15.9.2010 | 04:35
1140 - Ammæli
Mér finnst ég ekki þurfa að taka þátt í þeim pólitíska hráskinnaleik sem nú er stundaður. Þingmenn segja unnvörpum að nú þurfi að setja þjóðarheill ofar flokkshagsmunum en meina lítið með því. Aðallega að nú eigi allir að hugsa eins og þeir. Í stuttu máli sagt: Flokkshagsmunir eru okkar æðsta boðorð. Flokkurinn (með stóru effi) kom okkur í þessa valdaaðstöðu og ef við glötum henni er Flokknum tortíming vís. Það er óþarfi að reyna að leyna þessu. Þetta vita allir.
Átti afmæli í gær og þó það væri ekkert merkisafmæli fékk ég fullt af kveðjum á Fésbókinni og meira að segja eina afmælisgjöf.
Árið 2009 var metár í fæðingum hér á Íslandi. Þá fæddust 5027 börn og þar af 2466 stúlkur. Ein þeirra var afa- og ömmustelpan Tinna. Hún verður eins árs í næsta mánuði og er efnileg mjög. Löngu farin að ganga og við föðurforeldrarnir bíðum bara eftir að hún fari að tala. Skiljum reyndar nú þegar margt af því babli sem hún lætur sér um munn fara.
Á Fésbókinni talar hver upp í annan en mesta furða er hve margt kemst til skila. Engum er ætlandi að fylgjast með öllu sem þar fer fram. Sú meinloka virðist hinsvegar hrjá suma bloggara að þeir geti lesið öll blogg eða a.m.k. öll þau sem einhver veigur er í. Það er samt tómur misskilningur og veldur sumum oflestri. Hann lýsir sér einkum í því að viðkomandi er ekki málum mælandi og finnst hann sífellt vera að missa af einhverju. Hlustar á fréttir á harðahlaupum. Má helst ekki vera að neinu nema lesa og lesa.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Til hamingju með afmælið.
Hólímólí 15.9.2010 kl. 08:49
Hráskinnaleikur er skemmtilegt orð, enda mikið notað. Oftast er það notað saman með orðinu pólitík, eins og þú gerir, svo oft að ég hellt lengi vel að það væri eina nothæfa samhengið. Svo fann ég þetta á netinu
Það er talvert öðruvísi enn í pólitíkinni. Þar meiðast allt of margir.
ps. Til hamingju með framtíðina
Svanur Gísli Þorkelsson, 15.9.2010 kl. 08:58
Hver vinnur í hráskinnaleik? Og hvernig?
Hólímólí 15.9.2010 kl. 09:10
Takk fyrir góðar óskir og takk Svanur fyrir fróðleikinn. Ég held að hráskinnaleikur taki nafn sitt af hráu skinni eins og Svanur nefnir. Til forna hefur þetta nafn kannski verið notað um ýmsa leiki. Alltaf held ég hafi fylgt þeim læti mikil og fyrirgangur og að þessvegna hafi nafnið festst í málinu.
Hólímóli kannski hefur leikurinn verið endalaus. Líklega komst sá sem úti var í höfn með að ná boltanum og sá sem missti hann hefur þurft að vera hann. "Að vera hann" í leikjum er skemmtilegt rannsóknarefni og oftast jákvætt.
Sæmundur Bjarnason, 15.9.2010 kl. 09:52
Ég er að fatta að ég hef aldrei fattað hvað hraskinnaleikur er í raun og veru. Nú get ég notað orðið í réttu samhengi og mun auk þess eiga auðveldara með að sjá þegar aðrir nota það í röngu samhengi. Þá mun ég leiðrétta grimmt hér eftir.
Alltaf skal maður nú hafa gagn og gaman af Sæmundarbloggi.
Hólímólí 15.9.2010 kl. 10:36
Til hamingju með afmælið, megir þú eiga mörg önnur afmæli.. nema ef þú vilt það ekki ;)
doctore 15.9.2010 kl. 11:34
Sæll Sæmi.
Ég er ekkert að óska þér til hamingju með aldurinn en heill þér samt.
Og heill þeirri litlu sem á afa hér.
Merkilegt að þú skulir ekki sjá mun á feisbúkk og bloggi, alltaf að tönglast á þessu maður.
Ætlast kannski til að við útskýrum þetta fyrir þér
Annars flott mynd; eins og venjulega.
Kveðja,
Gudmundur Bjarnason 15.9.2010 kl. 12:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.