18.12.2010 | 00:24
1234 - Blogg og aftur blogg
Þessi færsla verður bara um blogg. Blogg í öllum regnbogans litum. Er blogg fjölmiðlun? Er ég þá hluti af fjórða valdinu svokallaða? Bara af því ég hef gaman af að blogga? Held ekki. Þó meira en hundrað gestir líti yfirleitt hingað inn daglega samkvæmt Moggabloggsteljaranum (sem gæti verið lyginn) er ofrausn að kalla þetta fjölmiðlun. Fjölmiðill hlýtur að vera miðill sem mikill fjöldi skoðar reglulega.
Sumir skoða sinn fjölmiðil nokkuð vel og aðrir verr eins og gengur. En hve marga þarf til að mynda mikinn fjölda"? Það er þar sem hnífurinn stendur í kúnni. Menn hafa afar mismunandi hugmyndir um slíkt. Fréttatengdu bloggin sem oftast eru stutt og hengd í vinsælar fréttir mörgum sinnum á dag hafa heilmikið forskot hvað þetta snertir og gætu sum líklega kallast fjölmiðlar.
Þetta segi ég ekki af því að mér þyki vinsældaberin súr. Mín skrif eru vinsælli en ég get með sanngirni ætlast til. Auðvitað er það rétt að lítið spennandi væri að blogga með látum eins og ég geri ef lesendur væru alveg örfáir. En hvað eru örfáir"? Þarna stendur hnífurinn aftur í kúnni.
Var að taka eftir því að númerið á þessu bloggi er áhugavert. En ég hef ekkert hugsað mér að hætta þessari númerasérvisku. Á því má þekkja mín blogg. Stundum skrifa ég mikið, stundum lítið, og öðru hvoru jafnvel ekki neitt. Stundum um margt, stundum fátt. Stundum er ég blár, stundum rauður og allt þar á milli. Pólitík hata ég en get samt ekki látið vera að minnast á hana.
Bloggið sem slíkt er mitt áhugamál. Fésbókin finnst mér ruglandi og ómerkileg. Er vinstri sinnaður og fylgjandi aðild að ESB. Skrifa fremur sjaldan um sjálfan mig nema þá helst í endurminningum. Þar er ég að mestu þurrausinn í bili og óttast auk þess að endurtaka mig um of ef ég fer að skrifa um svoleiðis lagað.
Í gegnum glerið - málverkasýning.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Teljarinn segir ekki allt ... maður sér háar teljaratölur á þessum "í-frétt-linkuðum" örbloggum en samt er yfirleitt ekkert bitastætt þar að finna og líklegt að meirihluti lesenda glepjist þangað inn út af link úr moggafréttinni. Örbloggin eru síðan höfð eins ögrandi og hægt er og skrifi einhverjir komment eru þau oftar en ekki ábending til bloggarans um að hann sé fífl.
Blogg eins og þitt, sem fjallar um hitt og þetta en notar ekki ódýr trix til að þenja teljarann, er miklu meira virði. Því miður virðist þeim fara fækkandi sem blogga frá eigin brjósti og sem maður nennir að lesa. Haltu endilega áfram á sömu braut, Sæmundur; þú ert skemmtilegur bloggari sem ég les daglega! Allt yfir hundrað lesendur á svoleiðis blogg er gott því þessir hundrað eru þá raunverulegir lesendur en ekki ómerkilegir kíkjarar.
Harpa Hreinsdóttir 18.12.2010 kl. 04:44
Takk Harpa. Það er einmitt eitthvað á þessa leið sem ég hugsa oft sjálfur. Með sjálfur mér kalla ég flest blogg ýmist "fréttablogg" eða "alvörublogg." Eggert í Vogsósum (meira um hann vonandi í næsta bloggi) kallaði alla menn ýmist "skúma" eða "lóma". Mikið skil ég hann vel. Kallaði sjálfur í eina tíð flesta menn með sjálfum mér ýmist "úlpumenn" eða "frakkamenn." Þetta er ekkert hægt að skýra út í hörgul og auðvitað fráleitt að skipta mönnum bara í tvo flokka.
Sæmundur Bjarnason, 18.12.2010 kl. 08:10
Það eru allur glans af blogginu farin. Allt gengur í bylgjum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 18.12.2010 kl. 13:46
Já, Sigurður. Kannski er mesti glansinn farinn af bloggi og bloggskrifum. Get þó ekki að því gert að ég tek það á margan hátt framyfir fésbókina. Facebook er vissulega ágæt til síns brúks. Þ.e. að fylgjast með ættingjum og frétta af löngu gleymdum vinum og þ.h. Fyrir þá sem eru sískrifandi eins og ég og vilja láta í sér heyra er bloggið að mörgu leyti hentugra. Hraðinn er þó ekki eins mikill þar ef vilji er til að gera bloggin sæmilega úr garði. Eiginlega eru þau millistig á milli vandaðra blaðagreina og óvandaðra kompuskrifa.
Sæmundur Bjarnason, 18.12.2010 kl. 22:23
Það er líka tímaspursmál hve nær glansinn fer af fésbók. Og það er jafnvel tímaspursmál hve nær mesti glansinn fer af okkur!
Sigurður Þór Guðjónsson, 20.12.2010 kl. 00:35
Þarna greip ég þig glóðvolgan. Þú átt ekki að segja fésbók þegar þú talar um fésbók. Heldur fasbók.
Gleðileg jól.
Sæmundur Bjarnason, 24.12.2010 kl. 00:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.