1161 - Eitthvað verður þetta að heita

Fyrirbrigði eins og Útvarp Saga, Facebook, Blogg-gáttin og fleira þess háttar koma til með að valda straumhvörfum í næstu Alþingiskosningum. Áhrif hinna hefðbundnu fjölmiðla verða hverfandi. Ríkissjónvarpið mun þó áfram skipta máli.

Fésbókin, Moggabloggið og allskonar fyrirbrigði sem fyrirfinnast á Netinu eru sífellt að verða fyrirferðarmeiri. Hinir gömlu prentuðu fjölmiðlar í formi dagblaða hafa ekki bara týnt tölunni heldur fara áhrif þeirra sífellt minnkandi. Það er erfitt að átta sig á hvaða stefnu atburðir taka á Íslandi um þessar mundir. Stjórnmálaástandið er ótryggara en það hefur nokkru sinni verið.

Bloggarar er sá hópur fólks sem stjórnmálamenn óttast hvað mest. Sá ótti er þó ástæðulaus því þeir eru af mismunandi sauðahúsi og fylgja allskonar stjórnmálastefnum. Eiginlega er það eina sem er sameiginlegt með þeim er að þeir hafa gaman af að skrifa.

Það er ekki alveg öruggt að texti sé réttur þó hann sé á útlensku. Þetta fann ég á Netinu og birti hér í leyfisleysi og með öllu án ábyrgðar:

The inhabitants of Egypt were called mummies. They lived in the Sarah Dessert and traveled by Camelot. The climate of the Sarah is such that the inhabitants have to live elsewhere, so certain areas of the dessert are cultivated by irritation. The Egyptians built the Pyramids in the shape of a huge triangular cube. The Pramids are a range of mountains between France and Spain.

Búinn að breyta tilhögun minni á að fara fram á fésbókarvináttu. Er ekki frá því að það beri talsverðan árangur. Hægra megin á fésbókarsíðunni koma mjög oft upp tillögur um slíka vini og þá er gjarnan sagt hve margir sameiginlegir slíkir finnast. Ef ég kannast við þá sem þar er stungið upp á sendi ég þeim beiðni, ef ég man.

Fremst af öllum Fésbókeð
finnur mína vini.
Enda gjarnan allt mitt streð
á Agli Helgasyni.

Finnst mótmælin á Austurvelli vera orðin fullmikið fjölmiðlasjó en er samt alls ekki frá því að þau hafi áhrif. Í hvaða átt veit ég bara ekki. Vonandi þó til bóta. Þau eru orðin ansi vel skipulögð en ekki verri fyrir það. Tók á sínum tíma svolítinn þátt í búsáhaldabyltingunni en hef ekki nennt niður í bæ að undanförnu.

IMG 3282Hlíðarendi í Ölfusi. Þarna var síðast búið 2001.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Verður þetta Feisbúkk-byltingin?

Emil Hannes Valgeirsson, 6.10.2010 kl. 00:24

2 identicon

Hvað er rangt við útlenska textann?

Hólímólí 6.10.2010 kl. 01:15

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

jæja ég bætti þér við á fésinu :)

Óskar Þorkelsson, 6.10.2010 kl. 06:47

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Emil Hannes, ég held að það verði engin bylting. Ríkisstjórnin hættir að hugsa fyrst og fremst um stjórnmálamenn og banka og verður tiltölulega vinsæl, enda það skásta sem er að hafa. Vinsældir fésbókarinnar er ég ekki viss um að dali enda hentar hún fólki vel.

Sæmundur Bjarnason, 6.10.2010 kl. 08:55

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Hólímóli, það er farið dálítið rangt með staðreyndir í enska textanum en það skaðar okkur ekki.

Sæmundur Bjarnason, 6.10.2010 kl. 08:56

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk, Óskar.

Sko mig, þetta er nýja kommentaaðferðin í hnotskurn.

Sæmundur Bjarnason, 6.10.2010 kl. 08:57

7 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ef finnst mér oft sem bókin fés
sé full af tómum bjánum
Þá stend ég upp og stíg til hlés
og slekk á tölvuskjánum

Upp oft hef ég hugsað hátt
er horfi ég yfir sviðið
Í veröldinni vinafátt
verður feisbúkkliðið

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.10.2010 kl. 09:31

8 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Upp upp mín sál og allt mitt geð
hugur og hjarta fylgi með.
Ekki verður við öllu séð.
Óralangt mitt vísnastreð.

(Eða ekki)

Sæmundur Bjarnason, 6.10.2010 kl. 11:11

9 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Stöðu þína margir þrá
þú átt marga vini
Endaþarmur ertu á
Agli Helgasyni

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.10.2010 kl. 11:25

10 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Afsakið að ég skuli troða mér í kveðskapinn hér. En ég fékk sendar nokkrar áskoranir á Feisbook um að mæta á tunnumótmæli á mánudaginn var. Það verður enda sífellt auðveldara með tilkomu þessara samskiptaforrita að safna saman fólki og í því felst facebókarbyltingin. Síðast byltingin gæti kallast bloggarabyltingin.

Emil Hannes Valgeirsson, 6.10.2010 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband