17.9.2010 | 06:20
1142 - Alþingi
Nú er í mikilli tísku hjá bloggurum að tína til ýmis rök fyrir því að rétt sé eða vitlaust að kæra fyrrverandi ráðherra fyrir landsdómi. Ég ætla að leyfa mér þann munað að taka ekki afstöðu í þessu máli. Finnst mér ekki bera nein skylda til þess. Vorkenni þessu fólki ekki rassgat að þurfa að standa fyrir máli sínu. Alþingi hefur ekki margt þarfara að gera en rífast um þetta mál.
Já, ég held bara að mig langi ekki neitt til að verða Alþingismaður. Þeim er kennt um allt mögulegt og allir þykjast betri en þeir. Samt held ég að þetta sé ágætisfólk. Mér virðist að tvennt sem engin áhrif hefur á hversu góðir þingmenn þetta fólk er sé það sem mestu ræður um að það kemst í framboð. Það er að það sé duglegt að koma sér áfram í sínum flokki (með ýmsum ráðum) eða sæmilega gott í að koma fyrir sig orði í ræðustól. Það gerir t.d. Birgitta Jónsdóttir þó ekki. Hún les ekki einu sinni bærilega skrifaðar ræður. Ég dáðist á sínum tíma alltaf að Steingrími Hermannssyni fyrir hvað hann átti auðvelt með að halda góðar og skipulegar ræður blaðalaust.
Merkilegt með þetta líf. Alltaf skulu vera einhverjir aðrir tímar sem eru miklu verri en manns eigin (og jafnvel betri líka). Maður ræður engu um það hvaða tíma manni er úthlutað. Þó eru allir forvitnir um framtíðina og vilja sem mest um hana vita. Svo þegar þessari jarðvist lýkur þá fær maður kannski engar fréttir um framtíðina. Það er verst. Skítt með það þó maður geti lítið sem ekkert gert sjálfur.
Atli frændi minn Harðarson skrifar stöku sinnum í blöð og gerir það t.d. á laugardaginn var en þá birtist talsverður langhundur eftir hann í Morgunblaðinu um inngöngu Íslands í ESB. Þar segir meðal annars:
En þótt þetta liggi fyrir heldur umræðan hér áfram að vera ýkjukennd og einkennast af fullyrðingum um að efnahagsleg áhrif inngöngu séu mjög mikil og öll á einn veg."
Þetta held ég að sé ekki rétt. Andstæðingum aðildar kann að finnast þetta en mér finnst sanni nær að önnur rök en efnahagsleg ráði mestu um þetta mál. Efnahagsleg rök má túlka á ýmsa vegu og sjaldan eru áhrifin jafn langvarandi og önnur. Það sem mestu máli skiptir varðandi inngöngu í ESB er líkleg þróun mála í samskiptum þjóða næstu áratugina eða jafnvel lengur.
Jú, jú. Það er lítið, skrýtið og skítugt en það stendur í miðbæ Reykjavíkur.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:22 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Eitt það mikilvægasta fyrir ísland er að þeir sem fokkuðu málum upp verði gerðir ábyrgir... ef það er ekki gert, þá getur enginn þroski orðið, enginn lærdómur.
Ég bara nenni ekki að hlusta á menn sem segja að það sé nóg annað að sýsla en að láta þetta fólk taka ábyrgð.. slíkur talsmáti er ábyrgðarlaus...
doctore 17.9.2010 kl. 14:22
Skringileg þessi eftiráábyrgð. Hverju verður þjóðin bættari þó Geir, Ingibjörg og -- ja ég man nú bara ekki í bili hverjum fleiri blóðþyrstur lýðurinn vill stinga inn -- verði sett í grjótið? Spólast þá hrunið til baka?
Að ábyrgjast hefur að mínu viti þá merkingu að standa undir einhverju tilteknu. Enginn stendur undir einhverri athöfn eða vanrækslu með því að taka út refsingu. Þess vegna á ekki að vera að þvaðra eitthvað um að gera fólk ábyrgt -- fyrir eitthvað sem er löngu liðið. Einfaldlega að krefjast refsingar þess. Nota rétt orð.
Sigurður Hreiðar, 17.9.2010 kl. 23:22
Held að þegar verið er að ræða um ábyrgð á hruninu sé ekki endilega verið að tala um hefnd. Kannski er landsdómurinn eins fordæmalaus og hrunið sjálft og mögulegt er að þessvegna vilji hann margir. Hver refsingin síðan verður held ég að skipti litlu máli.
Sæmundur Bjarnason, 18.9.2010 kl. 08:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.