9.11.2010 | 00:07
1195 - Inngangur að öðru meira
B: Já, auðvitað er þetta bilun. (Löng þögn). Hvað er það annars sem er bilun?
A: Að vera að blogga svona á hverjum einasta degi.
B: Já, það já. Já, það er alveg satt. Ekki er ég svona.
A: Nei, auðvitað ekki. Það eru fáir sem láta svona. En auðvitað er þetta bilun.
B: Já, það má segja það.
A: Ég var einmitt að segja það. (Þögn). Á ég kannski að segja það aftur.
B: Ha? Segja hvað?
A: Að það sé bilun að vera að blogga svona.
B: Já, einmitt já.
A: Og svo halda allir að maður hugsi ekki um annað en blogg.
B: Það er heilmikið að gera á fésbókinni líka.
A: Tala nú ekki um það.
Og áfram og áfram og áfram.
Þegar ég les gömul blogg eftir sjálfan mig finnst mér oft eins og ég sé hálfskoðanalaus. Þó fer ég stundum markvisst yfir bloggin mín og útrými öllum fyrirvörum og hikorðum. Verð að vona að öðrum finnist þetta ekki. Það versta sem ég veit eru þeir sem aldrei geta ákveðið sig. Ég er samt dálítið þannig sjálfur. Reyni alltaf að fresta ákvörðunum ef þess er nokkur kostur. Það er auðvelt að vera ákveðinn í orðum. Verra getur það verið þegar til alvörunnar kemur.
Mikið frelsi er að lesa svona fá blogg eins og ég geri yfirleitt núorðið. Þetta hefði ég ekki átt að segja. Einhverjir gætu tekið þetta bókstaflega og hætt að lesa bloggin mín. Sem væri skaði því þau eru svo vel skrifuð og skemmtileg. (Segja sumir) . Hugsa að ég myndi kjósa einhvern líkan Múmínálfinum sem er í stól borgarstjórans í Reykjavík um þessar mundir ef mér byðist það. Ekki er útilokað að Gnarrlegt framboð komi fram við næstu alþingiskosningar.
Já, það er ekki meiri vandi en þetta að blogga daglega. Tekur 10 mínútur eða svo. Svo eru það bréfskákirnar. Þær gengur mér ágætlega með eftir að ég hætti að stritast við að halda stigunum. Og síðan út að ganga. Það er víst farið að birta á Austurlandi (segir Fési sjálfur) svo mér er ekki til setunnar boðið.
Ekki erfi ég það við þá Sigurð Þór og Pál Bergþórsson þó þeir kalli fésbókina fasbók. Svona er ég liberal.
Sólin grúfði sig niður bak við Kópavogsturninn þegar þyrlan kom blaðskellandi og rauf morgunkyrrðina. Þetta skeði í Fífuhvamminum klukkan að ganga tíu í morgun og það er meira að segja til mynd af þessu.
Í sívaxandi mæli er ég farinn að heyra aðra minnast á bloggin mín. Af hverju veit ég ekki. Ætli Davíð sé ekki að fikta við teljarann og skrúfa hann niður. Ég ætti náttúrulega að hafa mun fleiri lesendur. Þetta er stóreinkennilegt.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Mér finnst þú hafa nóg af hálfskoðunum (sbr. þú segir vera hálfskoðanalaus). Þú ert hins vegar hikandi að koma heilskoðunum þínum á framfæri. Man varla eftir að þér hafi ofboðið nokkur skapaður hlutur, hvað þá þú hafir orðið fúll eða reiður. Einna helst út í okkur sem sjáum ekki augljósan ávinning af að ganga í ESB.
Blessaður haltu áfram að blogga. Stutt eða langt eftir því sem þér svellur móðurinn til. En láttu gamminn geysa og hvína í þér!
Þá verður gaman.
Sigurður Hreiðar, 9.11.2010 kl. 13:31
Takk Sigurður. Mér finnst skipta miklu að menn séu ekki of stróryrtir. Oft er lítil innistæða fyrir öllum stóryrðunum sem látin eru falla á bloggi og víðar. Það er dálítið til í þessu með heilskoðanir og hálfskoðanir, þó mér hafi í fyrstunni sýnst það vera hálfgerður (??) útúrsnúningur.
Sæmundur Bjarnason, 9.11.2010 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.