9.2.2011 | 00:06
1265 - Malað í mélkisustíl
Þó ég sé Evrópusinni kallaður (a.m.k. af sumum) sé ég enga leið til þess að gjaldeyrishöft sú sem komið hefur verið á hér (til bráðabirgða) hverfi bara með því að óska sér þess. Auðvitað þarf að losa sig útúr þeim en óhjákvæmilegt er að það tekur tíma. Gjaldeyrishöftin eiga að sjálfsögðu að auðvelda okkur inngönguna í ESB og munu gera það. Hef samt trú á að ýmislegt eigi eftir að gerast hér á landi áður en svo verður.
Mikið er fjargviðrast yfir því hvað Moggabloggið sé lélegt orðið. Af þeim bloggurum sem ég les að staðaldri eru Gísli Ásgeirsson og Harpa Hreinsdóttir þar fremst í flokki. Vissulega hefur Moggablogginu hrakað, vinsældir þess minnkað og sumir bloggarar farið annað. Einkum á Eyjuna, sem er engin furða.
Mín skoðun er samt að alhæfingar af þessu tagi séu tómir fordómar. Moggabloggið er ekkert lélegra en önnur bloggsvæði og tæknimenn þar standa sig ágætlega. Að vera með sitt eigið bloggsvæði og engum háður er auðvitað gott útaf fyrir sig en getur verið óbærileg fyrirhöfn. Enn verða menn saltvondir ef þeim er úthýst hér á Moggablogginu og af einhverju hlýtur það að stafa.
Líka er blogg-gáttinni hallmælt mjög af sumum og víst er að allmargir virðast hafa farið þangað á röngum forsendum og íþróttafréttir í blöðum eru þvínær endalausar og kaffæra stundum alveg alvöru fréttir. Samantektum góðra bloggara á sínum uppáhaldsbloggurum er oft ágætt að fylgja til að halda áfram rölti sínu um bloggheima. Þeir sem tímabundnir eru verða að finna sínar eigin tímasparnaðaraðferðir og fordómar í garð ákveðinna bloggsvæða hjálpa þar ekki til.
Nú er ég kominn í gamla gírinn. Farinn að blogga einu sinni á dag og ekkert þar framyfir. Það á ekki við mig að blogga alltof oft. Pólitíkin er óðum að færast í sitt venjulega horf. Ekki líður á löngu áður en Hrunið sjálft verður orðið sagnfræði. Enn eru menn þó að tala í alvöru um stjórnlagaþing. Eins og það sé ekki búið að drepa það mál. Hef enga trú á að hæstiréttur fari að éta allt ofan í sig. Hvort sem umhugsunin verður ein mínúta eða ein vika þá verður útkoman sú sama.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ekki sé ég hvernig gjaldeyrishöftin auðveldi inngöngu í ESB. Þú verður að útskýra það betur Sæmi. Gjaldeyrishöft eru eins og stífla. Tilgangurinn er að stöðva útstreymi gjaldeyris en ekki innstreymi. Margir virðast halda að gjaldeyrishöft séu aðallega sett til að takmarka innflutning en auðvitað er það ekki tilgangurinn. Þegar þrýstingurinn verður jafn á innstreymi og útstreymi þá fyrst er öruggt að afnema höftin. Sé það gert fyrr verður afleiðingin mikil dýfa krónunnar. Eina skyndilausnin er að láta erlendar eignir lífeyrissjóðanna upp í þær krónur sem vilja út og aflétta þannig þessum þrýstingi. Lífeyrissjóðirnir eru þegar búnir að kaupa krónubréf af ríkissjóði fyrir 100 milljarða svo þessi makaskipti geta orðið mjög einföld í framkvæmd ef af verður. Erlendar eignir lífeyrissjóðanna nema 650 milljörðum en erlendar eignir í íslenskum bréfum nema 400 milljörðum. Þessi krónubréf bera vexti sem eru umtalsverðir og þá er ekki hægt að kyrrsetja með höftunum. Vaxtaberandi skuldir okkar í dag eru alltof miklar. Það hlýtur að vera forgangsverkefni að lækka þær. Þjóðnýting lífeyrisbraskkerfisins er þess vegna ekki bara skynsamlegur kostur í stöðunni, heldur eini kosturinn. Svona blasir þetta við mér, en auðvitað er ég bara leikmaður
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.2.2011 kl. 08:01
Mér finnst öll umræða um gjaldeyrishöftin vera lituð af pólitík, sem er svo sem eðlilegt. Viðtekin pólitísk hugmyndafræði segir að takmarkanir á fjármagnsflutningum hinna ríku og fyrirtækja séu af hinu slæma og argasti kommúnismi. En í sögu nútíma peningakerfis eru takmarkanir á fjármagnsflutningum á milli landa tiltölulega nýlegt fyrirbæri sem byrjar ekki fyrr en í byrjun áttunda áratugarins í BNA.
Pólitísk umræða hér á landi og í okkar heimshluta yfir höfuð líður fyrir pólitíska rétthugsun þar sem ekki má velta fyrir sér annari hugmyndafræði án þess að vera stimplaður öfgamaður eða vitleysingur.
Axel Þór Kolbeinsson, 9.2.2011 kl. 09:00
Hefði átt að segja að afnám gjaldeyrishaftanna mundi auðvelda inngönguna í ESB. Held að talsvert sé til í þvi hjá andstæðingum aðildar að ætlunin sé að tryggja sem víðtækastan stuðning við aðild og þá er afnám gjaldeyrishaftanna liður í því. Annars er það alveg rétt hjá Axel Þór að gjaldeyrishöftin ekki síður en annað (t.d. ESB-aðild) er að verða pólitíkinni að bráð. Skynsemin kemst ekki að. Stjórnmálastéttin vill umfram allt koma hér á svipuðu ástandi og var.
Sæmundur Bjarnason, 9.2.2011 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.