29.11.2010 | 00:05
1215 - Að kosningum loknum
Léleg kjörsókn í stjórnlagaþingskosningunum er aðallega til marks um lítinn áhuga ungs fólks á stjórnmálum. Það getur vel orðið spennandi að fylgjast með því sem gerist á stjórnlagaþinginu og hvernig Alþingi muni fara með það sem þaðan kemur. Er strax farinn að hlakka til næstu alþingiskosninga. Samt er engan vegin ljóst hvenær þær verða eða hvernig og um hvað þær muni snúast. Það getur líka vel verið að þjóðaratkvæðagreiðslur verði fyrr.
Þeir sem heima sátu voru vissulega að styrkja atvinnupólitíkusana í sessi. Stjórnlagaþingið verður veikara en ella með svona lítið kjörfylgi og það eru vonbrigði hvernig þessar kosningar fóru kjörsóknarlega séð eins og sagt er á miður góðri Íslensku. Alveg er þó eftir að sjá hverjir verða kosnir og hvernig þeir standa sig.
Kjósendur höfnuðu langflestum þeirra mörgu frambjóðenda sem boðið var uppá. Við því er ekkert að gera og var að sjálfsögðu vitað. Persónukjör er bara svona og tíðkast samt víða um lönd. Búast má við að áhrif þrýstihópa, lobbyismi hverskonar og allavega mútustarfsemi muni aukast ef persónukjör verður tekið upp við alþingiskosningar. Kosturinn við það væri samt sá að leyndarhyggjan ætti að minnka. Hlutirnir gætu sem best færst meira uppá borðið og orðið sýnilegri.
Við það ætti fjölmiðlun öll að breytast og batna. En gerist þetta? Ég efast um það. Flokksmaskínurnar mala hægt en þær mala örugglega. Flokkarnir eru stofnanir sem búnar eru að koma sér vel fyrir, hafa mikil völd og kunna með þau að fara. Stundum flýr hæfileikafólk á náðir þeirra því með þeirra hjálp er oft hægt að ná langt. Undanfarið hafa þó flokkshestarnir haft vinninginn og hæfileikafólkið forðast flokkana.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sumir eru harmi lostnir yfir því að þátttakan skyldi ekki vera meiri. Við hverju bjóst fólk. Það tekur tíma fyrir lýðræðið að þroskast.-
Þeir sem vanir eru að hafa hæst þegar kemur að kosningum (pólitíkusarnir) voru undarlega en samt blessunarlega þöglir í undanfara kosninganna.
Það gerði fjölmiðla dálítið kindarlega í umfjöllun sinni um máefnin.
Þá var aðdragandinn og undirbúningstíminn mjög skammur og kosningakerfið fáránlegt.
Þetta talnarugl og nafnleysi fór illa í landann sem er vanur að notast við eiginnöfn.
Rafrænar persónukosningar með löngum fyrirvara sem gefur fólki kost á kynna sig og sín baráttumál ýtarlega er framtíðin. Kannski ekki til næsta alþingis, en það mun vissulega verða. Fokkskerfið er útbrunnið og úrelt. Fólk þarf bara tíma til átta sig á kostum persónukosninga og fá tíma til að vaxa inn í þær.
Svanur Gísli Þorkelsson, 29.11.2010 kl. 01:30
Sammála þér um þetta, Svanur Gísli.
Íslendingar eiga jafnan bágt með að viðurkenna að þeir standi öðrum að baki. Sú er samt raunin í mörgum tilfellum.
Persónukjör mun koma í auknum mæli. Umræðan er að lagast. Fjölmiðlarnir líka.
Kosningarnar um helgina voru fyrsta tilraun. Auðvitað er ekki allt fullkomið. Atvinnupólitíkusar hafa fengið sína viðvörun og munu breyta starfsháttum sínum. Hvernig og hvort það verður nóg á bara eftir að koma í ljós.
Bloggið er líka langt frá því að vera fullkomið en umræðan er að breytast m.a. vegna þess.
Sæmundur Bjarnason, 29.11.2010 kl. 07:17
Kannski var þetta bara ágæt niðurstaða. Það var fullt af fólki sem taldi enga þörf á að breyta stjórnarskránni. Vonandi sat þá þetta fólk heima og var ekkert að kjósa fulltrúa sem telja enga þörf á að breyta stjórnarskránni. Nú er bara að sjá hverjir hlutu kosningu. Ég bara vona að þeir sem auglýstu mikið nái ekki kosningu. Sérstaklega ekki þessi sem auglýsti á DV borðanum og sendi mér offset prentaðan bækling og birtist svo líka í Sjonvarps skjáauglýsingu á föstudagskvöldið. Þá fékk ég endanlega upp í kok af einum frambjóðanda sem ég þekki ekkert. Svona virka auglýsingar öfugt á mig og marga fleiri. PR fólk ætti að athuga það
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.11.2010 kl. 14:46
Ég velti stundum fyrir mér hvort kosningar eigi ekki bara að vera sem allra ópersónulegastar nema náttúrulega forsetakosningar þar sem kosið er um andlega leiðtoga. Í almennum kosningum mætti semsagt leggja höfuðáherslu á málefni en ekki persónur. Kosningar mega heldur ekki vera of flóknar og það má ekki vera of margt í boði, þess vegna er ég alltaf frekar hrifinn af flokkakerfinu.
Emil Hannes Valgeirsson, 29.11.2010 kl. 15:47
Jóhannes, við skulum a.m.k. sjá til. Ekki fékk ég neinn bækling. Sá eitthvað af auglýsingum, en miklu minna en venjulega fyrir kosningar. Aðallega voru þær sem ég sá á fésbókinni.
Sæmundur Bjarnason, 29.11.2010 kl. 15:50
En Emil Hannes, áhugaleysi almennings veldur því að "flokkseigendurnir" ráða nánast öllu og misnota stundum völdin.
Sæmundur Bjarnason, 29.11.2010 kl. 15:53
Þetta er það sem er kallað er „lítil trú á stjórnmálaflokkum“ og er mjög algengt viðhorf. Fólk hefur yfirleitt ekki trú á neinu sem er til staðar og sjálfsagt er einhver ástæða til þess. En persónulegar vinsældir einstaka stjórnmálamanna geta líka verið hættulegar og nokkur dæmi eru til um það.
Emil Hannes Valgeirsson, 29.11.2010 kl. 16:58
Aukin þátttaka almennings í stjórnmálastarfi er tvímælalaust til bóta. Breytt kosningakerfi getur stuðlað að slíku og hugsanlega ýmsu fleiru. Leyndarhyggja er á undanhaldi á Vesturlöndum af ýmsum ástæðum.
Sæmundur Bjarnason, 29.11.2010 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.