30.10.2010 | 00:08
1185 - Moggaskrifli og matargjafir
Svanur Gísli Þorkelsson biður um útskýringu á orðinu Tintron. Hana á ég ekki til. Þetta orð virðist mjög vandskýrt og eftir því sem ég veit best veit á það sér enga hliðstæðu í öðrum landshlutum. Björgunarsveit með sama nafni starfar eða starfaði á svæðinu en mig grunar að menn þar viti lítið um uppruna nafnsins og sveitin sé einfaldlega nefnd eftir hellinum. Örnefnanafngiftir eru þó alltaf athyglisverðar og á Vísindavefnum hefur verið um mál þetta fjallað.
Margir hafa horn í síðu Moggaritstjórans fræga og svo virðist sem enn og aftur ætli honum að takast að vefja sjálfstæðismönnum um fingur sér. Að sjálfstæðismenn skuli hlaupa fram og aftur vegna allra pólitískra frétta sem Davíð þóknast að birta í Moggaskriflinu er í besta falli skemmtilegt en getur á endanum orðið sjálfstæðismönnnum mjög til trafala. Auðvitað er alltaf einhver fótur fyrir þeim fréttum sem þar birtast en áherslurnar og það hvað birt er virðist alltaf þjóna Davíð ágætlega og hans skoðunum.
Matargjafir þær sem hér tíðkast hjá Mæðrastyrksnefnd, Fjölskylduhjálp og Þjóðkirkjunni eru til háborinnar skammar öllum þeim sem ættu auðveldlega að geta gert betur. Það fólk sem hefur ríkisborgararétt hér á Íslandi á rétt á því að fá að borða og það á ekki að þurfa að betla sér mat með þessum hætti. Auðvitað er alltaf hætta á að einhverjir misnoti sér það sem ókeypis er. Það má samt ekki verða til þess að öðrum sé refsað í stórum stíl. Það svindl sem hugsanlega fer fram með þeim hætti að óverðugir fái matargjafir er svo lítið að það hefur enga þýðingu.
Hver skyldi skoðun fólks á fésbókinni vera? Eru þær umræður sem þar fara fram á einhvern hátt markverðar? Í fljótu bragði sýnist mér að þær komi einkum að haldi þannig, að komi fram góðar hugmyndir eða vel orðaðar þar, þá dreifast þær fljótt og víða ef einhverjir koma þeim á framfæri og endurvarpa þeim. Það sama má auðvitað um bloggið segja en þar fer lesendum og þátttakendum líklega talsvert fækkandi.
Margt er skrýtið í sambandi við Evrópusambandsandstöðuna. Þar gengur ekki hnífurinn á milli harðra hægrisinnaðra AMX-ara og vinstri grænna stofukomma. Þar sameinast í andanum Davíð stríðsmaður og Steingrímur Jóhann. Samt tókst heilagri Jóhönnu að lauma aðildarumsókn að EBS í gegn og þrátt fyrir góðan vilja margra til að ónýta þann gjörning virðist það ætla að mistakast.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ketill þessi hefur líklega verið skírður í höfuðið á björgunvarsveitinni í Grímsnesinu, hún ber sama nafn.
Ólafur Eiríksson, 30.10.2010 kl. 01:34
Ég þakka þér Sæmundur fyrir vel skrifaða pistla, skrifaða af mikilli kurteisi. Áður kostaði kurteisi ekkert, en ég er ekki frá því að menn séu farnir að verðleggja hana á síðustu. Of mikil kurteisti getur verið stílbragð, og líklega ert þú að beita því þegar þú segir; "að auðvitað sé alltaf einhver fótur fyrir þeim fréttum sem birtast í Morgunblaðinu". Eins og þú veist þá er alltaf fótur fyrir þeim fréttum sem "ekki" birtast í þeim nú illa notaða snepli.
kveðja, Gunnar.
Gunnar Gunnarsson 30.10.2010 kl. 03:40
Svavar Sigmundsson (hjá Örnefnastofnun) svarar fyrirspurn um Tintron árið 2006 þannig:
Helgi Guðmundsson skrifaði um nafnið í bók sinni Land úr landi (Háskólaútgáfan 2002), bls. 150 og telur að það sé komið úr frönsku donjon 'dýflisa, svarthol'. Merkingin getur staðist en að franskt orð liggi
þar að baki verður þó að teljast nokkuð langsótt. E.t.v. er nafnið samsett en erfitt er að finna orð í íslensku sem gætu skýrt það.
Í færeysku merkir orðið tint 'mælikanna, -staukur (3 1/2 peli)' en seinni hluti nafnsins er hugsanlega trón 'hásæti', sbr. so. tróna 'hreykja sér; gnæfa yfir', og hefur þá upphaflega myndin verið *Tint-trón? En
merkingarlega er erfitt að koma því heim og saman.
Sjá http://www.arnastofnun.is/page/arnastofnun_nafn_fyrirspurnir
Alþýðlegri skýringu heyrði ég á Laugarvatni á uppvaxtarárunum, nefnilega ef hrópað væri Tin ofan í hellinn bærist bergmálið Tron til baka ;)
Harpa Hreinsdóttir 30.10.2010 kl. 06:29
Ólafur, eins og ég segi í fyrstu málsgrein pistilsins, hef ég frekar trú á að þessu með björgunarsveitina sé öfugt varið.
Sæmundur Bjarnason, 30.10.2010 kl. 07:05
Gunnar, mörgum finnst Mogginn vel notaður en ekki illa þegar kjósendum Sjálfstæðisflokksins fækkar vegna hans.
Sæmundur Bjarnason, 30.10.2010 kl. 07:07
Harpa, mér finnst alþýðlega skýringin skemmtileg og hef ekki heyrt hana áður. Skil samt ekki af hverju menn hrópuðu "Tin" ofan í hellinn frekar en eitthvað annað.
Sæmundur Bjarnason, 30.10.2010 kl. 07:11
Í sambandi við síðustu athugasemd hér á undan: Menn hafa hrópað „tin“ niður í hellinn af því það var svo gaman að fá „tron“ til baka…
Sigurður Hreiðar, 30.10.2010 kl. 11:24
Ríkisstjórnin fer einsog köttur kringum heitan graut, þar sem vandamál samfélagsins eru. Kjarklaus og huglaus! Hér ríkir stjórnarkreppa og þingið er í upplausnarástandi. Engin forysta er fyrir hendi, sem þing og þjóð gæti fellt sig við. Málin verður að leysa. Það getur ekki ríkisstjórnin og ekki þingið með núverandi stjórn! Valið stendur því milli neyðarstjórnar og kosninga. Síðari kosturinn er raunar ekki kostur í stöðunni miðað við ástand stjórnmálaflokkanna. http://utanthingsstjorn.is/
Auðun Gíslason, 30.10.2010 kl. 15:45
Mér þykir tilgátan hans Sigurðar vera afar líkleg, eiginlega næst á eftir tilgátunni sem ég set fram um nafnið Tintron í splunkunýju bloggi hér.
Svanur Gísli Þorkelsson, 30.10.2010 kl. 18:42
En Sigurður skyldi hafa komið "Tron" til baka hvað sem menn kölluðu? Ef ekki, af hverju kölluðu menn þá "Tin"?
Sæmundur Bjarnason, 30.10.2010 kl. 20:39
Auðun, þetta með utanþingsstjórnina hefur þann galla að blessaðir alþingismennirnri þurfa að samþykkja það. A.m.k. ekki setja sig á móti því. Annað þýðir líklega byltingu.
Sæmundur Bjarnason, 30.10.2010 kl. 20:41
Svanur Gísli, las innlegg þitt um "Tintron". Þessi umræða er að komast á svo lært stig að ég segi bara pass. En orðið er sérkennilegt og engin goðgá að velta tilurð þess fyrir sér. Sammála öðrum um að aldur þess skiptir miklu máli.
Sæmundur Bjarnason, 30.10.2010 kl. 20:45
Sko, svona fer maður að ef maður vill ná sæmilegum fjölda í athugasemdum.
Sæmundur Bjarnason, 30.10.2010 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.