6.2.2011 | 09:24
1262 - Bjarni Benediktsson
Jú, umræðan snýst mest um Bjarna Benediktsson og Sjálfstæðisflokkinn þessa dagana og kannski var það ætlunin. Mér finnst Bjarni loksins hafa tekið á sig rögg og ætli sér að hrifsa völdin af Davíð og þeim sem hann styðja. Ef hann kemur standandi niður úr þessum hildarleik hefur hann alla burði til að verða langlífur sem formaður flokksins. Það er alls ekki ólíklegt að hann hafi það sama í hyggju varðandi ESB og hann er nú búinn að gera varðandi Icesave.
Tenerife ferðin er mér enn ofarlega í sinni. Í Santiago del Teide stoppuðum við í Teide-Masca ferðinni. Þar borðaði ég bæði stóra sneið af svínakjöti og stórt kjúklingalæri (furðustórt eiginlega) fyrir utan allt hitt. Súpuna á undan, salatið, brauðið, spægipylsuna, olívurnar og allt saman. Og allt rauðvínið. Ég er átvagl með ístru. Ekki hugsa ég að ég geri eins og í fyrra að setja allt mitt skrifelsi á bloggið í heildsölu. Reyni kannski að tína það bitastæðasta úr.
Að fara til Masca var heilmikil upplifun. Sama er að segja um fleiri staði og sögurnar sem fararstjórinn sagði okkur eru minnisstæðar þó ég endursegi þær ætla ekki hér.
Vegurinn til Masca er eftirminnilegur. T.d. gekk illa eitt sinn þegar við mættum annarri rútu og þurfti mörgum sinnum að bakka. Stórar rútur fara ekki þarna því þær ná ekki beygjunum. Örugglega er ekki langt þangað til einstefna verður tekin upp þarna og annar vegur lagður. Þetta gengur ekki. Það gekk oft erfiðlega að fá litla bíla sem við mættum nógu langt út í kant. Ágætlega gekk samt að mæta fjórum jeppum sem þar voru á ferð enda voru það engir Hummerar, bara venjulegir Landroverar eða eitthvað þess háttar. Landslagið við Teide var líka mjög sérkennilegt og fallegt. Við stoppuðum við stað þar sem vegurinn endar en hægt er að halda áfram með kláfum. Þeir voru fullbókaðir og ekki tími til að bíða eftir þeim. Skoðuðum bara umhverfið og tókum myndir. Stoppuðum einnig við einhvern stað sem mig minnir að heitið Geraticho eða eitthvað þessháttar. Þar var ýmislegt til sölu t.d. ekta og góður saffran ræktaður á staðnum.
Blóm vaxa auðvitað líka á Tenerife.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Völd eða ítök Davíðs Oddssonar í Sjálfstæðisflokknum, er ímyndun í hatursmönnum Davíðs.
".... að hrifsa völdin af Davíð og þeim sem hann styðja.", er eitthvað sem gengur ljúflega ofan í kokið á vinstrimönnum. Engin haldbær rök styðja þessa fullyrðingu vinstrimanna. "Orðin tóm"... eins og flest annað sem frá þeim kemur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.2.2011 kl. 22:13
Hvað sem líður raunverulegum völdum Gunnar þá hefur Bjarni staðið að verulegu leyti í skugga Davíðs. Ákvörðun hans núna snýr þessu við hvort sem það hefur verið ætlun hans eða ekki.
Sæmundur Bjarnason, 6.2.2011 kl. 22:26
"...þá hefur Bjarni staðið að verulegu leyti í skugga Davíðs."
Já, e.t.v. í "Baugs-fjölmiðlunum", en ekki í praxis. Það er bara einfaldlega ekki þannig.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.2.2011 kl. 22:31
Davíð var mikill stjórnmálaskörungur og góður foringi, sem var einkar laginn við að greina kjarnann frá hisminu. Beinskeitt gagnrýni hans á vinstrimenn hefur ekki, og mun aldrei verða fyrirgefin.
Vinstrimenn líta á Davíð sem "bully".
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.2.2011 kl. 22:39
Það ert þú sem kallar Davíð "bully" og það er talsvert réttnefni. Þó þú segir að Bjarni hafi ekki verið að neinu leyti í skugga Davíðs er ekki víst að það sannfæri alla. Davíð getur einfaldlega ekki hafa verið sá stjórnmálaskörungur sem þú segir án þess að einhverjir hafi verið í skugga hans. Víst hefur Davíð haft mikil áhrif bæði á flokksbræður og aðra þó hann sé ekki lengur formaður flokksins.
Sæmundur Bjarnason, 7.2.2011 kl. 00:32
Ég sagði ekki að Davíð hefði verið "bully" Það er óskhyggja vinstrimanna. Þeir vilja brennimerkja hann með þessum hætti.
"Davíðs-heilkennið", er af svipuðum toga og "Hannesar-heilkennið." , nema "hannesarheilkennið" er ekki sjúkdómur, eins margir virðast halda.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson .... Það skiptir engu hvað þessir menn segja, heldur verða nöfna þessara einstaklinga sem segja hlutina eins og þeir eru, meitlaðir í stein. Það er sennilega langt í það að einhverjum spakmælum verði haldið á lofti, í stjórnmálabaráttu næstu áratuga.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.2.2011 kl. 04:15
Þú verður sífellt óskiljanlegri og óskiljanlegri. "Davíðs-heilkennið" er sjúkdómur en "Hannesar-heilkennið" ekki. Vinsamlega útskýrðu. Var að enda við að lesa bók Jónasar Kristjánssonar fyrrum ritstjóra og les stundum bloggið hans. Þú ert kannski með "Jónasar-heilkennið"? Datt það bara svona í hug.
Sæmundur Bjarnason, 7.2.2011 kl. 07:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.