5.9.2010 | 06:19
1130 - Að hætta við umsókn
Því skyldi ég ekki fimbulfamba fjandann ráðalausan á blogginu mínu úr því einhverjir vilja lesa það. Ekki hef ég margt merkilegt fram að færa í stjórnmálunum eða fréttatengdu efni. Eða réttara sagt þá er ekki víst að öðrum finnist það. Mér finnst það náttúrulega mjög gáfulegt.
Af hverju er ég að þessum ósköpum? Af því sem ég blogga um að staðaldri finnst mér ESB-aðildin hvað merkilegust. Meira að segja hrunið er tekið að fjarlægjast talsvert. Skil ekki af hverju menn eru fyrirfram svona á móti þessari aðild. Aðrar þjóðir hafa alveg getað þetta án tjóns og rétta tækifærið til mótmæla er þegar hugsanlegur aðildarsamningur kemur til þjóðaratkvæðis. Verði hætt við það núna sem Alþingismenn hafa áður samþykkt getur það með engu móti orðið okkur Íslendingum til góðs eða álitsauka.
Við Íslendingar erum ekkert merkilegri en aðrar þjóðir. Skoðanakannanir, séu þær rétt gerðar og vísindalegar, geta gefið ágæta mynd af því hvað þjóðin (þýðið) hugsar akkúrat á því augnabliki sem spurt er. Og það fer ekkert á milli mála að meirihluti meðal þjóðarinnar er nú sem stendur á móti samningum við ESB. Án þess þó að vita mikið um þá hugsanlegu samninga.
Það eru stjórnmálaflokkarnir sem ráða miklu um skoðanir fólks að þessu leyti. Einkennilegt er með arftaka kommúnista sem nú eru að sögn á móti þessu. Þeir eiga í raun réttri að vera alþjóðasinnaðri en íhaldsmenn en eru það allsekki.
Þingsályktunartillaga mun verða (eða hefur verið) lögð fram á Alþingi um að hætta viðræðum við ESB. Vandséð er að tillaga þessi sé annað en dulbúin vantrauststillaga á ríkisstjórnina og úrslitanna mun eflaust verða beðið með nokkurri eftirvæntingu.
Flutningsmenn skilst mér að séu Unnur Brá Konráðsdóttir (S), Ásmundur Einar Daðason (VG), Gunnar Bragi Sveinsson (B) og Birgitta Jónsdóttir (H). Ekki veit ég hvenær þessi tillaga kemur til atkvæða og ekki er ótrúlegt að ríkisstjórnarkapallinn sem lagður var um daginn eigi meðal annars að tryggja líf ríkisstjórnarinnar í þeim átökum. Talningameistarar eru án efa að störfum.
Nú er stóra þvagleggsmálið á Selfossi komið enn einu sinni í fréttirnar. Ég fer ekki ofan af því að konan var beitt óforsvaranlegu ofbeldi við þetta. Alveg sama hvernig hún hefur látið áður en þetta skeði og hvernig menn reyna að réttlæta þennan glæp. Sá sem ábyrgð ber á þessu á svo sannarlega að missa embætti sitt.
Ekki er vafi á því að Björn Bjarnason og Davíð Oddsson eru helteknir af kaldastríðshugsunarhætti og Jón Baldvin Hannibalsson er á leiðinni þangað líka. Jóhanna Sigurðardóttir endar þar sömuleiðis. Hún (eða forystufólk Samfylkingarinnar yfirleitt) þarf því að vinda bráðan bug að því að finna arftaka.
Ekki veit ég hvort prentsvansar eru jafnhættulegir og aðrir svansar. Vissara fyrir kvenfólk samt að vara sig.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Auðvita á að hætta við þessa umsókn, þar sem hún er ekki í umboði þjóðarinnar heldur tilkomin vegna ómerkilegheita Steingríms J. Sigfússonar.
Hrólfur Þ Hraundal, 5.9.2010 kl. 09:28
Hrólfur. Umsóknin er að því leyti í umboði þjóðarinnar að Alþingi samþykkti hana með talsverðum mun. Hafi einhverjir þingmenn gert það óvart eða í andstöðu við sannfæringu sína ættu þeir bara að skýra frá því. Einn veit ég um sem hefur haldið því fram að sér hafi verið hótað ef hann gerði það ekki. Síðan snarþagnaði hann.
Sæmundur Bjarnason, 5.9.2010 kl. 11:47
Ef alþingi ákveður að draga umsóknina til baka þá er það í sama umboði og var fyrir ári síðan. Eini munurinn er hvaða hópar útí í þjóðfélaginu verða ánægðir og óánægðir.
Fólk getur líka verið búið að mynda sér afstöðu á ESB-aðild með því að kynna sér lög og reglur sambandsins, því þannig getur fólk vitað um 90% - 99% hvað aðildin felur í sér. Mismunandi er samt á hvaða forsendum fólk tekur afstöðu, en hugmyndafræði tel ég að hafi þar mikil áhrif.
Axel Þór Kolbeinsson, 5.9.2010 kl. 14:40
Alveg rétt, Axel. Einhverjir þingmenn þurfa þá væntanlega að skipta þá um skoðun og þeir geta auðvitað haft ástæður til þess.
Það er samt fyllilega lögmæt skoðun að skynsamlegra sé að fella hugsanlegan samning í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þar að kemur úr því að viðræður eru hafnar.
Mér finnst ekki næg ástæða til að hætta viðræðum að einmitt nú séu fleiri á móti honum en verið hefur og hugsanlega fleiri en verða.
Sæmundur Bjarnason, 5.9.2010 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.