10.11.2010 | 00:07
1196 - Jón Gnarr
Allir eru að gera á sig útaf Jóni Gnarr. Mér fannst hann standa sig ágætlega í Kastljósviðtalinu í gær. Sagt er að skíðamenn séu æfir útaf hugsanlegri lokun skíðasvæðisins í Bláfjöllum. Ef hafa þarf einhvern fjölda fólks á launum vegna svæðisins hvort sem opið er marga daga eða fáa finnst mér alveg koma til greina að spara þar. Skíðamenn geta sjálfir tekið einhverja áhættu. Rekstur skíðasvæðisins er verulega áhættusamur eins og tíðarfarið hefur verið að undanförnu.
Sama hvað illt er hægt að segja um Jón greyið þá er hann þó alla vega skárri en flestir aðrir. Reikna fastlega með að hann verði endurkjörinn ef hann gefur kost á sér áfram og verður ekki farinn í landsmálin þegar þar að kemur. Hann er miklu fremur mikilhæfur en vanhæfur eins og hann benti sjálfur á.
Ég er kominn með 280 fésbókarvini og er bæði að safna þeim og þó ekki. Eins og í flestu öðru er ég þarna beggja blands og á erfitt með að ákveða hvar ég stend. Til hvers eru allir þessir fésbókarvinir? Hef ekki hugmynd um það.
Saga Sjónvarpsins er saga popphljómsveita. Þetta er nokkuð sem Árni Bergmann bendir á í sinni fésbók og ég er alveg sammála því. Tvennt veldur þessu einkum. Mikið af svona efni er geymt og tiltækt og þar að auki auðvelt fyrir umsjónarmenn þátta að lengja þá fyrirhafnarlítið með því að spila heilu lögin. En ósköp er þetta þreytandi og leiðinlegt.
Bloggáherslur mínar eru einkum tvennskonar. Annarsvegar að blogga á hverjum einasta degi og hinsvegar reyni ég að blogga ekki alltof mikið í senn. Ef mér tekst óvenju vel upp einn daginn þá læt ég það helst ekki allt frá mér allt í einu. Geymi sumt. Með þessu móti verða bloggin mín stundum, ef fréttatengd eru, svolítið úrelt og seint fram komin. Ég finn ekki svo mikið fyrir þessu sjálfur en lesendur finna þetta og undan því hefur verið kvartað við mig.
Eftir því sem nær dregur stjórnlagaþingskosningunum magnast ótti minn um að þær fari ekki vel. Kosningaþátttakan verði annað hvort allt of lítil eða framkvæmdin fari að einhverju leyti í handaskolum. Það er óþarfi að fara strax að kvíða þinginu sjálfu og væntanlegu ósamkomulagi þar, en ég er viss um að sá kvíði tekur fljótlega við ef kosningin gengur bærilega.
Bygging á Reykjavíkurflugvelli.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Það hjálpar Jóni mjög að hann bauð sig fram í gríni og þess vegna er ekki hægt að finna höggstað á honum. Hann getur því sagt eitthvað á þessa leið: „Þeir sem kusu mig áttu að vita að ég vissi ekki neitt“. Þó er hann góður í hlutverki andlegs leiðtoga borgarinnar.
Sjálfur blogga ég nú bara um helgar, aldrei þó um pólitík en get notfært mér athugasemdakerfið hjá öðrum í svoleiðis ef á þarf að halda.
Emil Hannes Valgeirsson, 10.11.2010 kl. 00:26
Takk Emil Hannes. Einu sinni kallaðir þú mig "miðnæturbloggara" og ég man að ég var nokkuð ánægður með það. Tek vel eftir veðuráhuga þínum. Þó ég stríði Sigurði Þór stundum með að gera lítið úr slíku eru veðurblogg oft ári skemmtileg og fróðleg.
Sæmundur Bjarnason, 10.11.2010 kl. 00:43
Ég gat bara ekki fengid af mér ad horfa á allan vidtalstháttinn vid borgarstjórann.
Aeri-Tobbi eda Sólon Islandus? Eda bádir í sömu persónu?
Sjónvarpid er mjög miskunnarlaus midill og thad sýndi sig best í thessu vidtali. Vesalings madurinn! Vonandi á hann góda ad annars er bara haetta á ad hann hrökkvi sundur einhvern daginn. Hver tekur ábyrgd á thví?
S.H. 10.11.2010 kl. 10:21
Vesalings spyrjandinn segi ég nú bara. Hef engar áhyggjur af því að Jón Gnarr hrökkvi í sundur. Vissulega er þörf á nýjum straumum í pólitíkinni. Hún er afspyrnu leiðinleg og fyrirsjáanleg.
Sæmundur Bjarnason, 10.11.2010 kl. 10:44
Jón er flottur og menn geta treyst því að hann vill vel og það sem er rauður þaráður í framboði hans er heiðarleiki. Á hann er kallað hástöfum en enginn þolir hann í praksís.
Hann vel ég örugglega framyfir pólitísk trúðsígili á borð við Jóhönnu og steingrím, sem svara aldrei heiðarlega en nota frasana: "Taka málið föstum tökum." "Skoða málið í ríkistjórninni." "Standa saman." "Rannsaka", Komastil botns í", Skipa starfshóp" "Skipa nefnd" (sama mál) "Efla, standa að baki, moka skafla, hreinsa flór, standa af sér storminn, vinna markvisst og bla bla bla bla...
Allt miðar það að því að losna við fréttamenn í hvert og eitt sinn og gera svo ekkert. Fréttamenn eru meira að segja orðnir háðir þessum frösum og fara alveg úr límingunum ef þeir fá ekki það sem þeir eiga að venjast. Heiðarleiki! Hvaðan kom hann??!!
Jón Gnarr er svo sannarlega ferskur vinur í Íslensk stjórnmál og engin htta á að fólk fái á tilfinninguna að það sé að tala við segulband, þegar hann verður fyrir svörum.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.11.2010 kl. 11:20
Mér finnst mjög skemmtilegt að lesa hvernig þú kryfur þig niður í hverju Bloggi Sæmundur. Þú ert á fullu í sjálfskoðun það er gott. Svolítið krúttlegt líka, með kveðju Ásthildur Cesil.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.11.2010 kl. 14:03
Takk Áshildur. Sjáfsskoðun segirðu. Kannski ég sé bara endurskoðunarsinni!!
Sæmundur Bjarnason, 10.11.2010 kl. 14:07
Mér fannst þetta ágætis viðtal; Soldið skrítið á köflum, en yfirhöfuð betra en viðtöl við aðra stjórnmálamenn.
Skíði, ég labbaði nú sem krakki langar leiðir til að skíða og renna mér á minni snjóþotu, ég vorkenni engum að gera það sama.
Aldrei gæti ég verið í einhverju ríkis/borgar styrktu áhugamáli á meðan aðrir svelta, hanga í biðröðum og vosbúð... Ég myndi bara skammast mín fyrir að skíða yfir þetta fólk á lúxusskíðunum mínum.
P.S. Á ekki skíði lengur :)
doctore 10.11.2010 kl. 14:39
ég get vel gert svar Jóns Steinars að mínu
Óskar Þorkelsson, 10.11.2010 kl. 15:57
DoctorE. Ég hef nú aldrei skíðamaður verið og sé svolítið eftir þeim peningum sem í þá fara. Samt er ekkert í veginum með að Borgin reki skíðasvæðin ef það er án mikils kostnaðar.
Sæmundur Bjarnason, 10.11.2010 kl. 17:14
Óskar, já einmitt. Ég er alveg sammála honum líka. Gnarr er sá sem stjórnmálin snúast um. Auðvitað eru samt sumir á móti honum.
Sæmundur Bjarnason, 10.11.2010 kl. 17:16
Flott hjá ykkur Sæmundur og Jón Ragnar. Ég er ekki frá því að DoctorE aldrei þessu vant hitti naglann á höfuðið.
Hrannar Baldursson, 10.11.2010 kl. 19:59
Hrannar, já við erum sammála um þetta. Horfði áðan á youtube-klippu af Jóni Gnarr að gera grín að skíðaiðkun.
Sæmundur Bjarnason, 11.11.2010 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.