1255 - Góða fólkið breska

IMG 3595Á Tenerife týndi ég myndavélinni minni og tilkynnti um tapið til lögreglunnar að sjálfsögðu og úr varð heilmikið ævintýri. Fína skýrslu á spænsku fékk ég þó að lokum og er afrit af henni hér:

Image (59)Þessa skýrslu þarf ég þó ekkert að nota því myndavélin þó ómerkt væri komst aftur í mínar hendur að allmörgum dögum liðnum. Það er eingöngu að þakka fólkinu sem sést á myndinni hér fyrir ofan. Það kom vélinni til mín með talsverðri fyrirhöfn og vildi engin fundarlaun þiggja eða neitt af því tagi. Mynd tókst þó að ná af þeim og vil ég nota þetta tækifæri til að þakka þeim kærlega fyrir að koma myndavélinni til skila.

Ég hef alla tíð verið þeirrar skoðunar að það góða í fólki sé sífellt að verða sterkari þáttur í skapgerð þess og þessi upplifun dregur ekki úr því áliti mínu að heimurinn fari stöðugt batnandi en ekki versnandi.  

IMG 4059Hér varð eldsvoði á gamlárskvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Þessi skýrsla er nú ekkert eðlileg. Var alveg nauðsynlegt að hafa fæðingarstað og foreldra þína með í þessari kæru?

Vendetta, 3.2.2011 kl. 00:32

2 identicon

Gaman að sjá þig aftur.
Heiðarlegt fólk finnst ennþá. Ég hef líka rekist á það. 

Gudmundur Bjarnason 3.2.2011 kl. 00:39

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Vendetta, Spánverjunum virtist þykja þetta eðlilegt. Ég svaraði bara þeim spurningum sem fyrir mig voru lagðar. Þurfti reyndar að hringja til Madrid til að fá samband við enskumælandi mann.

Sæmundur Bjarnason, 3.2.2011 kl. 07:25

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Guðmundur, já ég hef tekið eftir þessu. Virðast bara vera fjölmiðlamenn sem gera sem mest úr illskunni og velta sér uppúr henni.

Sæmundur Bjarnason, 3.2.2011 kl. 07:26

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Til hamingju með að fá myndavélina þína aftur. Annars er nóg af þeim á Tenerife og á talsvert skynsamlegra verði heldur en t.d. í Reykjavík.

Ég sé að þú hefur dvalið á Tropical Playa. Þar vorum við hjón líka í okkar fyrstu ferð til Tenerife, tókum svokallað sólarlottó og urðum að sæta því að okkur væri úthlutað hóteli. Það var allt í lagi, ágætt að vera á Tropical, herbergin mjög týpísk fyrir spænska sólarstaði og maturinn prýðilegur. Bara umhverfið óhrjálegt. Opin malargryfja á eina hönd og hóruhús á aðra. Og full langt til sjávar. Samt myndi ég ekki bresta í grát þó ég væri þarna öðru sinni.

Sigurður Hreiðar, 3.2.2011 kl. 11:50

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Sigurður. Já, Tropical Playa var ágætt og allsekkert langt niður á strönd. Fulllangt samt í Mercadona markaðina, en þar var flest matvara og annað mun ódýrara en í túristaverslununum.

Sæmundur Bjarnason, 3.2.2011 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband