13.12.2010 | 00:12
1229 - PWC, WikiLeaks o.fl.
Reikningar bankanna rannsakaðir", segir í fyrirsögnum blaða. Nú eru meira en tvö ár liðin frá hruni og mér finnst merkilegt að þetta hafi ekki verið rannsakað fyrr. Ég hef heldur ekki séð neitt um hvernig háttað er sambandi stóru alþjóðlegu endurskoðunarfyrirtækjanna við íslensku fyrirtækin með sömu nöfnunum. Jenný Stefanía Jensdóttir segir hinsvegar á sínu bloggi:
Allt tal um að sækja megi skaðabætur til PwC LLP aðalstöðvanna er þó út í hött, og þegar lögfræðingar tala þannig afhjúpa þeir fjarvistasönnun úr kennslustund í félagarétti. LLP er fyrir aftan öll helstu endurskoðunar og lögfræðingafyrirtæki heimsins, og þýðir takmörkuð ábyrgð, sem þýðir að félögin bera enga skaðabótaábyrgð ef að önnur fyrirtæki í keðjunni gera sig sek um vanrækslu eða saknæmar athafnir.
Löggiltum endurskoðendum er skylt að hafa ábyrgðartryggingu sem bætir slík tjón, og af fréttum að dæma er tryggingafélag flestra þeirra í London."
Ég hef mikla tilhneigingu til að trúa þessu. Margir yrðu eflaust ánægðir ef bresk fyrirtæki yrðu að greiða Íslendingum skaðabætur vegna þessa.
Mikil ófrægingarherferð stendur nú yfir gagnvart WikiLeaks og Julian Assange. Stuðningur við WikiLeaks virðist þó vera mikill meðal almennings. Líklegt er að fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafi ekki gert sér grein fyrir því. Eða þá að óbirt séu skjöl í fórum WikiLeaks sem þeim er mjög í nöp við að birtist. Atlaga þeirra og annarra stjórnvalda að málfrelsi á netinu er dæmd til að mistakast.
Moggabloggarinn Aðalbjörn Leifsson segir í athugasemd við blogg sem reyndar er um sprengingarnar í Stokkhólmi en virðist þó tengjast WikiLeaks.
Þeir sem styðja vinstri hreyfingarnar eru annaðhvort illa gefnir eða illa innrættir nema hvorttveggja sé. Sosialisminn kemur frá helvíti, en hjálpræðið kemur frá Gyðingum.
Múhameð og hans sveinar, taglhnýtingar Satans, fremja óhæfuverk. Hvernig í ósköpunum datt Ariel að gefa eftir land fyrir frið???"
Mér er ekki kunnugt um hvort ummæli sem þessi eru á bloggi Aðalbjörns. Læt svo útrætt um þetta mál að sinni.
Icesave, Icesave, Icesave. Ég er búinn að komast að því eftir langar og ítarlegar rökræður við sjálfan mig að Icesave-málið stendur og fellur með Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins og er óþarfi að rekja þær merku rökræður hér.
Þær þrjár örsögur sem ég hef hingað til birt á mínu bloggi eru mjög ólíkar að allri gerð. Öðum finnst það kannski ekki og óneitanlega taka þær talsvert pláss. Mér finnst ég ekki vera að apa eftir neinum með þessum sögum. Hef þó hrifist nokkuð af sögum þeim sem Jens Guð hefur borið á borð fyrir lesendur sína.
Nú bregður svo við þegar ég ætla að byrja á fjórðu örsögunni að ég hef ekkert að segja. Auðvitað væri rangt hjá mér að pína sjálfan mig til athafna á þessu sviði og því er ég að hugsa um að hvíla mig á þessu.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Talandi um það sem fólk dundar sér við að skrifa á bloggið Sæmi, er það ótrúlegt að það búist við að einhverjir taki alvarlega svona hrokafullt bull, eins og þú vitnar í. (Ég á ekki við Jenný) -
En af því ég veit að þú ert áhugamaður um blogg og gæði blogga, þá finnst mér persónulega að rausbloggurum hafi fjölgað á blog.is.
Þú getur ætíð gengið að sömu tuggunni vísri á þeim bæjum. Í heild hefur gæðum blogga á blog.is hrakað síðustu mánuði, til muna. -
Í sama mæli hefur mildi, skynsemi og hógværð farið halloka fyrir ofstæki og þráhyggju bæði þeirra sem skrifa bloggin og þeirra sem gera athugasemdir við þau. -
Svanur Gísli Þorkelsson, 13.12.2010 kl. 00:35
Var einmitt að velta svipuðu fyrir mér varðandi hrokafullu athugasemdina og held að hún sé skrifuð til að ganga í augun á bloggeigandanum. Þeim bloggum fjölgar einna hraðast sem ég er með öllu hættur að kíkja á.
Sæmundur Bjarnason, 13.12.2010 kl. 06:01
Manninum er frjálst að hafa þessa skoðun, og láta hana í ljósi líka ... það sem verr, er að í lýðræðislegu samfélagi, verður maður að hlusta á slíkar skoðanir og ræða þær. Því að "afneita" skoðunum annarra, er það sama og að afneita lýðræði ...
Bjarne Örn Hansen 13.12.2010 kl. 13:45
Rétt Bjarne, en ég má líka hafa þá skoðun sem mér sýnist á hrokanum. Hef ekki verið að biðja um að loka á hann.
Sæmundur Bjarnason, 13.12.2010 kl. 16:04
Aðalbjörn Leifsson er ótrúlegur karakter.. þessi orð hans eru alveg í samræmi við hans brengluðu heimssýn og fáranlegu trúarskoðanir.. Ég á orð um svona fólk, af því að ég þekki kauða persónulega, heilabilaður bjáni.. því miður er fólk sem hlustar á svona vitleysinga og því eru menn eins og Aðalbjörn álíka hættulegir umhverfi sínu og öfgatrúar múslimar..
Blog.is hefur hrakað svo mjög að ég les orðið bara örfáa bloggara reglulega..
Óskar Þorkelsson, 13.12.2010 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.