6.9.2010 | 05:19
1131 - Ljóð eða ekki ljóð
Horfandi á Word-skjalið í tölvunni.
Hvítt blað í ritvél tíðkaðist áður.
Hrikaleg ósköp
að horfa á slíkt
áður en stafirnir
á það koma
og mynda orð.
Blaðið einblínir á móti.
Finnst mér a.m.k.
Þá sultu skáldin
heilu hungri
en ég safna ístru
í stað megurðar
og er sjaldan svangur.
Hvernig skyldi næsta blogg mitt verða?
Gaman að vita það.
Er hægt að kalla þetta ljóð
bara vegna þess hvernig það er sett upp?
Fjöldi ljóðlína er legíó
og punktarnir margir.
Óþarfi að spara blöðin og greinaskilin.
Búinn að finna mynd til að setja aftast.
Er þá ekki allt komið?
Nú, er þetta ekki nógu langt?
Má þetta ekki vera stutt blogg,
eða jafnvel stuttblogg.
Rím og stuðlar eru bara til trafala
og tefja fyrir.
Höfuðstafir eru jafnvel verri.
Nú vendi ég minu kvæði í kross.
Sankti María sé með oss.
Kvæðarugl mér kemur frá.
Kannski er spekin himinhá,
en kannski bara miðlungs.
Hvernig skyldi vera best að byrja
bragarleysu þessa að kyrja?
Rímið kemur mig að kvelja
kannski er ekki um neitt að velja.
En það gerir ekkert til
ég má hafa þetta eins og ég vil.
Eða hérumbil.
Nú er komið nafn á þetta
nefnilega var að detta.
Ljóð mun þetta að lokum verða
ef að þessi andagift
sem í upphafi var fengin
ekki svíkur drenginn.
Og svei. Hún ætlar mig að svíkja.
En ég hef ekki hugsað mér að víkja
af vegi þeim
sem liggur heim
til þeirra forardíkja
sem í ljóðlistinni ríkja.
Með hangandi hendi
einhver mér sendi
Magister Bibendi.
Það ljóta kykvendi
vona ég að lendi
lífsháska í
og líf sitt endi
sem allra fyrst.
Einhverntíma
skal ég glíma
eða líma
gegnum síma.
Nú, eða híma
og ekki tíma
að láta ríma.
Ef úti er kalt
og veður svalt
þá umfram allt
þú drekka skalt
malt.
Nú veit ég ekki meir
hvort þetta er leir
eða gullinn eir
sem aldrei deyr.
Og því er best að hætta.
Þessir voru eitthvað að músísera í Bankastrætinu á menningarnótt. Gott ef ég kannast ekki við svipinn á þeim.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Þetta var flott rapp. Minnti mig á svipað rapp sem Theodora Thorodsen (Gísla Halldósrssonar) flutti frumsamið, forðum daga. Þetta var í ferð okkar Pálnatókavina til Jómsborgar(Wollin) og flutt á gleðikveldi í Grevsvald ca 1991.
Nú þarftu bara að finna rétta rapptaktinn?
Ólafur Sveinsson 6.9.2010 kl. 23:49
Verst að ég skuli vera svona laglaus eins og ég er. Hef aldrei hugsað um rapp eða rapptexta á þennan hátt.
Jómsvíkinga saga er merkileg bók. Held að ég hafi einhverntíma heyrt á þetta Pálnatókafélag minnst. Finnst hún (Jómsvíkinga saga) vera eins og Íslendingasaga en kannski er hún meira sagnfræðileg og minnir á Sturlungu þess vegna. Er Pálnatókafélagið starfandi?
Sæmundur Bjarnason, 7.9.2010 kl. 09:20
Við fundum út að Wollin gæti vart verið Jómsborg. Fundum samt líklegri stað í ferðinni. Það var nærri Wolgast(Usedom) ,sunnan við Stralsund. Þar var nægt pláss fyrir 300 langskip og þar að auki er þar "kvennborg", eins og sagt er frá í sögunni. Þar hafa menn grafið upp spennur og hárkamba. Ekkert fundist sem karlpeningur notaði daglega. Pálnatókavinafélagið er ekki starfrækt formlega. Það datt eiginlega uppfyrir vegna mikillar ásóknar. en flesta félaganna hitti ég nú á námskeiðum Magnúrsar Jónssonar, hjá Endurmenntun HÍ. Fyrir áramót verður Njála tekin fyrir.
Ólafur Sveinsson 7.9.2010 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.