1164 - Skák og mát

Þegar ég ákvað að endurnýta frásögnina af Bjarna-Dísu hugsaði ég sem svo að ég fengi í staðinn tvo daga til að upphugsa og skrifa næsta blogg. Auðvitað fór ekki svo. Nú er komið að því að skrifa nýtt blogg og ég nokkurn veginn tómur.

Ég þarf að taka 5 tegundir af töflum á dag. Það eru talsverð vísindi að fylgjast með að það sé allt með réttum hætti. Ekki síst vegna þess að alltaf er verið að skipta um lyf eða breyta um nöfn á þeim. Þó maður sé með miklum erfiðismunum búinn að læra nöfnin á lyfjunum er björninn ekki þar með unninn því mörg lyfin eru til í mismunandi styrkleikum. Heimilislæknirinn skráir þetta að vísu allt hjá sér en bæði fer hann í sumarfrí og svo er talsverður handleggur að fylgjast með þessu öllu.

Mér skilst að deildarkeppnin í skák hefjist í kvöld og ég eigi að tefla þar svo það er líklega best fyrir mig að vera ekki að hugsa mikið um blogg og þessháttar og hafa þetta bara í styttra lagi.

Núverandi ríkisstjórn Íslands hangir aðeins á því að ekki er sjáanlegt neitt annað stjórnarmunstur. Hún er samt að áliti allmargra og hugsanlega meirihluta landsmanna sá skásti kostur sem við höfum eins og er. Vantrúin á stjórnmálamenn og embættismenn er orðin svo megn í þjóðfélaginu að vandræðum fer að valda.

Ekki er annað að sjá en húseigendur bíði þess eins að stjórnin falli. Von þeirra er sú að við taki stjórn sem gæti hags þeirra betur. Slíkt er slæmt því nokkurnvegin samhangandi stefna þarf að vera í sem flestum málum þó stjórnarskipti verði. Leiðrétting á húsnæðisskuldum sem nær jafnt yfir alla er orðin afar ólíkleg. 

IMG 3336Reisulegur bóndabær. Strandakirkja í baksýn. (Sýnist mér)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kíkti við eins og venjulega. Er annars á hraðferð, þarf að fara að tefla við páfann.;)

Gudmundur Bjarnason 9.10.2010 kl. 08:51

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk, Guðmundur. Vona að þú hafir unnið páfann. (hann getur ekkert)

Sæmundur Bjarnason, 9.10.2010 kl. 14:41

3 identicon

Hákon Bjarnason fyrrum skógræktarstjóri talaði eitt sinn á bændafundi í Húnaþingi og fór þá með þessa vísu sem ég kann ekki frekari deili á.

Undarleg er lífsins rulla
í voru jarðlífi.
Ýmist er þá á oss drulla
eða haðlífi.


Varðandi góðar og slæmar vísur dettur mér þetta í hug sem flestir kunna. Veit heldur ekki haus né sporð um það en auðlærð er hún og afsannar kenningu þína rækilega.

Þessi durgur og dónald
gerir dósent.
Heimskann í Haraldi
er 100%.


Gudmundur Bjarnason 9.10.2010 kl. 21:55

4 identicon

Ætlaði að segja 'skák' þarna í lokin.

Hernig gékk þér annars. Kannski enn að tefla?

Gudmundur Bjarnason 9.10.2010 kl. 21:59

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Skil þig ekki almennilega, Guðmundur. Finnst þú ekki hafa hrakið vísnakenninguna mína, en látum það liggja milli hluta. Stóð mig sæmilega í skákinni en það er ekki erfitt þegar maður er á neðsta borði í fjórðu deild. Deildakeppninni lýkur samt ekki að þessu sinni fyrr en á morgun (sunnudag).

Sæmundur Bjarnason, 9.10.2010 kl. 22:20

6 identicon

Það er ekki von Sæmundur.

Gudmundur Bjarnason 9.10.2010 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband