10.2.2011 | 00:08
1266 - Bloggskrif og önnur skrif
Auðvitað er hægt að fjalla um allt og miða allt við pólitískar forsendur. Mér bara leiðist það. Ánægðastur af öllu er ég með það að sumir virðast álíta mig hægrisinnaðan mjög en aðrir vinstrisinnaðan. Sjálfum finnst mér ég bara vera ég sjálfur.
Laxdal fjallar um bakkelsi Líndalsins og umfjöllun annarra um umfjöllun hans. Ef Sigurður Líndal bakkar á bíl og reynir að koma ábyrgðinni af sér þá er það leiðindamál en ekki heimssögulegt. DV er ekkert betra en aðrir fjölmiðlar með að reyna að koma sinni heimspekilegu stjórnmálaskoðun á framfæri. Það gera allir fjölmiðlar. Erfiðast er að átta sig á Rúvinu því þar virðast hagsmunirnir vera svo blandaðir. Allir fjölmiðlar og jafnvel bloggarar líka eru meira og minna skoðaðir í pólitísku ljósi. Þannig er það bara og lítið við því að segja.
Frétt er bara frétt ef fréttastjórinn ákveður að svo sé. Hann er samt mannlegur og fer eftir einhverri pólitískri heimspeki sem búið er að innprenta honum. Menn geta Jónasast eins og þeir vilja og haldið því fram að hitt og þetta sé ómengaður sannleikur sem nauðsynlega þurfi að komast á framfæri. Þannig er það samt ekki.
Með fésbókarvitleysunni geta allir þóst vera fréttastjórar. Gallinn er bara sá að flestir hafa svo lítinn lesendahóp að fréttastjóranafnbótin gagnast afar lítið. Þegar best tekst til getur fésbókin (og twitter sennilega líka) þó valdið því að það sem áður hefði verið þaggað niður kemst í hámæli. Þannig getur netfrelsið og skvaldrið allt farið að hafa pólitíska þýðingu.
Sumir bloggarar hafa tamið sér að setja allt (eða flest) sem þeir skrifa á marga staði. T.d. Eyjuna og Moggabloggið svo eitthvað sé nefnt. Sjálfur er ég ekki alveg laus við þessa áráttu. Þannig set ég oft bloggið mitt, eða link á það, líka á fésbókina. Mest er það vegna þess hve auðvelt og hampalítið það er. Tel mér a.m.k. trú um það. Kannski vil ég samt bara að sem flestir lesi það sem ég skrifa. Mér finnst það nefnilega oft ansi gott hjá mér.
Nú verð ég að koma mér að því að skipta út ljósaperunni sem sprakk hér áðan og hætta þessu rausi.
Þetta er Teide-fjall. Sagt vera allhátt. Held að þetta sé snjór allra efst.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Lífið er pólitískt, hvort sem okkur líkar betur eða verr og hvort sem við teljum okkur yfir dægurþrasið hafin eða ekki. Best væri að draga sig í hlé og gerast munkur
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.2.2011 kl. 07:15
Það getur vel verið að lífið sé pólitík og pólitík sé lífið sjálft, en fjölmiðlar eru bara fjölmiðlar. Ekki ábyrgðarlausir og alls ekki óháðir. Þaðan af síður yfir aðra hafnir.
Sæmundur Bjarnason, 10.2.2011 kl. 09:51
Mig grípur stundum óstjórnanleg löngun að flytja austur í Sandvík til að losna við dægurþrasið.
Axel Þór Kolbeinsson, 10.2.2011 kl. 11:05
Það eru margar Sandvíkurnar. Veit ekki hvaða Sandvík þú átt við. Ein held ég að sé í Flóanum. Var ekki Sandvíkurhreppur eitt sinn til? Kannski ennþá.
Sæmundur Bjarnason, 10.2.2011 kl. 12:43
Enginn Sandvíkurhreppur er til í dag og ég man ekki hvar hann var. Sú Sandvík sem ég hugsa til er á milli Barðsnes og Gerpis. Kort.
Axel Þór Kolbeinsson, 10.2.2011 kl. 12:47
Til hamingju með sögnina að Jónasast. Ég skil hana svo að þar sé vaðið fram með lítt eða ekki studdum fullyrðingum með þú-hefur-ekkert-vit-á-þessu tón.
Góð myndin þín af El-Teide. Manni er sagt að elsta nafn Tenerife, á máli sem þó enginn skilur lengur né er viss um að hafi í raun verið til, sé Hvítafjallsey. Það er þó skiljanlegra en orðið Tenerife sem ég man ekki að hafa heyrt skýringu á, allrasíst ef japlast er á að bera þetta fram að einhverskonar enskum hætti og sleppa e-inu aftan af, sem eyjarskeggjar bera þó mjög greinilega fram sjálfir.
Sandvíkur eru ugglaust ágætar. Þær eru margar á Tenerife.
Sigurður Hreiðar, 10.2.2011 kl. 14:04
Sandvíkurhreppur var milli Stokkseyrar og Selfoss. Allt er þetta víst orðið Árborg núna.
Sæmundur Bjarnason, 10.2.2011 kl. 15:04
Jónas Kristjánsson hefur líka haldið því fram að DV hafi bara sagt sannleikann og ekkert nema sannleikann þegar hann var ritstjóri þar. Sannleikarnir eru bara svo margir að það er aldrei hægt að komast yfir að segja frá þeim öllum. Að öðru leyti held ég að skilgreining þín sé nærri lagi, Sigurður.
Sæmundur Bjarnason, 10.2.2011 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.