1.11.2010 | 00:23
1187 - Heimssýn og stjórnlagaþing
Á sama tíma og átök harðna hvað snertir inngöngu í ESB eru landsmenn að undirbúa sig undir stjórnlagaþing. Satt að segja er ekki ólíklegt að þessi tvö mál eyðileggi nokkuð hvort fyrir öðru og hrunsmálin spila að sjálfsögðu inn í allt saman. Gera verður þá kröfu til þeirra sem á stjórnlagaþing veljast að þeir láti af öllum einstrengingshætti varðandi þessi mál. Ef þokkaleg sátt á að nást um stjórnarskrána verður að sætta sig við að hún verði loðin og óákveðin hvað snertir afstöðu til þessara mála.
Heimssýnarmenn eru dálítið með böggum hildar þessa dagana. Ástæðan er sú að strategía þeirra er öll farin út um þúfur og fylgið við Evrópusambandsandstöðuna að hverfa. Eins og veröldin virtist blasa við þeim fyrir nokkrum vikum síðan.
Sú hugmynd þeirra að fá alþingi til að samþykkja þingsályktun um að hætta viðræðunum við ESB gekk ekki. Þá var brugðið á það ráð að reyna að fá fram þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Það var heldur vafasöm aðgerð því líklega hefði verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslunni að halda viðræðunum áfram. Heimssýnarmönnum til happs þá klúðraði Vigdís Hauksdóttir því máli öllu.
Nú sjá þeir helstu möguleika felast í því að reyna að kljúfa vinstri græna og fá þá til þess að hætta stuðningi við ríkisstjórnina ef ekki verður.... Ja, ef ekki verður hvað? Veit ekki hvers þeir krefjast núna en hátt hafa þeir um mútur, segja að nú fari fram aðlögunarviðræður við Sambandið og að aldrei verði nein þjóðaratkvæðagreiðsla um málið.
Jólin eru um það bil að halda innreið sína í verslanir og glugga þeirra. Mörgum finnst þetta með fyrra móti en verslunareigendur segja auðvitað að markaðurinn krefjist þessa. Merkilegur guð þessi markaður. Trúin á hann og gullkálfinn virðist sterkari en nokkur önnur trú. Segi ekki meira um trú og trúleysi því það er ávísun á endalausar flækjur. Nóg er nú samt.
Kunna bankamenn ekki að reikna eða er Marínó sjálfur eitthvað tæpur?
Ofneysla á ís getur verið hættuleg.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæll Sæmundur.
Þú segir okkur ESB andstæðinga með "böggum hildar" af því að þú telur að stuðningurinn við ESB aðild hafi vaxið svo gríðarlega meðal þjóðarinnar.
Það tel ég alls ekki vera rétt og ekkert sem að styður það, því að allar skoðanakannanir sem gerðar hafa verið undanfarið 1 ár eða svo þar sem spurt hefur verið beint um það hvort fólk vilji að Ísland gangi ESB á hönd eða ekki hafa sýnt yfirgnæfandi andstöðu við ESB aðild landsins, þ.e. að 60 til 70% þjóðarinnar væru andvíg aðild. Ég tel það ekki hafa breyst að neinu ráði.
Hinns vegar er það rétt hjá þér að úr því sem komið er að þá hefur nokkuð stór hluti okkar ESB andstæðinga frekar tekið þann pól í hæðina að klára skuli þessar fjandans viðræður við þetta yfirráða bandalag til þess að hægt verði loksins að koma þessu máli fyrir þjóðina og kolfella það þar og þar með koma því frá.
Því að ég veit alveg að ef Alþingi myndi vísa málinu frá þá gengi ESB trúboðið af göflunum og innanlands ófriðurinn myndi bara magnast.
Svipað yrði uppá teningnum ef það yrði farið útí kosningar um þetta mál nú í miðju ferli þá væri það ekki hagstætt fyrir okkur ESB andstæðinga hvernig svo sem þau úrslit yrðu. Ef þetta yrði þar fellt þá færi ESB trúboðið líkia á límingunum og hamaðist við að fá viðræðurnar af stað aftur og klára að "skoða allan pakkann" eins og það heitir á þeirra skolla máli og innanlands ófriðurinn yrði enn á fullu.
Ef þetta yrði samþykkt naumlega þá það er að halda viðræðuferlinu áfram þá væri það heldur ekki gott fyrir okkur ESB andstæðinga, ekki hvað síst af ýmsum málefnalegum og sálrænum ástæðum.
En þetta fjandans mál er orðið þjóðinni mjög dýrt spaug og búið að kljúfa hana og splundra henni verr en nokkuð annað mál hefur gert og það á versta tíma í sögu hennar.
Vegna þessa hafa stjórnvöld verið hálf lömuð til að gera það sem mestu máli skipti það er að byggja upp þjóðfélagið að nýju og sameina fólk að baki sér um það. Nei þess í stað er alið á sundurlyndisfjandanum og klofningnum meðal þjóðarinnar.
Nei þessi fjandans ESB- umsókn hefur náð að eyðileggja meira fyrir þessari þjóð en margar af verstu náttúruhamförum sem þjóðin hefur mátt þola.
Þetta mál hefur af Samfylkingunni verið keyrt áfram af þvílíku offorsi og það gegn stærstum hluta þjóðarinnar og þar hefur verið notast við verstu sort af klækjastjórnmálum með öllum þeim lygum, blekkingum og svikum sem þeim geta fylgt.
Ég veit að það verður við ramman reip að draga og nú megum við ESB andstæðingar búast við að verða að sigla talsvert krappann sjó.
Því nú hefur Elíta ESB apparatsins í Brussel fyrirskipað að hér skuli farið í mörg hundruð milljóna auglýsinga og áróðursherferð með það að markmiði að fólk segi "já" við ESB aðild í fyrstu atrennu.
Það verður borið fé á fólk og fjölmiðla og félagasamtök og ímyndar skrifstofur hægri vinstri bara ef það vill þyggja þessa ESB silfurpeninga og ganga erinda ESB trúboðsins.
Einnig er það ömurlegt uppá að horfa að Ríkisfjölmiðlunum er blygðunarlaust beitt fyrir ESB vagninn og það á líka við um Baugsmiðlana og flesta aðra fjölmiðla landsins fyrir utan Morgunblaðið.
En ég er samt ekki í neinum vafa að þegar þjóðin fær loks að koma að þessu máli beint og milliliðalaust þá mun hún hafna ESB aðild örugglega.
Þá loksins þagnar þetta úrtölulið ESB trúboðsins alla vegana í einhvern tíma og þá verður kannski hægt að sameina þessa þjóð uppá nýtt og fara að vinna að uppbyggingunni af fullum krafti á nýjan leik.
Gunnlaugur Ingvarsson 1.11.2010 kl. 15:13
Takk, Gunnlaugur. Mér finnst þessi greinargerð þín ágæt þó í lengra lagi sé. Það eru mörg atriði í henni sem ég mundi gjarnan vilja ræða nánar og kannski gerum við það seinna.
Vonandi trufla ESB-málin ekki mikið á komandi stjórnlagaþingi. Hvernig sem fylgið skiptist nákvæmlega núna þá er ljóst að sumir ESB-andstæðingar á alþingi hafa gert alvarleg strategisk mistök.
Sæmundur Bjarnason, 1.11.2010 kl. 19:47
Sæll aftur Sæmundur og takk fyrir ágætt svar.
Ég er sammála þér að ESB andstæðingar á Alþingi hafa gert strategisk mistök og hreinlega klúðrað málum fyrir okkur ESB andstæðinga.
Já ég væri alveg til í að ræða við þig betur um þessi mál seinna og ég kem örugglega með comment hjá þér þegar þú bloggar næst um þessi mál.
Ég kíki oft á síðuna þína af því að mér finnst hún vera vel skrifuð og vera málefnaleg. Oft er ég þér sammála þó við séum sennilega ekki á sömu skoðun ennþá alla vegana í ESB málinu.
Gunnlaugur Ingvarsson 2.11.2010 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.