1169 - Kosningaréttur

Að einu leyti verða stjórnlagaþingskosningarnar sem haldnar verða 27. nóvember næstkomandi merkilegar. Þar verða kosnir fulltrúar á þing án innbyggðs misréttis í vægi atkvæða. Semsagt ekkert kjördæmapot. Kannski eru landsmenn samt orðnir svo vanir slíkri vitleysu að nýtt fyrirkomulag þyki ómögulegt.  Kannski snýst líka einhverjum hugur sem hingað til hefur verið alfarið á móti jöfnun kosningaréttar án þess að vita af því.

Af hverju ætti kosningaréttur að vera jafn? Þetta er spurning sem fólk ætti að spyrja sig áður en farið er að hugsa um aðra hluti. Lokun sjúkrahúsa, bankahrun, atvinnuleysi og slíkir smámunir skipta í rauninni engu máli. Ef stjórnmálaforingjum tekst einu sinni enn að etja saman strjálbýli og þéttbýli og egna til ófriðar þar, þá geta þeir haldið áfram leik sínumog nálgast nýtt hrun. Hvort sem það verður fljótlega eða ekki.

„The global television village" er nú statt í Chile og sent er út beint frá björgun námumannanna þar. Margir þurfa að fylgjast með þessu en ég er fyrirfram sannfærður um að allt fer vel. Margir vona eflaust að eitthvað fari úrskeiðis og horfa þessvegna á ósköpin. Þó beinar sjónvarpsútsendingar geti verið ágætar finnst mér tímasóun að fylgjast með svona löguðu.

Íslendingar vilja yfirleitt taka hlutina í stórum stökkum. Fyrsta stóra stökkið sem ég man eftir var Bretavinnan og hermangið í Keflavík. Jú, eiginlega urðum við rík á svindli og misskilningi og í Bretavinnunni lærðu menn að svíkjast um. Næsta stóra stökk var skuttogaravæðingin. Ekkert sjávarpláss var svo aumt að ekki væri nauðsynlegt að hafa þar nýtísku frystihús og einn eða fleiri skuttogara. Þegar við bættist að laxeldi og loðdýrarækt átti að sjálfsögðu að vera á hverjum sveitabæ var það orðið of mikið.

Svo kom stóra fjármálastökkið og flestir vita hvernig það fór. Nú er stjórnarskrárstökkið næst á dagskrá og kannski verður það ekki eins dýrkeypt og hin.

Er byrjaður að stunda það að setja bloggið mitt líka á fésbókina. (eða upplýsingar um það.) Það er svosem ekkert vitlaust. Í einhverjum tilvikum minnir þetta fésbókarvini mína kannski á að lesa bloggið. Flestir þeirra nýjustu a.m.k. held ég samt að lesi fésbókina ekki mikið.

Einkennilegt hve mikla áherslu menn leggja á almenna niðurfærslu húsnæðisskulda. Mér hefur alltaf fundist sú leið fremur ómarkviss og dýr. Það jákvæðasta við hana hefur mér jafnan fundist að gera mætti ráð fyrir almennri bjartsýni (og jafnvel eyðslusemi) í kjölfar hennar. Finnst vera ansi seint að tala um þetta núna.

IMG 3426 

IMG 3429Tré ársins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband