19.10.2010 | 00:21
1174 - Tintron
Um þessa mynd má margt segja. Ég fékk hana hjá Bjössa bróður mínum og eflaust mætti laga hana til og gera hana ögn skárri. Þessi mynd er tekin í hellinum Tintron (eða við hann) líklega um 1990 og er af hópi sem fór á vegum Hjálparsveitar skáta í Hveragerði í leiðangur í hellinn. Í þessari ferð gerðist margt sem vel væri við hæfi að rifja upp. Á myndinni er Bjössi í aftari röð lengst til hægri. Ég er sá gráskeggjaði í aftari röð númer þrjú frá hægri. Það er semsagt einn á milli okkar Bjössa. Benni sonur minn er síðan lengst til hægri í fremri röð og Bjarni Harðarson fyrrverandi þingmaður og frændi minn við hliðina á honum.
Aðra þekki ég ekki á myndinni en gæti eflaust komist að því hverjir það eru. Vel gæti hafa verið einn til viðbótar í ferðinni og hann hefur þá líklega tekið myndina. Það hef ég ekki athugað. Heimildir um þessa ferð er kannski að finna hjá Hjálparsveit skáta í Hveragerði. Man að við fórum á einum bíl sem sennilega var í eigu svæðisstjórnar björgunarsveita í Árnessýslu.
Þegar við vorum nokkurn vegin nýkomnir af stað en þó langleiðina að Selfossafleggjaranum (eða jafnvel framhjá honum) pípti síminn hjá Bjössa útaf útkalli vegna veiðimanns í Soginu sem straumurinn hafði hrifið með sér og fært á kaf. Við héldum að sjálfsögðu áfram sem leið lá og komun brátt auga á flugvél sem flaug afar lágt yfir Sogið þegar við nálguðumst Sogsbrúna.
Þegar við höfðum síðan farið spölkorn upp eftir Þingvallaveginum sáum við lögreglubíl hjá sumarbústöðum við Álftavatn. Þangað fórum við og lögreglumennirnir sögðu okkur að þeir hefðu séð þúst úti í vatninu og þeir héldu að það kynni að vera veiðimaðurinn sem leitað væri að. Þeir öflugustu í okkar hópi ösluðu þá út í vatnið og í ljós kom að umrædd þúst var líkið af veiðimanninum. Það var sett í líkpoka sem var um borð í lögreglubílnum og við héldum áfram för okkar. Hjálparsveitin frá Selfossi var þá farin að nálgast staðinn á björgunarbát með utanborðsmótor.
Eftir Lyngdalsheiðarveginum gamla fórum við síðan í átt að Tintron. Á leiðinni æfðum við okkur með því að fara í helli í hrauninu við veginn. Sá hellir lá undir Lyngdalsheiðarveginn og komum við upp úr honum norðan við hann en höfðum farið í hellinn sunnanvert við veginn. Niður í Tintron sigum við síðan og komumst þangað allir án erfiðleika. Hellirinn Tintron er merkileg náttúrusmíð og nánast vasaútgáfa af hellinum fræga og stóra við Þríhjúka.
Þegar upp skyldi fara í sömu böndum og við höfðum notað við niðurferðina vandaðist málið svolítið fyrir mér. Mér tókst bærilega að lesa mig upp eftir kaðlinum fyrst í stað en eftir því sem ofar dró minnkaði kraftur minn og spyrnur mínar í fótlykkjuna urðu smátt og smátt ómarkvissari. Hefðu ekki nokkrir sterkir björgunarsveitarmenn verið komnir upp á undan mér og getað aðstoðað mig síðasta spölinn er ekki víst að ég hefði komist alla leið. Aðrir áttu ekki í erfiðleikum svo ég muni. Eiginlega man ég ekki eftir fleiru úr ferðinni en þetta er líka allnokkuð. Man þó að mér þóttu björgunarsveitarmenn og lögreglan umgangast líkið af veiðimanninum með fullmikilli léttúð.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.