. Annars er ég ekki mikið fyrir kvikmyndir.
Sæmundur Bjarnason, 15.2.2011 kl. 12:07
Umsögnin sem ég sett hlekk á, hún er miklu betri en myndin.
Fræðsluefni er best :)
doctore 15.2.2011 kl. 13:23
Avatar er hér nefnd í fyrirsögn og er því mál málanna.
Ég man að á Avatar myndinni fann ég ekki þrívíddargleraugun þegar ég kom úr hléi og þurfti því að fara aftur fram í myrkrinu og biðja um ný gleraugu. Stelpan í afrgreiðslunni þurfti að ná í þau ofaní geymslu í kjallara og var ekkert kát. Myndin er annars bara vel útlítandi klisja.
Emil Hannes Valgeirsson, 15.2.2011 kl. 15:02
Gaman að sjá myndirnar þínar. Þú hefur greinilega orðið heillaður af Garachico. Sennilega snarlað morgunhressingu í veitingahúsinu við veginn þar upp af. En fórstu ekki um Buenavista? Það þótti mér áhugaverður stað og fallegur -- eins og reyndar nafnið kveður á um.
Hef aldrei nennt að horfa á Avatar. Hef almennt ekki gaman af skrípamyndum.
Sigurður Hreiðar, 15.2.2011 kl. 15:28
Hér með er Avatar tekin af dagskrá. Nei, Sigurður ég fór ekki til Buenavista en Garachico er eftirminnilegur staður og ekki síður Masca.
Sæmundur Bjarnason, 15.2.2011 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.