1216 - Leirgerđur og Grútarbiblía

Nú ćtla ég ađ reyna ađ hćtta ađ hugsa eins mikiđ um pólitík og ég hef gert ađ undanförnu. Hún deprimerar mann bara. Hlutirnir fara sjaldan ţar eins og mađur vonast til og spáir. Ekki ţýđir samt ađ láta hugfallast.

Ţađ voru um 63 prósent sem kusu í Icesave-ţjóđaratkvćđagreiđslunni síđastliđinn vetur og svipađ hlutfall kjósenda sem sat heima í kosningunum um síđustu helgi. Er ţetta tilviljun? Hvađ segja talnaspekingar nú? Ekki var ţetta sama fólkiđ. Samt eru ţessar stćrđir svo líkar ađ athygli vekur. Ég er bara ekki nógu vel gefinn til ađ skilja ţetta.

Hvađan skyldi hún koma ţessi bloggnáttúra sem í mér virđist vera? Oft er ég ađ ţví kominn ađ gefast upp á ţessum fjára. Er ţetta ţađ eina sem ég get gert betur en margir ađrir? Kannski. Ţetta er allavega ţađ sem ég nenni ađ gera um ţessar mundir. Óskar Ţorkelsson er alltaf ađ hrósa mér. Ţađ heldur mér talsvert viđ efniđ. Kannski meinar hann ţetta. Hinsvegar vilja fáir rífast viđ mig hvernig sem á ţví stendur. Ţó vil ég gjarnan rífast viđ fólk, en bara á mínum forsendum. Ţessvegna blogga ég. Margir bloggarar eru svona.

Moggabloggsteljarinn segir mér ađ heimsóknir á bloggiđ mitt séu flesta daga á annađ hundrađ eđa svo. Af ţví ţykist ég sjá ađ ţeir sem lesa bloggiđ mitt reglulega séu a.m.k. svo margir (sumir ţeirra komi ekki í heimsókn daglega en séu reglulegir gestir engu ađ síđur) .

Síđan ímynda ég mér ađ ég hafi međ skrifum mínum einhver (eđa talsverđ) áhrif á skođanir ţessa hóps. Ţessvegna vanda ég mig oft töluvert viđ ţessi skrif. En sum blogg eru ákaflega óvönduđ.

Fyrir nokkrum dögum skrifađi ég klausu um Marínómáliđ. Ég er enn sama sinnis međ ţađ. Mér finnst hann hafa heimskađ sig á ţví ađ fara í megafýlu viđ ţađ eitt ađ blađamađur sagđist ćtla ađ upplýsa hve mikiđ hann skuldađi. Veit ekki ennţá hve mikiđ ţađ er og hef ekki áhuga á ađ vita ţađ.

Leirgerđur minnir mig ađ sé sálmabók og um hana held og ađ hafi m.a. veriđ ort: „Skáldskapur ţinn er skothent klúđur, skakksettum höfuđstöfum međ." Gott ef eftirfarandi eđa eitthvađ á ţá leiđ var ekki líka sagt um bókina: „Allt rekur sig á annars horn, eins og nautpening hendir vorn." Leirgerđur hugsa ég samt ađ bókin hafi veriđ kölluđ af ţví ađ hún hafi veriđ prentuđ í Leirárgörđum. Eflaust hefur samt einhverjum fundist ljóđin óttalegur leirburđur. Ekki eru ritdómar nú til dags í bundnu máli.

Grútarbiblía er útgáfa af biblíunni ţar sem einhvers stađar stendur (líklega í fyrirsögn) harmagrútur í stađinn fyrir harmagrátur. Ekki má nú mikiđ.

Fyrir löngu var ég áskrifandi ađ Vikunni. Minnir ađ ţar hafi einhverntíma veriđ grein um eyđslu frćgs fólks gerđ eftir upplýsingum ţess sjálfs. Á ţeim tíma var Ómar Ragnarsson flugmađur og skemmtikraftur međ meiru ekki síđur ţekktur en nú. Man sérstaklega eftir ţví ađ ađ í innkaupum Ómars kom fram ađ hann keypti ákaflega mikiđ af kexi. Svo mikiđ ađ mér, sem alltaf hef kexglađur veriđ (jafnvel kexruglađur), ofbauđ gjörsamlega. Veit ekki hvernig Ómar er kexlega séđ núna en ţá var hann allavega mjög kexsinnađur.

Las einhverntíma frásögn um mann sem tekinn var til fanga í smábć í Bandaríkjunum fyrir minniháttar afbrot og stungiđ í steininn sem var í kjallara lögreglustöđvarinnar. Fangageymslan var lítiđ notuđ og mađurinn gleymdist ţar í hálfan mánuđ. Var samt međ lífsmarki ţegar ţađ uppgötvađist. Hafđi einhvern vegin komist í vćtu.

IMG 3833Náttúran gerir allskyns tilraunir.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Ţorkelsson

Sćmundarhátturinn klikkar ekki.

Skemmtileg sagan um Óamr.

Vísindavefurinn gefur ţessa skýringu á orđinu kexruglađur;

Fyrir ţví eru međal annars sögulegar ástćđur ađ kex er tengt rugli og vitleysu. Eins og allir vita orsakađist franska byltingin af ţví ađ ćstur og ruglađur múgurinn fékk ekki brauđ. Franska yfirstéttin hafđi stundum á orđi á ţessum tíma ađ lýđurinn skyldi ţá bara fá sér kex. Um ţetta geta menn lesiđ til dćmis í Játningum Rousseaus.

Ţessi hótfyndi yfirstéttarinnar, ađ benda almúganum á ađ fá sér kex sem var munađarvara, var eins og olía á eldinn og hrćrđi upp í lýđnum sem varđ ađ lokum alveg stjörnuvitlaus og kexruglađur og tók til viđ ađ hálshöggva yfirstéttina međ fallöxi, sem eins og flestir vita er stćkkuđ útgáfa af frönskum kexskurđarvélum en ţćr voru notađar til ađ skera biskvíkökurnar sem eru stórar og ferhyrndar.

Til skýringar er rétt ađ setja ţetta upp svona, ţá sjá menn í hendi sér af hverju franska byltingin fór af stađ og hvernig orđiđ kexruglađur er hugsađ:

Brauđ --> kex ---> kolvitlaus lýđur
kex --> rugl --> ennţá meira rugl

Englendingar höfđu betri tök á alţýđunni á ţessum tíma. Stjórnmálamenn ţar í landi beittu orđatiltćkinu ‘you can’t have your cake and eat it too’ og sáu í hendi sér ađ ekkert ţýddi ađ bjóđa upp á kex. Enda hefur sú hefđ aldrei komist á í enskri tungu ađ tala um kexruglađa menn, ţar dregur sambćrilegt orđ merkingu sína af ensku jólakökunni, ţeir sem eru eitthvađ skrítnir eru einfaldlega ‘fruitcake’ eđa bara ‘nutcase’.

Ţetta finnst mér afar langsótt hjá Háskólanum og niđurlag skýringarinnar er beinlínis rangt.

Ţađ er vel ţekkt orđatiltćki á ensku ţegar talađ er um fólk sem hefur ruglast eđa klikkast, ađ sega ţađ hafa brostiđ - (cracke,- einnig craked &  gone crackers)

Orđiđ "cracker" er líka notađ yfir kex. Einhver hefur einfaldlega ţýtt ţetta enska orđatiltćki og fengiđ út kexruglađur.

Svanur Gísli Ţorkelsson, 30.11.2010 kl. 02:15

2 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Takk fyrir ţessi kexvísindi Svanur Gísli. Ég hafđi ekki séđ ţessa útskýringu á vísindavefnum og ekki velt mikiđ fyrir mér útlendum kexmálum. Einu sinni fékkst ađeins íslenskt kex á Íslandi og eru sögur til um tilurđ ţess.

Orđiđ "kex" finnst mér hljómmikiđ ţó ţađ sé stutt. Tengingin viđ mitt nafn er líka skemmtileg ţó ég fari ekki útí hana hér. Orđiđ "kexruglađur" er ađ minni hyggju fremur nýtt í málinu og uppruna ţess vafasamt ađ leita í frönsku stjórnarbyltingunni. Veit ekki heldur hvernig orđiđ kex er á frönsku. Kannski biskví.

Sćmundur Bjarnason, 30.11.2010 kl. 08:29

3 identicon

Gaman ađ blogga sko; Mér gengur alveg ágćtlega, er ađ taka inn 400-1000 heimsóknir á dag, vöxtur í hverjum mánuđi; Er ađ spá í ađ fá mér lén og gera ţetta enn meira :)
Heimurinn er svo kextruglađur ađ mađur verđur :)

doctore 30.11.2010 kl. 08:59

4 identicon

Kex (19 öld) ţurrt(harđbakađ)ógerđjađ brauđ. Flatar og ţunnar kökur. Tökuorđ líklega úr dönsku kiks. Eldri mynd keks. Eiginlega fleirtölumynd af cake,kaka.

Ólafur Sveinsson 30.11.2010 kl. 10:59

5 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Gott ađ ţađ skuli svona margir hafa áhuga á ţínum bođskap, doctore. Hann er fulleinhćfur fyrir mig. Mér finnst ţú nefnilega nćstum eingöngu blogga um trúmál.

Sćmundur Bjarnason, 30.11.2010 kl. 11:31

6 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Takk fyrir ţetta, Ólafur. Ţetta međ fleirtölumyndina af kökum finnst mér varla eiga viđ í dag. Kökur eru í mínum huga Hnallţórur (tertur) en smákökur líkjast aftur á móti kexi.

Sćmundur Bjarnason, 30.11.2010 kl. 11:37

7 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Ég hef oft heyrt brandarann sem eignađur er Marie Antoinette um "Let them eat cakes", en hef ekki hugmynd um hvernig hann er á frönsku. Dettur skyndilega í hug ađ ţađ sé hann sem er ađ rugla háskólamennina. Treysti Svani betur.

Sćmundur Bjarnason, 30.11.2010 kl. 12:19

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband