7.2.2011 | 00:37
1263 - Stíll
Mér finnst ég hafa ljósan og einfaldan stíl. Veit samt ekkert hvað aðrir álíta um stíl minn eða stílleysi. Allir skrifa einhvern vegin. Líklegast er að engir tveir skrifi eins um sama atburðinn svo dæmi sé tekið. Það er stíll. Knappur bloggstíll er auðlærður. Mér finnst yfirlestur (helst hálfhátt) vera bestur til að ná þeim stílblæ á bloggið sem óskað er. Orðin sem slík hafa engin áhrif. Nausynlegt er samt að hafa á valdi sínu allmörg orð yfir sama eða svipað efni (nú, eða búa þau til) til að forðast endurtekningar.
Hástigsorð og hvers kyns bölv og ragn eru óvinir stíls. Blogg eru mjög mislæsileg. Kannski er það stíllinn sem ræður. Efnið ræður auðvitað miklu líka. Fæstir lesa mikið um það sem þeir hafa engan áhuga á. Ég reyni að hafa efnisval mitt sem fjölbreyttast. Allt getur orðið leiðigjarnt í of miklu magni. Auðvitað er margt annað en það sem ég hef minnst á sem úrslitum ræður um stíl og stílblæ. Sumir halda að engu máli skipti hvernig skrifað er um hlutina. Bara ef sannleikurinn fær að njóta sín. Slíkt er mikill misskilningur.
Menn mega ekki halda að Steingrímur J. Sigfússon sé einhver hvítþveginn engill. Hann er bara gamaldags stjórnmálamaður sem svíkur og prettar þegar það kemur honum vel. Man vel eftir því máli sem hér er sagt frá. Þessa frásögn fann ég einhversstaðar á bloggi minnir mig. Man að Steingrímur hummaði þetta mál allt saman fram af sér og gott ef bændagreyin fóru ekki á hausinn útaf þessu.
Á síðustu dögum sínum í landbúnaðarráðuneytinu vorið 1991 keypti Steingrímur í fullkomnu heimildarleysi mannvirki (níu refahús) af bændum á ríkisjörðunum Kirkjuferju og Kirkjuferjuhjáleigu í Ölfusi fyrir 47 milljónir króna. Var hann þar að gera þessum mönnum greiða af einhverjum ástæðum.
Ríkislögmaður taldi að þessi kaup væru ólögleg þar eð heimildar Alþingis var ekki leitað fyrir þeim eins og kveðið er á um í 40. grein stjórnarskrárinnar. Fór málið fyrir Héraðsdóm og Hæstarétt og töpuðu bændurnir málinu á báðum stigum. Komust dómstólar að þeirri niðurstöðu að ríkið þyrfti ekki að efna samning Steingríms.
Man semsagt ekkert frá hverjum ég stal þessu. Þetta eru nú ekki nema tvær stuttar málsgreinar svo varla verð ég hengdur fyrir það.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Góður stíll og myndmál að venju. Samt ein villa.
Emil Hannes Valgeirsson, 7.2.2011 kl. 01:02
Ritfærir menn skera sig úr á blogginu. Og orðaforði þeirra er miklu meiri en annarra. Ekki er verra þegar þeir gerast margræðir eins og þú í fyrirsögninni. En heldurðu í raun og veru að bloggarar séu mikið að velta stílnum fyrir sér?
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.2.2011 kl. 06:33
Emil Hannes, ég er ekki hissa á villunni. Vildi samt gjarnan vita hver hún er. Þakka hrósið.
Sæmundur Bjarnason, 7.2.2011 kl. 07:33
Jóhannes, svarið við spurningu þinni er: "Bæði og."
Stíll er ekkert endilega meðvitaður. Ritstíll (eins og annar stíll) held ég að komi oft ósjálfrátt með æfingunni. Orðaforði ásamt tvíræði eða margræðni er auðvitað hluti af stíl. Lélegur stíll stafar oft af of litlum yfirlestri. Líka getur hann (yfirlestrarskorturinn) valdið ýmiss konar misskilningi sem vel má komast hjá.
Sæmundur Bjarnason, 7.2.2011 kl. 07:39
Sæmi, villan er í orðinu Nausynlegt. Notarðu aldrei púkann til að leiðrétta innsláttarvillur?
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.2.2011 kl. 08:03
Takk Jóhannes. Nei, ég nota púkann aldrei. Venjulega finn ég svona einfaldar villur við yfirlestur.
Sæmundur Bjarnason, 7.2.2011 kl. 08:11
Já það var bara þetta orð „nausynlegt“ sem ég sá. Annars benti ég á á þetta í hálfgerðri stríðni af því að ég veit að þú leggur mikið upp úr því að skrifa villulaust. Sjálfur nota ég oftast púkann sem finnur yfirleitt einhverja prentvillu. Það væri líka gaman að fá forrit sem finnur hugsanavillur.
Emil Hannes Valgeirsson, 7.2.2011 kl. 11:44
Já, Emil Hannes. Ég hugsa að ég mundi ekki nota hugsanavillupúka en setningafræðilegan púka mundi ég hugsanlega nota. Mér finnst ég ekki þurfa á stafsetningarpúka að halda en hann finnur samt ýmislegt.
Sæmundur Bjarnason, 7.2.2011 kl. 12:16
Við þurfum ekki hugsanavilluforrit meðan við höfum Höllu Gunnarsdóttur og Sóleyju Tómasdóttur
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.2.2011 kl. 16:59
góður JLB :)
Óskar Þorkelsson, 7.2.2011 kl. 17:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.