29.10.2010 | 00:04
1184 - Stjórnlagaþing II
Margt bendir til þess að stjórnlagaþing það sem væntanlega verður haldið í byrjun næsta árs verði einstæður atburður í stjórnmálasögu landsins. Þessvegna er einboðið að vanda umgjörð þess alla og kosningar til þess eins mikið og kostur er. Úrtöluraddir heyrast þó auðvitað og sumir segja að sjálfsagt sé að semja nýja stjórnarskrá en bara ekki núna.
Á margan hátt finnst mér samt að rétta tækifærið sé núna. Þegar núverandi stjórnarskrá tók gildi við lýðveldisstofnunina árið 1944 stóð til að endurskoða hana fljótlega. Það hefur ekki verið gert ennþá nema að litlu leyti. Engin þörf er að fresta þessu einu sinni enn.
Ekki er víst að nauðsynlegt sé að endurnýja stjórnarskrána að öllu leyti þó margir kaflar hennar þarfnist endurskoðunar. Eflaust er hægt að nota suma kafla skrárinnar áfram lítið eða ekkert breytta. Vafalaust verða margir kaflar hennar þó endurskoðaðir rækilega. Hægt er að byggja á því starfi sem unnið hefur verið hingað til þó ekki hafi tekist að ljúka neinu umtalsverðu varðandi endurskoðunina til þessa.
Langhættast er við að svo hart verði deilt á þinginu að ekkert verði úr neinni endurskoðun. Gott ef sáttfýsi og samstarfsvilji verða ekki afdrifaríkustu og áhrifamestu eiginleikar væntanlegra þingfulltrúa. Mikilvægast er að á þingið veljist sá þverskurður samfélagsins sem Alþingi hefur jafnan átt að vera. Kannski eru það einkum stjórnmálaflokkarnir sem hafa eyðilagt þann möguleika. Kosningafyrirkomulag hefur líka jafnan verið með þeim hætti að lítt hefur verið hægt að taka mark á úrslitum kosninga.
Um daginn birti ég frásögn af ferð í Tintron. Lét þess getið að hann væri einskonar vasaútgáfa af hellinum fræga við Þríhjúka. Í kvöld var ýtarleg umfjöllun um Þríhjúkahellinn í kastljósi sjónvarpsins. Dettur óneitanlega í hug að hugmyndin að þeirri umfjöllun sé frá mér komin. Einkum vegna þess að ég hef orðið var við svipað áður í minni miklu sjálfhverfu. Hvarflar þó ekki að mér að þetta skipi máli. Sama hvaðan góðar hugmyndir koma.
Íslensk málnefnd hefur ályktað um ásókn ensku í íslensku háskólasamfélagi. Þar kemur fram að útbreiðsla enskunnar er þar mikil og sum námskeið eru eingöngu kennd á ensku og 80% doktorsritgerða eru á ensku. Þessi þróun er ískyggileg svo ekki sé meira sagt. Hugsanlega mun ég skrifa meira um þetta seinna
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæll Sæmi.
Er hellirinn ekki kenndur við Þríhnjúka freka en "Þríhjúka"? Og hvað er þetta með Tintron? Hversvegna veit enginn hvaðan það nafn er komið? Kannski úr ensku???
Sáttfýsi segirðu. Það yrði saga til næsta bæjar. Sjaldan séð lista jafn pakkaðan af hverúlöntum og skrána yfir frambjóðendur til stjórnlagaþings. - Það átti bara að gera það að þegnskylu að þjóna á stjórnlagaþinginu og láta alla landsmenn yfir 18 ára aldri vera í framboði. Þá gætimaður kannski fundið og valiið 25 hæfa einstaklinga.
Svanur Gísli Þorkelsson, 29.10.2010 kl. 01:24
Svanur Gísli. Jú, auðvitað á þetta að vera Þríhnjúkar. Þarna hefur yfirlesturinn brugðist eitthvað. Orðið Tintron er vandskýrt. Sjálfan mig minnir það annars vegar á Tintrommuna hans Brechts og hinsvegar finnst mér einhver gelíkskur hljómur í nafninu.
Varðandi stjórnlagaþingið er ég bara ekki sammála þér. Við verður að vona að þetta takist vel. En það er of langt að fara að bollaleggja um það hér.
Sæmundur Bjarnason, 29.10.2010 kl. 08:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.