7.10.2010 | 00:08
1162 - Kiljan o.fl.
Horfði á Kiljuna í sjónvarpinu í gær miðvikudag. Merkilegast þar þótti mér viðtal Egils Helgasonar við Kristínu Jónsdóttur en hún sendi nýlega frá sér ljóðabókina Bréf til næturinnar". Ég hef aldrei verið sérstaklega gefinn fyrir ljóð og get því ekki margt sagt um bók þá sem einkum var talað um í þættinum.
Nokkur ljóð úr bókinni voru lesin þar og Egill hrósaði bókinni mikið. Hún hefur víst fengið óvenju góðar viðtökur af ljóðabók að vera og til skýringar sagði Kristín sjálf og hitti ef til vill naglann á höfuðið:
Fólki finnst hún kannski bara skemmtilega gamaldags."
Einkenni á þeim ljóðum sem lesin voru í þættinum var að í þeim voru rím og stuðlar. Uppáhaldsskáld Kristínar var Guðmundur Böðvarsson og mig minnir að ljóð hans hafi flest verið rímuð. Það voru ljóð Steins Steinars sömuleiðis og hefur hann þó verið kallaður frumkvöðull nýbylgjunnar í ljóðagerð. Kannski var ljóðabálkurinn Tíminn og vatnið" ekki uppfullur af rími en ljóðin þar voru afar háttbundin ef ég man rétt.
Við skulum ekki gleyma því, að.....", segja stjórnmálamenn gjarnan þegar þeir vilja gera sem mest úr Íslenskum vandræðum síðustu ára. Enn virðast þeir halda að þeim sé treyst. Af hverju fara þessir svokölluðu Alþingismenn ekki heim til sín að sofa? Þeir hljóta að sjá að þeim er ekki lengur treyst. Mikilvægasta verkefni núverandi ríkisstjórnar er að leggja grunninn að skárri ríkisstjórn. Lífi hennar er lokið. Að minnsta kosti getur hún ekki leyst nein mál ef allir eru á móti henni. Sjálfur tel ég núverandi ríkisstjórn vera þann skásta kost sem við eigum völ á um þessar mundir.
Sennilega eru þetta afar eftirminnilegir tímar sem við lifum núna. Ekki bara hrunið og eftirmálar þess, heldur miklu fremur sú staðreynd að það er að verða vitundarvakning varðandi náttúrufar og heilsu. Sumir ganga að vísu alltof langt í því efni en það er bara eðlilegt. Þegar sagan er skoðuð kemur það mjög á óvart hve fáir hafa haft skilning á því að mannkynið er komið ótrúlega langt með að tortíma sjálfu sér. Þar er bæði um að ræða óhóflega mannfjölgun, vaxandi misskiptingu á gæðum jarðarinnar og blinda neyslu sem ekkert sér nema hagvöxt.
Enginn þorir að gagnrýna mann þó maður sé með undarlegustu tiktúrur þegar maður fer að eldast því allir vita að svona verða þeir einhverntíma sjálfir. Um þessar mundir er það dellan fyrir löngum gönguferðum sem hrjáir mig og myndavélin fær oftast að koma með. Miðað við aldur og fyrri störf tek ég sennilega ágætar myndir svona innan þess ramma sem ég hef sett mér. Svo er það eiginlega einstök iðni að setja bæði blogg og mynd á hverjum degin inn á Moggabloggið. Davíð frændi ætti að verðlauna mig fyrir að hafa staðið mig svona vel og ekki flúið þegar mest gekk á. Finnst ritstjórn hans á Morgunblaðinu samt fjarska léleg.
Hér dansa engar flöskur núna. Annars er þetta vatnsverksmiðja skammt frá Þorlákshöfn.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:09 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Af öllu leiðinlegu efni í sjónvarpinu held ég að mér þyki Kiljan hvað leiðinlegust. Dýpra get ég varla í árinni tekið.
Sigurður Hreiðar, 7.10.2010 kl. 22:14
Mér finnst Kiljan aftur á móti með því besta sem sjónvarpið býður uppá. Kannski er oftast lítið og illa fjallað um bókmenntir í sjónvarpi og Egill Helga er ágætur stjórnandi þar en fremur misheppnaður í Silfrinu.
Sæmundur Bjarnason, 7.10.2010 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.