1146 - Virðing Alþingis

Allar götur síðan mér var fyrirvaralaust kippt uppí stórhausaflokkinn hér á Moggablogginu hef ég leitast við að skrifa sem allra oftast og reglulegast. Veit ekki af hverju. Kannski hefur það verið dulinn ótti við að verða tekinn úr þessum merka flokki aftur sem hefur knúið mig áfram. Eftir á séð hefur þetta mestmegnis verið óttalegt raus hjá mér. 

Bekkjarsammenkomst var á laugardaginn hjá okkur í árgangi 1942 (örlítið blandaður með 1943) við Miðskólann í Hveragerði. Gaman að hittast svona og heimsóknin í Vatnsverksmiðjuna hans Jóns Ólafssonar að Hlíðarenda í Ölfusi var eftirminnileg. Fórum víða og fengum okkur að borða í lokin á Hótel Ljósbrá. Segi ekki meira þó vel mætti fjölyrða um þetta.

Nú eru allir (eða flestir) önnum kafnir við að velta fyrir sér hvað Alþingi gerir. Sjálfum finnst mér að á eftir A hljóti að koma B. Þá á ég við að úr því þingmannanefndin komst að þeirri niðurstöði að kæra bæri þá setji Alþingi talsvert ofan ef það fylgir því ekki eftir.

Annars er Alþingi kannski ekki viðbjargandi. Kæra skrifstofustjórans (í umboði forseta þess - hlýtur að vera) á hendur níu-menningunum bendir ekki til að fólki þar sé annt um virðingu sína. Að lög séu gömul, úrelt og sjaldan notuð hindraði ekki þar. Og illa er ég svikinn ef kært hefur verið eftir þeim bókstaf sem líklegast var að fá sakfellingu (og jafnvel skaðabætur) samkvæmt. Nei, sýndarmennskan var allsráðandi. Um að gera að sýna pöplinum hver ræður.

Hvað á unga fólkið í dag svosem að trúa á annað en peninga og endalausar framfarir. Hugsjónir eru bara gamaldags píp sem engum kemur að gagni. Ekki er hægt að éta slíkt eða framfleyta á því fjölskyldum. Það er í raun ekkert til að trúa á nú orðið. Helst er að trúa á sinn eigin mátt. Hlutirnir gerast ekki sjálfkrafa, það verður að sparka þeim af stað.

IMG 3009Já einmitt. Pulsusjoppa í Bankastrætinu. En þetta er nú menningarnótt og ekki að marka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var ekki kosið í rannsóknarnefndina í janúar s.l. Vammlaust fólk úr öllum flokkum?
Nefndin vann sitt mál í samræði við stjórnarskrá og lög þar að lútandi?   Nú þykist Jóhanna koma af fjöllum og vill aðra málsmeðferð?

Bæti Jónasi kallinu við.
http://www.jonas.is/leidarar/greininp.lasso?id=14212

Ólafur Sveinsson 21.9.2010 kl. 09:49

2 identicon

Alþingi fyrir mér er eins og sorphaugur.

doctore 21.9.2010 kl. 13:42

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Víst er virðingin fyrir alþingi algjörlega farin norður og niður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2010 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband