8.12.2010 | 00:09
1224 - Valdið og WikiLeaks
Hægt gengur valdinu að losna við WikiLeaks. Þeim fjölgar þó stórfyrirtækjunum sem slást í þann hóp sem ólmur vill fylgja Bandaríkjastjórn í hvaða vitleysu sem er og vissulega er það skiljanlegt.
Það besta sem skeð getur frá sjónarmiði valdsins er að hægt og hægt hverfi WikiLeaks úr umræðunni. Kannski er þeim að takast það. Hef þó ekki orðið var við að fjölmiðlar séu hættir að birta glefsur úr sendiráðspóstum.
Ef upplýsingar sem frá WikiLeaks koma gagnast skipulagðri hermdarverkastarfsemi og óvinum Bandaríkjanna eru leyniþjónustur þeirra ríkja ansi lélegar.
Umfram allt vilja utanríkisþjónustur og ríkisstjórnir vestrænna ríkja stimpla allt leynilegt sem hugsanlegt er að komi starfsfólki þar illa að allir viti. Aðgerðir WikiLeaks breyta vonandi þeim hugsunarhætti. Inni í því sem stimplað er leynilegt leynast síðan að sjálfsögðu upplýsingar sem lúta að þjóðaröryggi.
Á endanum snýst spurningin semsagt um það hverjum er best treystandi til að skera úr um hvað þarf raunverulega að vera leynilegt. Utanríkisþjónusturnar hafa staðið sig illa í því hlutverki og nú standa menn frammi fyrir því að WikiLeaks komi í staðinn.
Þegar ég var í skóla fyrir meira en hálfri öld gekk mér ágætlega í landafræði. Þá voru heldur ekki öll þessi olíuauðugu smáríki á Arabíuskaganum eða á eyjum í Persaflóanum. Bangladesh var ekki einu sinni til heldur bara Austur og Vestur Pakistan.
Öll þessi olíuríki komu mér í hug þegar samþykkt var af FIFA að halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2022 í Qatar.
Satt að segja renna öll þessi heiti sem þarna eru meira og minna saman í huga mér. Geri ráð fyrir að svo sé um fleiri. Fór því á Wikipedíu að kynna mér málið. Ekki gekk það nógu vel en þannig lítur þetta út í stórum dráttum í mínum huga:
UAE eru Sameinuðu Arabisku Furstadæmin (United Arab Emirates) Stærsta eða næststærsta héraðið þar er Dubai. Héruðin eru alls sjö og meðal þeirra er t.d Abu Dhabi.
Önnur ríki á þessu svæði eru: Qatar og Bahrain. Kuwait er á svipuðum slóðum (nokkru norðar þó) að ég held en talsvert eldra. Heyrði á það minnst þegar ég var í skóla. Aftur á móti held ég að olíuauðuga smáríkið Brunei sé í Indónesíu (Borneo). Ég er slæmur með að flytja það á Arabíuskagan útaf olíunni.
Al-Thani sá sem kom við sögu í Kaupþingsmálinu er af furstaættinni sem ræður í Qatar.
Ástæðan fyrir því að ég er að þessu landafræðirugli er sú að mér finnst dálítið útúr kú að ætla sér að halda HM í knattspyrnu í Qatar. Það kemur til með að kosta ansi mikið að byggja alla vellina sem þarf og jafnvel að yfirbyggja þá og loftkæla.
Peningarnir í þetta koma eins og vant er frá almenningi m.a. í formi hærra bensínverðs en vera þyrfti.
Líklega er ég hinn dæmigerði millistéttarmaður. Mest kannski vegna þess að ég er einn þeirra sem ekki viðurkenni neina stéttarskiptingu hér á Íslandi. Ég hef aldrei setið í fangelsi, aldrei orðið gjaldþrota, bara tekið hóflegan þátt í svartri atvinnustarfsemi, lítið svikið undan skatti, aldrei verið ritstjóri Morgunblaðsins, var fermdur á sínum tíma og aldrei affermdur og þannig mætti lengi telja.
Hvað skilur maður þá eftir sig þegar jarðvistinni lýkur? Eiginlega ekkert. Er ekki bara best að trúa því að maður verði draugur, engill eða ekki neitt á næsta tilverustigi? Skiptir það nokkru máli?
Bónuspokar er orðnir hvítir og Krónupokar gulir. Hvar endar þetta? Einu sinni gat maður treyst því að skærgulir pokar væru Bónuspokar og svartir pokar frá ÁTVR. Ekki lengur. Nú er jafnvel svo komið að fólk kemur með innkaupapoka með sér í Bónus. Svona er Kreppan mögnuð.
Athugasemdir
Ég er á því að eftir dauðann verði maður, fyrr en síðar, að hvítum plastpoka.
K.S. 8.12.2010 kl. 00:21
Já einmitt, og þessvegna hafi Bónus kasserað sínum gulu. Mjög trúlegt.
Sæmundur Bjarnason, 8.12.2010 kl. 05:02
Þegar að netið fær sjálfmeðvitund, (í náinni framtíð) mun það sjálft ákveða hver hefur aðgang að hvaða upplýsingum. Hluti af sjálfsmeðvitund þess, verður auðvitað allt sem skrifað hefur verið á netið, þ.á.m. bloggið þitt Sæmi. Þannig mun hugsun þín lifa áfram í sæberheimsvitundinni og taka þátt í að stjórna heiminum um alla framtíð.
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.12.2010 kl. 09:09
Mun þá sæberið ráða öllu og stjórnmál verða óþörf og trúarbrögð leggjast af? Þetta eru bara ný trúarbrögð, hvorki meira né minna. Sé þetta fyrir mér. Það er svosem ekkert nýtt að talað sé um að tölvurnar taki völdin en auðvitað verður það sambandið sem þær hafa sín á milli (sæberið) sem öllu ræður.
Sæmundur Bjarnason, 8.12.2010 kl. 10:31
Í sælurúsi svanurinn
syndir fram og aftur.
Svoleiðis er sæberinn
og svakalegur kraftur.
Sæmundur Bjarnason, 8.12.2010 kl. 10:46
Þú ferð í endurvinnsluna eftir að þú ert dauður; Aska, ormafæða.. áburður;
Allir meintir lekar um meint líf eftir dauðann eru ómarktækir með öllu :) Þetta verður eins og áður en þú fæddist.. nothingness.
doctore 8.12.2010 kl. 12:17
Veit það ekki doktor ... mér finnst nú ekkert ósennilegt að maður komi aftur sem plastpoki ... sem er áreiðanlega ákaflega líflegt starf.
Hörður Sigurðsson Diego, 8.12.2010 kl. 15:32
Docotre. Datt það í hug að hér yrði smáumræða um framhaldslíf og þ.h.
Sæmundur Bjarnason, 8.12.2010 kl. 18:55
Hörður. Plastpokahugmyndin er nokkuð góð. Minni bara á að það var K.S. sem kom með hana fyrst, ekki ég.
Sæmundur Bjarnason, 8.12.2010 kl. 18:56
Úr Breskri leynilegri rannsóknarskýrslu um ástandið á Íslandi:
..."og ástæðan fyrir því að íslenska fólkið úrkynjaðist svona gjörsamlega, og urðu eigin sjuklegu ranghugmyndum um heiminn að bráð, veit engin.
Hefur þessi óheillaþróun verið hæg, enn stigversnandi allar götur frá seinni heimsstyrjöldinni, eftir því sem segir í ýtalegri skýrslu um Ísland sem var lögð fram á fundi SÞ sem haldin var sérstaklega um þessa óvenjulegu veiki sem hrjáir landið.
Ekki er vitað að neinn hafi fæðst frískur frá þessum óvenjulega sjúkdómi á Íslandi síðustu hundrað árin samkvæmt Breskri könnun sem gerð var í samvinnu við Ameríska Læknafélagið.
T.d. er heilbrigð skynsemi gjörsamlega úr sambandi hjá mörgum ráðamönnum og öðru mikilvægu fólki á eyjunni, og jafnvel mörgum íbúum þess.
Sem dæmi um hversu veikin er víða í landinu, er mótmæli gegn mestu fyrrum Ríkisstjórnarinnar mest mótmælt á bloggi. Tekið skal fram að næstum allir íbúar landsins eru læsir og skrifandi. Það hjálpar þó ekkert gegn slæmum ranghugmyndum eins og allir vita, og í þessu tilfelli verkar t.d. menntun, auka á sjúkdómseinkenninn.
Málið er á viðkvæmu stigi og er verið að reyna að fá hina mest veiku íbúa eyjunnar, sérstaklega illa haldna ráðamenn og embættismenn, til að skilja að þeir þurfa að komast í breskt fóstur sem fyrst og undir læknishendur.
Eins og er með alla sem eru vanir að sjá um alvarlega veikt fólk, þá mótmæla þegnar landsins hjálp Bresku Krúnunnar, og trúa því raunverulega að stjórnendur landsins séu að svíkja þjóðina. Stjórnendur landsins skilja ekki að búið er að svifta þá sjálfræði, og íbúar landsins skilja ekki að Bretar eru eingöngu að hjálpa veikburða þjóð að komast undur mannahendur.
Er talið að geggjuninn sé í hámarki í landinu núna. Reglulegar læknisferðir ráðmanna undir yfirskyni "Icesaverdeilunnar" þurfa að halda áfram þar til bráir af æðstu ráðamönnum þessi undarlega "gjafmildi" þeirra.
Þurfa t.d. breskir læknar að klæðast búningum og þykjast vera háttsettir embættismenn til að fá íslensku sjúklinganna til að mæta reglulega í viðtalstímanna sína í London. Allt málið er hið skelfilegasta og hafa sérfræðingar aldrei séð aðra eins þróun í neinu landi.
Stjórnendur landsins lifa að sjálfsögðu í þeirri fyrru að þeir séu minnst veikir og sumir halda jafnvel að þeir séu alls ekki veikir, og þeir séu raunverulega að bjarga öllum hinum í landinu frá ranghugmyndum og tala þá gjarna um Icesave sem notuð er sem ástæða og aðferð til að halda einhverskonar sambandi við þá allra veikustu.
Lán í óláni er að þetta er örþjóð, eins og lítið úthverfi í London sem hefur eitrað vatn í krananna og allir íbúar orðið veikir samtímis. Ameríski herinn var fluttur í burtu í öryggisskyni þegar vart var við þessa skelfilegu veiki, sem leggst mest á heilann, og reynt var að blanda geðlyfjum í drykkjarvatnið í landinu til þess að freista þess að ástandið batnaði og lyfta upp heilbrygðri skynsemi upp á yfirborðið upp á nýtt.
Talið er að ástandið hafi bara versnað við þá tilraun.
Útlendingar frá ýmsum þjóðum hafa reynt að benda á þessa óheillaþróun árum saman, enn hefur verið mætt af fólki í landinu sem lifir í þeirri ranghugmynd um sjálfan sig að þeir viti allt best. Og þeir sjálfir eru sannfærðir um að það sé ekkert að þeim eins og oft á við um þá sem mest eru veikir.
Margir útlendingar láta þá standa í þeirri trú að þeir séu í lagi, bara svona til að geta sýnt þeim lágmarkskurteisi. Enda sérfræðingar í að lifa samkvæmt þeirri reglu að vera góður og kurteisir við þá sem minna meiga sín í Alþjóðasamfélaginu.
Sérfræðingar telja að minnst 500 þúsund útlendinga þurfi að blandast íslenska stofninum hratt, til að lækna þá hroðalegu úrkynjun sem hefur fært þjóðina fram á ystu nöf forheimskunnar sem er ein af aðaleinkennum ranghugmyndanna í öllum mikilvægum mikilvægum málum landsins.
Var t.d. gert eitt Breskt sálfræðitest á gáfuðastu eintökum þjóðarinnar, sem voru t.o.m. valdir sérstaklega af þeim sem voru enn veikari, og elta þeir læknana í Bretalandi á röndum, og vilja gefa þeim peninga. Var þetta úrtak gert í formi kosninga og var allt gert til að láta allt líta sem raunverulegast út.
Leit útlendra rannsóknarmanna á frísku eintaki af íslending til að bjarga stofninum, hefur verið hætt og er stofnin sem slíkur talin af.
Er talið vonlaust að lækna svo langt gegna úrkynjun eins og er orðin staðreynd á Íslandi, og talið er að best sé að taka af þeim fjárráð til að byrja með, eignir sem geta lent í höndum hvaða þjóðar sem er, glæpamanna eða jafnvel terrorista, ef þeir verða ekki sviftir fjárræði og sjálfræði sem fyrst, og fylgst verður með fólki sem gegnir ábyrgðarstöðum í landinu.
Samþykkt hefur verið í þeirri nefnd sem fer með málefni Íslands í EU, að leyfa ráðamönnum og fólkinu í landinu að halda að þeir séu sjálfstæð þjóð og að þeir séu í lagi þar sem talið er að það sé mjög sárt fyrir fólk almennt at skilja sannleikann um sjálfan sig"...
Óskar Arnórsson, 8.12.2010 kl. 19:45
Þetta er dæmigert sníkjublogg og endemis bull að auki.
Sæmundur Bjarnason, 8.12.2010 kl. 21:35
Nei nei Sæmundur. Það er þegar staðfest að íslendingar eru aumingjar og vesalingar. Þetta var bara skýring á hvers vegna þeir eru það...
Óskar Arnórsson, 10.12.2010 kl. 17:42
Sníkjublogg samt. Alltof langt til að vera athugasemd. Fyrirgefðu.
Sæmundur Bjarnason, 11.12.2010 kl. 00:09
Allt í lagi vinur. Bara þetta með Wikileaks & Valdið.
Einn af stofnendum Wikileaks sagði opinberlega árið 2008 þegar hann hætti hjá Wikileaks, að Julian Assange væri á mála hjá CIA og þetta væri bara aðferð til að fá meiri peninga til leyniþjónustunnar i USA.
Hann væri bara að gera þetta gegn greiðslu. Það er ekkert mál fyrir USA að loka einhverri svona heimasíðu ef þeir vilja eða telja sig þurfa.
Ef þetta er eins og hann segir, þá virðist þetta hafa heppnast bara ágætlega hjá þeim...eins og allir sjá er ekkert þarna nema kjaftæði hver sagði hvað um einhvern og einhverjir stjórnmálamenn væru spilltir.
Ef sömu "upplýsingalekinn", sem ég trúi frekar að hafi verið skipulagður, hefði komið í einhverju dagblaði í heiminum, væru allir búnir að gleyma öllu eftir 10 daga..
Óskar Arnórsson, 11.12.2010 kl. 00:22
Það getur vel verið að of mikið sé gert úr WikiLeaks en það sem menn óttast mjög er ritskoðun á netinu. Það á að vera frjálst og er það í raun og veru, þó reynt sé að stjórna því.
Sæmundur Bjarnason, 11.12.2010 kl. 08:43
Wikileaks getur leitt til að lög um upplýsingafrelsi, fjölmiðla, internets og annara upplýsingamiðla verður hert. Og að internetið verði ritskoðað meira enn það er...er almenningur tilbúin að sjá raunveruleikan í þessu pólitíska spili eins nakin og Wikileak setur hann fram?
Óskar Arnórsson, 12.12.2010 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.