11.10.2010 | 00:11
1166 - Stjórnlagaþingið enn og aftur
Já, stjórnlagaþingið. Nú fer að styttast í það. Auðvitað vita flestir allt um það. Framboðsfrestur rennur út 18. október (semsagt eftir rúma viku) Þetta er allt hið forvitnilegasta mál og á eftir að vekja mikla og verðskuldaða athygli. Gæti vel trúað að þarna næðist sæmileg samstaða og þá getur Alþingi ekki staðið á móti því sem frá þinginu kemur. Varast þarf þó að kjósa fólk til setu á stjórnlagaþinginu sem reikna má með að sé á vegum stjórnmálaflokkanna eða hagsmunasamtaka.
Kjörið sjálft verður svo 27. nóvember og þingið mun koma saman í febrúar næstkomandi og starfa í nokkra mánuði. Hlakka mikið til að sjá hverjir bjóða sig fram og skoða kynningar á þeim.
Er dálítið hissa á því hve fáir blogga um þetta. Enginn vafi er samt á að kosningabaráttan mun einkum fara fram á Netinu. Hefðbundnum fjölmiðlum verður að mestu gefið frí og þeir eiga það skilið. Fésbókin verður þarna í stóru hlutverki en ekki má gleyma því að allmargir forðast hana. Þeir sem hafa horn í síðu bloggsins munu líka forðast það og leita til vina og kunningja. Það sem slíkir aðilar skrafa sín á milli er það sem úrslitum ræður.
Hverjir bjóða sig fram? Það er spurningin. Í blaði einu sem nefnt er Fréttatíminn" og dreift er ókeypis á Reykjavíkursvæðinu eru nokkur líkleg nöfn nefnd. Ekki þekki ég marga þar en nokkra þó. Þar á meðal má telja: Jón Ólafsson (veit ekki hvaða - kannast við eina þrjá) Jónas Kristjánsson, Ómar Ragnarsson, Láru Hönnu Einarsdóttur og marga fleiri. Fleiri en þar eru nefndir hafa gefið kost á sér og svo held ég að þetta sé bara ágiskun. Kannski gefa ekki allir þeir sem þar eru nefndir kost á sér. Þar er Vigdís Finnbogadóttir t.d. nefnd. Ætli hún nenni að standa í svonalöguðu?
Í Fréttatímanum" er talsvert fjallað um stjórnlagaþingið og veitir ekki af. Ótrúlega margir sýna þessu lítinn áhuga. Eitthvað hefur samt verið minnst á þetta í Kastljósi Sjónvarpsins og nefnd sú sem sér um framkvæmd þingsins er undir forystu Guðrúnar Pétursdóttur. Meðal annarra nefndarmanna má nefna Björgu Thorarensen og Njörð P. Njarðvík (sem ég hefði nú gjarnan viljað sjá bæði á þinginu).
Tvo menn gæti ég nefnt sem ég hefði einnig gjarnan viljað hafa haft á þessu stjórnlagaþingi. Báðir eru því miður dánir en voru á margan hátt ótrúlega líkir. Bæði í útliti og í raun. Þetta eru þeir Sigurbjörn Einarsson og Sigurður Greipsson. Fjölyrði ekki meira um það. Margt ágætisfólk býður sig væntanlega fram til setu á þinginu. Áreiðanlega mun fleiri en þar geta verið. Kostar ekki nema þrjátíu meðmælendur. Meðmælendalistar fara eflaust fljótlega á kreik. Hef þó engan séð ennþá.
Hér er stundað strandblak. Íslendingar eru víst ekkert sérlega góðir í því.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ég vil Sæma á stjórnlagaþing
Óskar Þorkelsson, 11.10.2010 kl. 14:09
Ekki ég.
Sæmundur Bjarnason, 11.10.2010 kl. 14:47
Ég ætti kannski að bjóða mig fram? Bý til bestu pönnukökurnar hérna megin við miðbaug. Minni á að góðar pönnukökur hafa oft gert gæfumuninn við samningaborðin.
Hólímólí 11.10.2010 kl. 19:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.