3.12.2010 | 00:11
1219 - Að standa í hurðinni
Bloggleti hrjáir mig. Eftir mörg tilhlaup til að komast vel að orði í upphafi bloggs er ég hálftómur. Því skyldi ég vera að gaspra um pólitík og fréttir. Ég er ómarktækur þar og langt á eftir öðrum, því ég er svo seinn að hugsa. Fer kannski sæmilega með íslenskt mál en er enginn hæstiréttur þar eins og mér finnst Eiður Guðnason vilja vera.
Sumar villur fara verr í mig en aðrar. Get bara ekki að því gert. Ein af þeim villum sem fylla mig jafnan hryllingi er þegar ég sé að ekki er gerður greinarmunur á hurð og dyrum. Eftirfarandi var í fréttafrásögn á visir.is nýlega:
Þá var vinkonu stúlkunnar varnað inngöngu í herbergið þar sem kynmökin fóru fram en einn af mönnunum stóð í hurðinni og meinaði henni að hafa afskipti af vinkonu sinni."
Samkvæmt mínum málskilningi er alveg útilokað að maðurinn hafi staðið í hurðinni. Hurðin hefði eflaust staðið í honum ef hann hefði reynt að éta hana.
Tvennt er mér einkum uppsigað við í íslenskuaðfinnslum Eiðs Guðnasonar. Hann er of smámunasamur og hann er of hrokafullur í orðalagi.
Kosningum til stjórnlagaþings er nú lokið og ekki er hægt að kvarta undan tíðindalitlum stjórnmálum. Mér leiðist samt mjög sá siður bloggara að taka sem allra sterkast til orða og fordæma hástöfum allt sem miður fer.
Nú er þriðja árið frá Hruninu mikla hafið. Enn eru menn að glíma við afleiðingar þess og ekki er að sjá að hlutirnir gangi vel. Því fer þó fjarri að við Íslendingar séum almennt komnir á vonarvöl þó svo virðist oft vera miðað við fréttaumfjöllun.
Lífskjör okkar eru kannski lakari en við vonuðum en svipað má segja um allan hinn vestræna heim. Sífelld og viðvarandi útþensla þar hefur stöðvast. Kannski er sú þróun engum til góðs en ekkert er við henni að gera. Endurreisn Íslands eftir hrunið mikla hefði kannski gengið betur ef erfiðleikar okkar væru einstæðir í veröldinni. Svarið við þessum erfiðleikum er ekki að fara í fýlu og loka sig af.
Því er haldið fram í fullri alvöru að Bjarni Benediktsson sem sjálfstæðismenn hafa kjörið sér til forystu sé í hjarta sínu ESB-sinni þó andstaða við ESB hafi verið samþykkt á flokksþingi. Formennskan sé þannig í hans huga mikilvægari en sannfæringin. Einnig er því haldið fram að Vinstri grænir muni ekki styðja inngöngu þegar á reynir. Heldur muni þeir leggja sjálfa sig niður eða skipta einu sinni enn um nafn. Þó afstaðan til ESB skipti flokkana miklu máli er ekki sjálfsagt að sú afstaða skipti sköpum á komandi stjórnlagaþingi.
Möðruvellingurinn Ólafur forseti er sífellt að færast lengra og lengra til vinstri segir Torfi Stefánsson. Þetta held ég að sé ekki alveg rétt. Framsóknarflokkurinn er greinilega ekki neinn vinstri flokkur lengur en ég held að Ólafur hafi alltaf verið afturhaldskommatittur". Hrunið færði þjóðina alla talsvert til vinstri og Ólafur talar bara núna eins og þjóðin ætlast til.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Maður lokar dyrum með hurð. Dyrnar eru því opið sem hurðin er sett í. Hins vegar kveikir maður ljós með slökkvaranum.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 3.12.2010 kl. 17:03
Já, Það er margt skrýtið í kýrhausnum en slökkvarinn er nú líka notaður til slökkva með. Með kveikjara slekkur maður ekkert, er það? (kannski nikótínhungrið??) Annars eru uppáhaldsambögur í þessu eins og öðru og fátt alveg öruggt.
Sæmundur Bjarnason, 3.12.2010 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.